Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 15
og ættu að greiða meira miðað við kaup í öðrum greinum. Þetta má þó ekki örugglega taka í strang- asta skilningi, þar sem stöðug sígandi ásókn á tak- mörkuðum sviðum í senn getur mjög sennilega örvað framleiðniaukninguna með því að skerpa tilfinninguna fyrir kostnaði af vinnuaflsnotkun. Það má því telja farsælast af flestum sökum að gefa framleiðniaukninguna eftir til dreifingar eftir leið launasamninga. Vandinn er að setja skorður við það mark, án þess þó að fórna of rniklu til. VerSbólgan og atvinnuleysið Hins vegar er það nú orðið miklu meira umdeilu- atriði, enda nær kjarna málsins, hversu sterkt sjálf- ræði stéttasamtökin hafa um kaupákvörðunina, og að hve miklu leyti þau eru á valdi markaðsafla, þ. e. afstöðunnar milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli í viðkomandi greinum. í skýrslum Evrópunefndar Sameinuðu þjóðanna hafa t. d. árin 1955 og 1957 verið birtar tölur því til stuðnings, að lítinn mun kauphækkunar um árabil sé hægt að greina milli landa, er hafa mikið og lítið atvinnu- leysi. Um liitt bera skýrslur órækt vitni, að kauphækk- anir fara verulega mishratt eftir athafnastigi á ýms- um timum í ákveðnu landi. Samkvæmt rannsókn á löngu tímabili í Bretlandi, næstum heilli öld, var að jafnaði um 5—6% atvinnuleysi samfara stöðugu kaupgjaldi, en um 2%% atvinnuleysi fylgdi því, að hækkunin takmarkaðist við 2%. Með sam- drætti virðist því mega hefta verðbólguna um sinn eða hægja á henni, en reynslan virðist sýna, að þau ár séu að miklu Ieyti glötuð hvað hagvöxt snertir. Fyrirtækin hafa þá slæma aðstöðu til að beita sér að framleiðniaukningu og fólk hefur and- úð á henni. Onnur alvarlegasta hættan við þá að- ferð er sú, að hagstjórnartækin eru ekki svo fín- gerð, að þau leyfi nákvæman útreikning sam- dráttar. Vestræn hagkerfi geta því með þessu móti lent í alvarlegum kreppum, og þá er fleiri verð- mætum hætt. Því má heldur ekki gleyma, að á þessum tímum, sem kenndir hafa verið við hæstu eftirspurn, hefur sitthvað annað en bein eftirspurn orkað á hegðun launainarkaðsins. Sumir þessara tíma hafa verið stríðstímar eða annarra truflana, með tímabund- inni dýrtíðarmyndun. Eftir nákvæmri athugun reiknuðust kauphækkanir í Bretlandi 1951—1958 af slíkum völdum og sem fastar kröfur verulegum mun hærri samanlagt en bein áhrif eftirspurnar. Samkvæmt sömu rannsókn hefði hlutlaus eða jafnvægiseftirspurn eftir vinnuafli verið um eða undir 1%%, ef ætla mætti að markaðsöfl ein væru í spilinu. En stöðugu kaupgjaldi reyndist, eftir áður nefndri athugun, er einnig tekur til sama tíma, fylgja um 5%% atvinnuleysi. Mismuninn, um 4% atvinnuleysi, má að nokkru líta á sem mælikvarða hins félagslega afls í spilinu. Svo mikið þyrfti til að vega það upp. Vegna mismunar milli atvinnuveganna er það ráð að halda eftirspurn í skefjum ekki einfalt. Oft halda stórir atvinnuvegir kröftum sínum óskertum þrátt fyrir verulegt atvinnuleysi, er kemur niður á öðrum greinum. Þar eru kaupkröfur gerðar og við þeim orðið. Síðan smita þær út frá sér í krafti félagslegs samanburðar. Norður-Ítalía er gott dæmi um þetta, og eins sumar leiðandi greinar í Banda- ríkjunum. Röksemdir um, að kaup yfir taxta fari í vöxt, er oft notuð til að sýna fram á, að eftirspurnin ein ráði kaupgjaldi. Mikið af því, sem þannig er til tekið, felur þó í sér afkastalaun og breytta gæða- samsetningu vinnuaflsins. Slíkt bil milli taxta og tekna myndast örast á tímum hárrar eftirspurnar, en myndast þó stöðugt í vissum mæli. Sömuleiðis virðist sú yfirbygging fylgja taxtabreytingum í sama hlutfalli. Því ber engu síður að líta á þetta sem hluta af kerfi launahlutfalla og mælir það með fíngerðari og sveigjanlegri launahlutföllum í samn- ingum milli samtaka launþega og vinnuveitenda. Af rökum þessarar greinar verða ekki dregnar neinar einfaldar ályktanir um bráðar aðgerðir. Til- gangur hennar er ekki sá að vera innlegg í deiluna um dægurmálin, heldur að leitast við að benda nokkuð fram á veginn með þvi að ræða grund- vallaratriði. í áður tilvitnaðri grein í riti Fram- kvæmdabankans er miklu ítarlegar fjallað um þessi atriði og borin fram hugmynd um kaupgjalds- leiðréttingakerfi, er mætti beita til að halda verð- festu án þess að hlutast til um hlutföllin milli launa innbyrðis. Þau væru eftir sem áður háð gildi samn- inga. Ekki er ástæða til að hrapa að slíkri lausn fremur en öðru. En allt veltur á, að fullur skiln- ingur ríki á því, hvernig vandamálið á rætur sínar í félagslegum jarðvegi jafnt og efnahagslegum. Það verður auðleystara með gagnkvæmum skilningi milli stétta. Þann skilning þarf að efla með því að mynda vettvang skoðanaskipta þeirra á milli, studd- an nægum gögnum og upplýsingum um þau mál- efni, er stéttirnar láta sig varða, 1« FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.