Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Side 30

Frjáls verslun - 01.04.1961, Side 30
sökum kafbátahættunnar, jukust siglingar til Amer- íku. Lét Stefán ríkisstjórninni þá í té ýmis sam- bönd, er hann hafði við Ameríku, m. a. við stærsta hveitihring í Vesturheimi. Keypti Landsverzlunin þaðan hveiti eftir það. VI. Á árunum 1907 til 1913 stundaði Stefán búskap á Stóru-Reykjum í Mosfellssveit. Festi hann kaup á jörðinni og hóf þar milcinn búrekstur, hafði milli 20 og 30 kýr í fjósi, og munu fá eða engin kúabú hafa verið stærri í landinu á þeirri tíð. Svo sem vænta mátti, gerði Stefán þarna ýmsar umbætur og kom með nýjungar í sveitina. Á félags- lega syiðinu gekkst hann fyrir stofnun „Menn- ingarfélags fslands“, sem hafði það markmið, að „þroska meðlimi sína að hugsa, ræða og rita um al- menn mál“. Stefán var formaður þess. Hann var einnig ritstjóri Fósturjarðarinnar, en það var blað, sem félagið fór að gefa út. Spratt félag þetta í fyrstu upp úr málfundafélagi, sem hann stofnaði með heimilisfólki sínu, sem var um 20 manns. Stefán seldi mjólkina til Reykjavíkur. Einnig keypti hann mjólk af nágrannabæjunum, sem ekki höfðu tök á að flytja mjólkina sjálfir til Reykja- víkur. Akfær vegur frá Reykjavík lá þá ekki lengra upp í Mosfellssveitina en að Grafarholti. Gekkst Stefán fyrir því ásamt Helga bónda á Reykjum, að vegur var ruddur frá Grafarholti að Reykjum. Eftir það tók mjólkursala mjög að aukast þaðan úr sveitinni til bæjarins. Auk margs konar endur- bóta á jörð og húsum, tók hann að leggja akfæran veg upp á fjall til þess að geta notað fjórhjólaðan, stóran vagn til heyflutninga af engjum. Uin þetta leyti bjó Stefán til fyrsta gaddavírs- herfið, sem notað var hér á landi. Fann hann það upp vegna þess, að hann vantaði verkfæri til að herfa túnið með. Framleiddi hann talsvert af þess- um herfum og seldi út um land. VII. Að lokum skal getið þeirra merku framkvæmda, er Stefán hóf með því að leggja hitaveitu frá hver- um í hús sitt á Reykjum. Mun það vera fyrsta hitaveita á Islandi. Hann hafði lengi verið með hugann við notkun hverahitans. Árið 1902 ritaði hann grein í Hlín, þar sem hann ræðir ýmis aðkall- andi inál, er þurfi að leysa, Reykjavík til gagns og menningar. Ræðir hann þar um vatnsleiðslu fyrir bæinn, hafnargerð, skipulag gatna og húsa, og telur þar að heppilegt mundi að leiða heita vatnið úr þvottalaugunum inn í bæinn. Þóra Marta kennari, dóttir Stefáns, ritaði í Les- bók Morgunblaðsins grein um þessa fyrstu hita- veitu hérlendis. Er hér stuðzt við frásögn Þóru. Stefán byrjaði á því að mæla hæð hvers eins fyrir norðan Reyki, og mældist hann standa jafn- hátt og efri hæð hússins. Þótti honum sýnt, að þrýstingur vatnsins yrði nægur til að það kæmist upp á neðri hæð hússins, í ofna til upphitunar, án þess að þyrfti að dæla því upp. Ilann byrjaði á verkinu vorið 1908. Lét hann vinnumenn sina grafa skurð frá hvernum, yfir mýr- ina og slakkann heim að húsinu. Til vatnsleiðsl- unnar notaði liann einnar tommu víðar vatnspípur, vafði þær með striga og hampi, til einangrunar, lagði þær síðan í tréstokk. Var öll leiðslan nálega 2Yz km á lengd. Heita vatnið var leitt inn í íbúðarhúsið, í mið- stöðvarofna í öll herbergi á neðri hæð. Einnig rann það úr krana í eldhúsi og var notað til matar, upp- þvotta og alls, sem til þurfti. Var skolpleiðsla lögð um leið frá vaski í eldhúsi. Vatnið var einnig leitt inn í fjósið og rann þar úr krana í tunnur, var það látið kólna í þeim og gefið siðan kúnum til drykkj- 30 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.