Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Síða 5

Frjáls verslun - 01.04.1961, Síða 5
ur ekki komizt, að hér rísi upp stórfyrirtæki í framtíðinni. Ef áfram á að stefna svo, að eng- um sé gert fært að leggja í neinn meiri háttar rekstur, öðrum en bæjarfélögum, ríkinu eða sam- vinnuíélögum, þá eru dagar þess lýðfrelsis, sem séreignarskipulagið tryggir, senn á enda. Við erum engir aðdáendur einkaauðvalds, hringamyndunar eða einokunarfyrirtækja. En ennþá síður erum við aðdáendur óskoraðs ríkis- auðvalds, af þeirri einföldu ástæðu, að við það getur orðið um seinan að kljást. Aftur á móti eru tiltæk mörg ráð til að stemma stigu við óhóflegu valdi einkaauðmagnsins. Og raunar er sjálfsagt að setja hér löggjöf til að fyrirbyggja einokunaraðstöðu, þótt hún hafi eins og nú standa sakir litla þýðingu gagnvart eiginlegu einkaauðmagni, heldur miklu frekar því félags- lega, sem við þekkjum í samvinnuhreyfingunni. I bæjarstjórnarkosningunum síðustu sáum við öll, hve geysilega þýðingu upplýsingarnar um „gulu bókina“ svonefndu höfðu, þ. e. a. s. áform vinstri manna um ýmiss konar skerðingu á eignar- og umráðarétti manna yfir eigin hús- næði og hindranir á því að eignast íbúðir. En hvers vegna hafði „gula bókin“ svona mikil áhrif? Því er íljótsvarað. Það var fyrst og fremst vegna þess, að fyrir ótrauða forystu Sjálfstæðis- flokksins á nú mikill meirihluti bæjarbúa og raunar landsmanna allra eigið húsnæði, og fólkið vildi sýna, svo ekki yrði um villzt, að það ætlaði sér ekki að afsala sér þessum rétti sínum. Fyrir nokkrum áratugum gerðu sósíalistar ekki mikið úr þeim áformum að reyna að stuðla að einka- eign alls almennings á íbúðarhúsnæði. Kenning þeirra var sú, að launamaðurinn gæti aldrei eignazt neitt og yrði alla tíð mergsoginn af vinnuveitandanum. Þessu heyrist ekki lengur lireyft að því er íbúðarhúsnæði varðar, þó að enn skorti þar nokkuð á að lokamarkinu sé náð. En alveg á sama liátt og lítið var úr þessurn áformum gert á sínunr tínra, mun nú ráðizt gegn hugnryndinni unr alnrenningshlutafélög. Það verður sjálfsagt sagt, að nokkrir auðnrenn nruni safna fénu á fáar hendur, nrisnota aðstöðu sína, arðræna almenning — og lrvað það nú allt sanran heitir. Þessar kenningar eru hrein bá- bilja, þó ekki væri af annarri ástæðu en þeirri, að hinir ríku eiga yfirleitt ekki nrikla lausa perr- inga, heldur eru þeir fastir í marglráttuðunr at- vinnurekstri og fasteignum. En jafnvel þótt því væri ekki til að dreifa, eru óteljandi leiðir til að hindra það, að almenningshlutafélög lendi á fárra höndunr, nr. a. rneð takörkun atkvæðis- réttar þeirra, senr nrikla hlutafjáreign ættu og fleira og fleira. Gæti kaupþingið þreifað sig áfram með' þær reglur, senr það teldi nauðsyn- legt að setja í þessu efni. En þar nrundu ekki skráð bréf annarra félaga en þeirra, senr stjórn kaupþingsins teldi heilbrigð. Endurskoðun hluta- fjárlöggjafarinnar er líka nauðsynleg áður err langt unr líður, þó að lrin ganrla löggjöf sé alls ekki beint því til fyrirstöðu að almenningslrluta- félög séu stofnuð og þróist eðlilega. Eg skal nú fara að ljúka máli nrínu, en vil að lokunr aðeins undirstrika, hve þýðingarnrik- ið það er, að sem allra flestir einstaklingar í þjóðfélaginu verði efnalega sjálfstæðir. Til þess sé ég enga leið heppilegri en einmitt þá, sem hér er til unrræðu, þ. e. a. s. víðtæka stofnun og starfrækslu almenningshlutafélaga, þar serrr hlutabréfaeign sé í höndum þúsunda lands- nranna. Félögunum verður þá stjórnað beint af hluthöfunum nreð lragnaðarvon fyrir augum. Þá nrun verða upprættur sá hugsunarháttur, að það sé nánast þjóðfélagslegur glæpur að lragn- ast af lurgsýni og atorku eða því að verja fjár- magni til þess rekstrar, sem mestunr hagnaði skilar eigendunum — og þar nreð þjóðarbúinu. Morgunblaðið gat unr það um daginn, að Is- lendingar verðu senr svaraði 70 rnilljónum króna á ári til kaupa á happdrættismiðum. Trú rrrín er sú, að tvöföld eða þrefökl þessi upplræð rrrundi fást til alnrenningshlutafélaga, senr vel væri að staðið, og peningarnir nrundu konra frá flestum fjölskyldum í landinu. Og þegar þær ættu fyrir- tækin væri nýr grundvöllur skapaður að skiln- ingi nrilli launþegans og fyrirtækisins. Þá væru vissulega vonir til þess að setja nrætti niður al- varlegar vinnudeilur, en síðast en ekki sízt ykist frelsi borgarans, og sá grunnur treystist, senr lýðræðið byggir á, 5 FRJÁLS VERZLU-N

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.