Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 11
Bjarni Bragi Jónsson: Yerðbólga og hagvöxlur Engan skyldi undra, þótt þessum tveirn hugtök- um sé stillt upp saman, þegar þess er gætt, að þetta tvennt, verðbólga og hagvöxtur er í raun og veru sundurgreining ákveðinnar framvindu, sem hægt er að gera beinar athugánir á, í tvo hugsaða eða reiknaða þætti. Annar þátturinn er magnaukningin, hin raunverulega aukning framleiðslu og fjármuna, en hinn þátturinn er hækkun verðs hverrar ein- ingar. Af þessu má í fljótu bragði leiðast til að draga ályktun, að þessir tveir þættir aukist gjarn- an af sömu orsökum. Eins og alkunna er, og síðar mun vikið að, eru sömu hvatar oft að verki, þar sem um breytingar er að ræða á þessum tveim þáttum. Menn eru mjög almennt samdóma um að telja magnaukninguna, hagvöxtinn, jákvæða og æskilega, en verðaukninguna, verðbólguna, neikvæða og óæskilega. Þetta gildismat á rót sína að rekja til tveggja djúpstæðra tilhneiginga í mannlegu eðli, annars vegar til framþróunar, vaxtar og upphafn- ingar á æðra stig, en hins vegar til staðfestu, reglu- bundinnar skipunar og öryggis í kerfi lífsgilda, er við þekkjum af reynd og skiljum, hverja þýðingu hefur. Engin framvinda verður talin vera fram- þróun til góðs nema með skírskotun til slíks mæli- kvarða reyndra lífsgilda. Það væru því meinleg örlög, er kæmu því svo fyrir, að verulega öflug framþróun væri óhjákvæmilega tengd örri upp- lausn lífsgildakerfisins, glundroða og óvissu um, hvað við tæki. Eitthvað í þessa áttina fylgir þó sennilega allri framþróun. Hún tekur ýmsar óvænt- ar stefnur, leysir upp gömul lífsgildi, en veitir jafnframt reynslu af nýjum. En þar skiptir sköp- um eftir því, hvort og hvernig tekst að fella hin nýju gildi inn í lífsgildakerfið og njóta fyllra lífs við heilsteypta skapgerð og aukið manngildi ein- staklingsins og samræmisfyllri og friðsamlegri þjóð- félagshætti. Á sviði efnahagsmála birtist vandamál þessara andstæðna skýrast í þeim brennipunkti, þar sem því óhætt að byggja á þeirri reynslu um uppbygg- ingu verðlagsákvæða okkar. Það er eðlilegt, að þessi rannsókn fari fram þeg- ar í stað, og að nefnd (sbr. verðlagsnefnd landbún- aðarafurða) verði skipuð til þess að endurskoða verðlagsákvæðin á þessum grundvelli. Þessi nefnd sé gerðardómur, og verðlagsákvæði hennar komi til framkvæmda. Ef ríkisstjórnin sér sér ekki fært að gera um- ræddar breytingar, er víst að verzlunarstéttin verð- ur þegar í stað að grípa til örþrifaráða — eða gef- ast upp með öllu. Á það má benda, að aldrei hefur öngþveitið í verzlunarmálum verið meira en á einokunartím- unum, undir ströngum verðlagsskrám konungsvalds- ins. Það er fyrst með verzlunar og verðlagsfrelsi, sem hagur þjóðarinnar batnar, og með tilkomu kaupfélaganna, sem eru eign fólksins sjálfs, virðist vera komið mjög raunhæft verðlagseftirlit. Það er sameiginleg skoðun kaupmanna og for- ráðamanna kaupfélaganna, enda í fullu samræmi- við það, sem saga landsins segir okkur, og einnig í samræmi við reynslu allra frjálsra landa, að af- koma þjóðanna er bezt, þegar verzlunar- og verð- myndunarfrelsið er mest. Þess vegna skal ajnema verðlagsákvœði og koma á jót jrjálsri og jajnrétt- hárri verzlun kaupmanna og kaupjélaga. Við treyst- um á réttsýni ríkisstjórnarinnar, og að hún vilji þjóð sinni raunverulega vel. Við treystum því, að velvild ríkisstjórnarinnar sé ekki aðeins í orði, held- ur og í framkvæmd. Þess vegna treystum við því líka, að ríkisstjórnin afnemi verðlagsákvæðin. FRJÁL8 VURZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.