Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 27
En þrátt fyrir hinn eldlega áhuga við margvís- leg störf á þessum blómaárum ævi sinnar, var hann aldrei nema hálfur maður í hinum nýja heimi. Hann var sífellt með hugann heima á gamla land- inu. Árum saman klingdi í eyrum hans, að ísland væri því nær óbyggilegt land, svo að hver og einn, er þaðan slyppi, mætti þakka sínum sæla. Svo mátti heita, að ísland væri jafnan á dagskrá til samanburðar við Kanada. Vesturfara-agentar, sem nutu styrks og stuðnings Kanadastjórnar, héldu mjög á loft gæðum Vesturheims. Þessi samanburð- ur þar vestra, var sjaldan Islandi í vil, enda höfðu margir útflytjendur frá Íslandi horfið frá vesældar- ástandi, og voru því sízt í varnarham fyrir Island. Stefán gat þó ekki hrundið frá sér þeirra hugsun, að ísland væri ekki einungis vel byggilegt land, heldur væri það sennilega jafnbyggilegt land og Kanada. Og til þess að láta ekki hugsjónir og þrá til gamla landsins villa sér sýn, tók hann að gera reikningslegan og hagfræðilegan samanburð á vinnu fólks og kjörum í báðurn þessum löndum. í nokkur missiri safnaði hann skýrslum um at- vinnu, en þó einkum um búnaðarhætti og afkomu bænda í þessum löndum. Þegar liann hafði þau gögn í höndum, gat hann gert hinn raunverulega samanburð. í óprentuðum bæklingi, sem Stefán lét eftir sig, segir hann m. a. um niðurstöður útreikn- inga sinna: „Að því er vinnulaun bændanna í Manitoba snertir, þá kom það út, að þeir fengu mikið minna af flestum nauðsynjavörum þeim, er þeir þurftu að kaupa, fyrir hver 100 pund í afurðum búa sinna, lieldur en bóndinn á íslandi fékk þar heima þá af sömu vöru fyrir sama megin af sams- konar afurðum búa sinna.“ Þegar hann liafði þetta í höndum, þaggaði hann ekki lengur niður heimþrá sína. III. Það var árið 1899, eftir 12 ára dvöl í Vestur- heimi, að Stefán hélt til heimalandsins. Árið 1893 hafði hann gengið að eiga heitmey sína, Jóhönnu Sigfúsdóttur. Var hún dóttir Þóru Sveinsdóttur og Sigfúsar Péturssonar, er bjuggu í Skógargarði í Nýja-íslandi, en þau höfðu farið af Fljótsdalshéraði vestur árið 1877 og numið land við íslendingafljót.. Á þessum árum hafði verið látlaus fólksútflutn- ingur frá íslandi vestur um haf. í byggðum íslend- inga í Kanada fjölgaði mjög ört og íslendingaborgin Winnipeg hafði vaxið að sama skapi. Þar voru nú um 40 þúsund manns. Atvinnulíf og menningarlíf var í blóma. Úti um sveitir Manitoba hafði hagur margra batnað, og komið var yfir rnestu örðugleika landnemanna. Það mátti því til nokkurra tiðinda teljast, er Stefán tók sig upp og hélt frá því framfaralandi, alfarinn heim. Hinn 18. febrúar 1902 flutti Stefán B. Jónsson fyrirlestur í Reykjavík, er hann nefndi: ísland og Ameríka. Vel hefði mátt ætla, að maður, sem hafði snúið baki við Vesturheimi til ]>ess að setjast aftur að á fósturlandinu, bæri hinu framandi landi ekki of vel söguna. En það var öðru nær. Hann bar löndum Ameríku vel söguna, en jafnframt sýndi hann frarn á, að ísland hefði líka mikla kosti og gæti framfleytt þjóðinni til betra lífs en hún hafði áður þekkt, þ. e. a. s. efnahagslega. Iíann hélt því frarn, að ísland væri „aðdáanlega gott land“, og hvatti þjóðina til þess að hagnýta kosti þess og auðlindir til hins ýtrasta. Og i því sambandi mælti hann þessar minnisverðu setningar: „Látum þá fara til Ameríku óhindraða, sem þangað vilja fara. En látum þá hafa svo margs að minnast, látum þá hafa svo mikils að sakna, að þeir komist hvergi nema heim aftur, þegar þeir að skilnaði hvarfla augum til hlíðarinnar.“ Þetta var hið jákvæða og sígilda innlegg Stefáns. Og hvað gerði hann svo sjálfur? IV. í tímarit sitt, Stjörnuna, skrifaði hann um frysti- hús og íshús. Voru það leiðbeiningar um byggingu slíkra húsa. Taldi hann mikla nauðsyn fyrir Is- lendinga að koma sér upp frystihúsum til þess að geyma þar síldina sem nýja til beitu, en auk þess til að verja ýmis matvæli skemmdum. Þá setti Stefán fram hugmyndina um að nota straumferjur á ám á íslandi. Hann lýsti þessu svo: „Straumferjur eru að því leyti líkar svif-ferjum, að þær berast fram og aftur yfir um, af afli straums- ins. En svo eru þær hentugri að því leyti, að þeim má auðveldlega koma fyrir allsstaðar, þar sem þörf er fyrir nokkra ferju, ef annars straumur er nægi- legur.“ Hann skrifaði frá Winnipeg til einstakra manna og blaða hér heima til þess að vekja athygli á þdss- ari hugmynd. Jafnframt bauðst hann til að „gera ferjur fyrir tiltekið afarlágt gjald“. En hann fékk ekkert svar. FHJÁLS VBBILCN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.