Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 16
Athafnamenn og frjálst framtak 3 EGGERT KRISTJÁNSSON Eggert Kristjánsson er fæddur 6. október 1897 í Mýrdal í Kol- beinsstaðahreppi. Forcldrar hans voru hjónin Guðný Guðnadóttir og Kristján Eggertsson, Eggerts- sonar bónda í Miðgörðum. Þegar Eggert var á öðru ári fluttust for- eldrar hans að Dalsmynni í Eyja- hreppi, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Eggert dvaldist heima hjá for- eldrurn sínum og stundaði alla venjulega sveitavinnu, þar til hann fór í Flenzborgarskólann haustið 1915. Þaðan lauk hann gagnfræðaprófi vorið 1918 og stóð hugur hans þá til frekara náms, en sökum fjárskorts gat ekki af því orðið. Eggert fluttist alfarinn til Reykjavíkur haustið 1919. Stund- aði hann verzlunar- og skrifstofu- störf, fyrst hjá hinum kunna at- hafnamanni Pétri A. Olafssyni frá Patreksfirði og síðan hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur. í nóv- ember 1922 stofnaði Eggert, ásamt Eyjólfi Jóhannssyni, firmað Egg- ert Kristjánsson & Co., En tæpu ári síðar gekk Eyjólfur úr firm- anu. Fyrstu árin var fyrirtækinu skorinn þröngur stakkur vegna fjárskorts, en eftir því sem árin liafa liðið hefur fyrirtækið þróazt svo, að það er nú orðið eitt um- svifamesta umboðs- og heildsölu- fyrirtæki landsins. Fyrirtækið hóf starfsemi sína í Aðalstræti 9, en flutti síðan skrif- stofurnar í Hafnarstræti 15. Þegar hús Mjólkurfélags Reykjavíkur var fullgert, árið 1930, voru skrif- stofurnar fluttar þangað, en þegar Mjólkurfélagið varð að selja húsið, árið 1939, beitti Eggert sér fyrir því, að leigjendur hússins stofn- uðu hlutafélagið Kaupvang, sem þá keypti eignina. Árið 1926 stofnaði Eggert ásamt fleirum Kexverksmiðjuna Frón hf., sem var fyrsta fyrirtæki lands- ins á sínu sviði. Þessi verksmiðja, ásamt Kexverksmiðjunni Esju lif., sem var stofnuð árið 1936, eru stærstu fyrirtæki hér á landi í sinni grein, og hefur Kexverk- smiðjan Frón nú hafið allveruleg- an útflutning á kexi. Eggert Kristjánsson er stjórnar- formaður í þeim fyrirtækjum, sem hér hafa verið nefnd. Auk þess er hann í stjórnum og stjórnar- formaður í mörgum öðrum fyrir- tækjum, sem eigi verða talin hér. Eggert hefur jafnan notið mik- ils trausts og gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir verzlunar- stéttina og opinbera aðila. Hann hefur verið aðalræðismaður Finn- lands síðan 1954. Átti sæti í fyrstu samninganefndinni, er samdi um viðskipti milli Sovétríkjanna og íslands árið 1946. Var formaður í samninganefndum, sem sömdu um viðskipti við Holland árið 1947 og 1948, og sömu ár átti hann sæti í samninganefndum, er sömdu um viðskipti við Noreg og Svíþjóð. Eggert var í stjórn Félags ís- lenzkra stórkaupmanna frá 1931 til 1949, þar af formaður félagsins frá 1935 til 1949. í stjórn Verzl- unarráðs íslands frá 1934 til 1956, var varaformaður ráðsins frá 1945 til 1948 og síðan formaður til 1956. Eggert var einn af stofnendum Félags íslenzkra iðnrekenda og í stjórn þess frá stofnun samtak- anna, 1933, til 1939. Hann hefur átt sæti í stjórn Vinnuveitenda- sambands íslands frá stofnun þess. Hann hefur tekið þátt í mörgum Norðurlandafundum um verzlunarmál og mætti sem full- trúi íslands á alþjóðafundi kaup- sýslumanna í New York 1944. Strax eftir að Eggert fluttist til Reykjavíkur gekk hann í Glímu- félagið Ármann. Hann var mjög áhugasamur íþróttamaður og tók um langt árabil þátt í íslenzkri glímu. Kona Eggerts er Guðrún Þórð- ardóttir Eyjólfssonar frá Vogsós- um, eiga þau fjögur börn: Gunnar, fulltrúa, kvæntan Báru Jóhanns- dóttur, Kristjönu, gifta Magnúsi Ingimundarsyni, fulltrúa, Aðal- stein, fulltrúa, kvæntan Jónínu Snorradóttur og Eddu, gifta Gísla Einarssyni, viðskiptafræðingi. 16 FRJALS VBRHUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.