Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 13
lingsins. Niðurstaða þessara kenninga var hvatn- ing til byltingar. Sú kenning hefur haft sterk og víðtæk áhrif á mótun verkalýðshreyfingarinnar og alla stefnu hennar fram til þessa dags. En það er hverjum manni augljóst, sem vill byggja upp á nú- verandi þjóðskipulagi og vinna að betrun þess, hversu nauðsynlegt er, að svo áhrifamikil samtök sem verkalýðshreyfingin, séu ekki byltingarsinnuð í starfi sínu. Séu þau það, verður tæplega neinum rökum við komið, og flestar tilraunir til samstarfs eru unnar fyrir gíg. En það er jafnljóst öllum, sem þekkja til hugsunarháttar verkafólks, að frumskil- yrði þess, að samtök þeirra séu ckki byltingarsinnuð er, að þjóðskij)ulag það, sem byggja skal á, viður- kenni í orði og verki ýmsar félagslegar grundvallar- forsendur, en líti ekki á almenning fyrst og fremst sem leiksoppa og auðgunartækifæri fyrir slyngustu einstaklingana. Ég hef talað um málamiðlun og sættir milli ein- staklingshyggju og félagshyggju, efnahagsafla og félagslegra afla, en livaða ný sannindi eru þetta, í hverju er slík málamiðlun fólgin? Ég hef ekki gefið mér ráðrúm til að rekja ,á hvern hátt hið gjörsamlega sjálfvirka viðskiptakerfi einstaklings- hyggjunnar, „laissez faire“-kerfið, var í eðli sínu misheppnað og fór út um þúfur. Stéttabaráttan og stéttasamtökin voru söguleg nauðsyn og hlutu að verða til. Þar með var úr sögunni hin auðvelda að- lögun verðfyrirbæra að peningagrundvellinum, sem hvort eð var var ekki nægilega auðveld, auk þess sem kerfið var háskalega óstöðugt og á margan hátt miskunnarlaust. En einmitt við það, að slíkt kerfi fór út um þúfur, hófst ferill þeirra málamiðlunar, sem hér urn ræðir. Peningamálin komust undir opinbera stjórn, og þeim er stjórnað eða hægt að stjórna með félagsleg markmið fyrir augum. Togstreita meginsjónarmiðanna snýst svo um þennan hverfipunkt: að hve miklu leyti á þessi opinbera stjórn og aðalábyrgð að verða tilefni til frekari afskij)ta. Hinar félagslegu kröfur eru þær, að stuðlað sé að miklum framleiðsluvexti og að sem mest af honum komi hinum breiða almúga til góða í kauj)i fyrir algengustu vinnu, að mismunur tekna miðist aðeins við það, sem er nauðsynlegt til að laða fram krafta einstaklinganna til þjónustu við almenning, að allur almenningur verði í ein- hverju formi þátttækur í eign framleiðslufjármun- anna og njóti þar með vaxandi áhrifaaðstöðu og virðingar. Jafnframt er uppi sú krafa, að fjármagni og framtaki sé dreift, um landsbyggðina, en fólk FHJÁne VtiRZLUN neyðist ekki til búferlaflutninga í atvinnulcit, nema það þjóni greinilega efnahagslegum tilgangi. Skyld krafa er sú, að fólk sé ekki látið gjalda þcss að marki, þótt það vinni í samdráttaratvinnugreinum, ef þær greinar eru nauðsynlegar sem fyrr. Viðhorf einstaklingshyggjunnar eru hins vegar þau, að ekki skuli ganga lengra en að skapa með almennustu þáttum peningamála og opinberra fjár- mála æskilegt andrúmsloft fyrir fjörugt athafnalíf og öra framþróun, en annars skuli leikvangurinn gefinn einstaklingunum eftir til þess að þcir fái notið sín í áreynslu skapandi kraftar, þroskun liæfni sinnar og manngildis, og forsjá velferðar sinnar, er sé bezt borgið í þeirra höndum. í framkvæmd hafa stjórnarvöld vesturlanda þreif- að fyrir sér í bilinu milli þessara meginviðhorfa, án þess að taka skýra afstöðu til þess, á hverju málamiðlunin milli þeirra skuli byggjast. Stjórn- málaflokkarnir sem slíkir taka að sjálfsögðu skýrari afstöður og tala meir hver frá sínum enda. Mönn- um virðist vera nokkuð gjarnt á það, er þeim þykir saltið vega full mikið til annarrar áttarinnar, að þeytast alveg yfir á hinn endann og tala þar annað hvort sem algjör efnahagslegur stjórnleysingi eða sem alvís landsfaðir og ofstjórnarsinni. Það er hlut- verk sannrar stjórnvizku, að finna þarna mála- miðlun, en hlutverk hagfræðinnar að smíða hin „analytisku“ tæki, eða haggreiningartæki, er gera slíkar lausnir mögulegar. Kenningar Keynes leystu ekki vandann Um skeið töldu menn, að kenningar Keynes væru slíkt tæki, er fullnægði þörfum manna. Jafnvægi fullrar atvinnu virtist í bili leysa allan vanda og sú hugsun hefur síazt inn í kennslubækurnar og ráðið uppfræðslu heillar kynslóðar hagfræðinga. En þótt Keynes þættist sýna fram á, að klassiska kenn- ingin væri formlega röng, felur hún í sér svo mikil- væg grundvallarsannindi, samgróin þróunarstigi og stjórnarháttum hins vestræna heims, að af henni mátti ekki hendi slej)j)a. Því varð fljótlega til eins konar samsuða þessara kenningakerfa, rök- fræðilega ekki fullnægjandi, en þó mjög gagnleg sem grundvöllur stefnu og starfs við að breyta efna- hagslífi stríðs og kreppu í eðlilegt horf og búa í haginn fyrir velfcrðarþjóðfélag nútímans. En fyrir það vaxtarskeið, er við tekur, er þessi samsuða varla fullnægjandi. Þótt menn hafi orðið að bjargast við þetta 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.