Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 2
Eyjólfur Konráð JónSson, ritstjóri: Almenningsh lufafélög Á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, 16. febr. sl., flutti Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, eftirfarandi erindi uin almenningshlutafélög. Mér er ætlað að ræða hér um almennings- hlutafélög. En hvað er átt við með orðinu al- menningshlutafélag? Ég hygg að það orð hafi fyrst komið fram í grein, sem birtist í tímaritinu Stefni haustið 1959, og var það þá skýrgreint þannig í fáum orðum, að almenningshlutafélag væri félagsskapur, stofnaður í atvinnuskyni, með þátttöku sérhvers, sem leggja vildi fram fé til að eignast hluti í félaginu, í von um hagnað. A sambandsþingi 1957 gerðu ungir Sjálfstæðis- menn samþykktir um stofnun opinna hlutafé- Iaga og almennan verðbréfamarkað. Svipaða samþykkt gerði Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins vorið 1959, og var hún síðan tekin upp í kosningastefnuskrá flokksins við síðustu kosn- ingar. Þótt orðið almenningshlutafélag sé líklega ný- tilkomið, er ekki þar með sagt, að hér sé um að ræða einhverja nýja eða frumlega hugmynd. Verðbréfamarkaðir eða kaupþing hafa lengi ver- ið rekin í flestum lýðfrjálsum löndum, og víða um heim er fjöldi stórfyrirtækja í eigu mikils fjölda liluthafa. Hérlendis þekkjum við líka a. m. k. eitt félag, sem stofnað var sem almenn- ingshlutafélag — það er Eimskipafélag Islands h.f. Hins vegar má segja, að það hafi einkum ver- ið tvennt, sem kom í veg fyrir, að þær tilraunir, sem hér hafa verið gerðar til stofnunar almenn- ingshlutafélaga, næðu þeim tilgangi, sem stofn- endur ætluðu þeim. I fyrsta lagi hefur hér aldrei verið almennur verðbréfamarkaður, kaup- þing, þar sem hluthaíar gætu hindrunarlaust verzlað með hlutabréf sín, þar sem þau væru 2 skráð á réttu verði og daglega hægt að koma þeim í peninga, ef menn þyrftu á að halda. Hins vegar hafa svo skattalög beinlínis kom- ið í veg fyrir það, að menn nytu eðlilegs arðs af því fjármagni, sem þeir legðu í atvinnurekstur í formi hlutafjáríramlaga. Það er á þessum tveimur sviðum, sem úrbóta er þörf, ef þetta stefnumál Sjálfstæðisflokksins, sem er meðal liinna mikilvægustu, að mínum dómi, á að ná fram. Akvæði um kaupþing í lögunum um Seðlabankann Segja má, að loks hilli nú undir, að þetta muni verða. Eins og mönnum er kunnugt, er ákvæði um það í frumvarpi því til laga um Seðlabanka íslands, sem ríkisstjórnin hefur flutt á Alþingi, að stofnað verði kaupþing, sem verzli með vaxtabréf og hlutabréf. Það ákvæði, þótt ekki sé það mikið að vöxtum, er nægilegt til þess að hefjast handa um kaupþingsviðskipti. Sumir telja að vísu, að eðlilegra hefði verið að setja sérstaka og allvíðtæka löggjöf um kaup- þing. llefði það óneitanlega allmikla kosti, en hins er einnig að gæta, að heppilegt er að öðlast nokkra reynslu áður en starfshættir kaupþings yrðu rígskorðaðir með víðtækri löggjöf. Sann- leikurinn er líka sá, að það þarf að þreifa sig áfram með ótalmörg framkvæmdaatriði. Skal ekki sérstaklega út í þá sálma farið, enda yrði það bæði of langt mál, og eins verð ég að játa, að þekking mín á þeim efnum er af skornum skammti, eins og víst flestra annarra hér á landi. Meginatriðið er, að með Seðlabankalöggjöf- inni, ef hún verður samþykkt óbreytt, er heim- ild fengin til að hefja hlutabréfaviðskipti á al- FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.