Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.04.1961, Qupperneq 36
★ Kona nokkur var að skoða refabú. Eftir að hafa dáðst að hinum fallegu silfurrefum, spurði hún eig'- andann, hve oft væri hægt að taka feldinn af hverj- um ref. „Þrisvar sinnum, frú“, svaraði eigandinn, með alvörusvip. „Ef það væri gert oftar, þá er hætt við að þeir yrðu ergilegir.“ ★ Bóndinn var að missa þolinmæðina, þar sem hann gat ckki komið asna sínum úr sporunum, og bölvaði honum hressilega. Þá gekk presturinn framhjá og' sagði: „Bölvaðu ekki dýrinu svona.“ Bóndinn: „Þú ert einmitt maðurinn, sem ég þurfti að tala við.“ Presturinn: „Nú, livers vegna?“ Bóndinn: „Hvernig fór Nói að því að koma svona skepnum inn í Orkina?“ ★ Ferðamaður: „Hve oft fer lestin hér um?“ Innfæddur (í afskekktum smábæ): „Það er aug- lýst, að hún komi einu sinni á dag, en þér vitið nú hve mikið er ýkt í þessum uuglýsingum.“ „Hvernig er nýi vinnumaðurinn?“ „Hann braut tvær skóflur í gær.“ „Vann hann svona kappsamlega?“ „Nei, hann studdi sig við þær.“ ★ „Svo að manninum þínum er illa við hunda?“ „Já, hann segir, að ég ali alla hunda hér í ná- grenninu, — viltu ekki koma inn og' fá þér kaffi- sopa ?“ ★ Anna: „Fyrirgefðu, ég gleymdi alveg veizlunni heima hjá þér um daginn.“ Stína; „Nú, ég' hélt að þú hefðir komið.“ ★ „Mér þótti leiðinlegt, konunnar þinnar vegna, að hún fékk svo mikinn hósta í kirkjunni í morgun, að allir horfðu á hana.“ „Góði minn, þú hefðir ekki átt að hafa áhvggjur af því, hún var með nýjan hatt.“ ★ „Hefurðu nokkurn tíma t.alað opinberlega?“ „Ja, ég veit ekki hvað ég á að segja, ég bað mér einu sinni konu í sveitasíma." „Þett'j er dásamleg salatsósa. Uppskriftin hefur veriá leynd- armól í fjölskyldu Jóns í marga ættliði." 36 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.