Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Page 12

Frjáls verslun - 01.04.1961, Page 12
hagvöxtur og verðfesta mætast. Afar mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, hvernig bezt megi sam- eina þessa tvo höfuðkosti. Einstaklingshyggja og félagshyggja Anðvelt er að skipta mönnum í flokka eftir megin- viðhorfum, eftir því hvort þeir meta milcils festu hins peningalega mælikvarða eður ei. Verðfestan er mikilvæg fyrir reglulega starfshætti skipulags einkaeignaréttar, mikilvæg til þess að menn geti verið þátttakendur með margvíslegum hætti í fjár- mögnun framkvæmda og framleiðslu, einkum út frá því viðhorfi að safna dreifðri þátttöku fjöl- margra einstaklinga. Aftur á móti skipta mikilvæg- ustu eigindir peningakerfisins í tíma og rúmi, eins og ég hefi leyft mér að orða það, litlu máli frá sjónarmiði þeirra manna er líta svo á, að öll fram- leiðslutæki eigi að vera í óskiptri félagslegri sam- eign. Eftir leiðum, sem hér yrði of langt að rekja (sjá „Úr þjóðarbúskapnum“, 7. hefti) hef ég komizt að þeirri niðmstöðu, að með því að leiða saman meginsjónarmið einstaklingshyggju og félagshyggju, meta gildi þeirra í innbyrðis samhengi og leita málamiðlunar þeirra, megi komast næst því að leysa þetta meginvandamál að sameina verðfestu og hagvöxt. Svo andstæð eru þessi tvö megin sjón- armið í eðli sínu, eins og tveir pólar á sama hnetti, að menn eiga oft mjög erfitt með að gæta jafn- vægis milli þeirra í rökum sínum. Þetta er alls ekki svo að skilja, að þjóðfélagið, allra sízt íslenzkt þjóðfélag, sé byggt upp á öðru sjónarmiðinu ein- göngu, en einmitt vegna þess að þjóðfélagið byggir á merkilegri blöndun þessara sjónarmiða, er áríð- andi að verða ekki gripinn af því óþoli að byggja alla stefnu sína á öðru þeirra. Einstaklingshyggjan miðar nánast að því, að hver maður bjargi sér sjálfur og fjölskyldu sinni, en varði sem minnst um aðra. Maðurinn er talinn geta skapað örlög sín sjálfur, hver er sinnar eigin gæfu smiður. Klassiska hagfræðin var raunar hvað þetta snertir á báðum áttum, en arftakar hennar í borgaralegri hagfræði, eða háskólahagfræði, snerust fljótlega á þessa sveifina, a. m. k. í vali viðfangs- efna sinna. Þau mih'kuðust af þessu viðhorfi. Fræða- kerfinu var ætlað að sýna, á hvern hátt hver mað- ur gæti verið sinnar gæfu smiður. Sýnt var fram á, hvernig tekjuskiptingin og hlutskipti manna stjórnaðist af eins konar náttúrulögmálum og réðist af dugnaði þeirra og framsýni. Lögð var áherzla á það, hvernig menn gætu með persónulegum dugn- aði, atorku, sparsemi og framsýni bætt hlutskipti sitt. í efnahagslífinu líkt og í náttúrunni rikti eðli- legt jafnvægi og væri varhugavert að raska því jafnvægi með sameiginlegum átökum. Þessi viðleitni gekk raunar svo langt, að reiknað var með, að opinber hagstjórn væri að mestu óþörf, að öðru leyti en því að greiða fyrir samgöngum. Þetta kom meðal annars fram í því, að mönnum var meinilla við að nokkuð væri opinbert við peningakerfið. Peningakerfið varð að koma frá náttúrunnar hendi og það átti svo að segja að stjórna sér sjálft, en gert var ráð fyrir, að viðbrögð einstaklinganna við breytingu peningamagns væru svo liðug, að ekki kæmi að sök, þótt það væri tilviljunum háð. Félagshyggjan, getum við' sagt, byggist á tveim meginþáttum. Annars vegar á vissum frumlægum eiginleikum mannsins, hins vegar á rökum þeim, sem dregin eru af efnahagslífinu og efnahagsþróuninni. Hinar frumlægu eða uppruna forsendur eru senni- lega mjög misþroskaðar með mönnum, og er helzt talað um þær í eftirmælum. Þessi frumlæga félags- hyggja byggist á því, að maður er manns gaman, að maðurinn finnur hjá sér þörf til að lifa einhverju öðru en sjálfum sér. Finnur, að hann er hluti af stærri heild og að hann hefur skyldu til að vinna þeirri heild sem mest gagn hann má, og ánægju af að gera það. Málamiðlun en ekki bylting Félagshyggja, sprottin af efnahagslegum og sögu- legum rökum, á rót sína að rekja til þeirrar vissu, að hin skapandi öfl framvindunnar séu svo sterk, að einstaklingurinn sé fremur leiksoppur í hendi þeirra heldur en sjálfstæður gjörandi. Marxisminn er heilsteyptasta kerfi slíkra kennisetninga og jafn- an tekinn sem dæmi. Meginrök marxismans voru og eru þau, að mennirnir sogist í stríðum straumi inn í deiglu umbreytinganna, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Kjör alþýðustéttanna í kapital- isku þjóðfélagi stjórnist af engu öðru en því, hve vcika aðstöðu þær hafi, en hvorki af náttúrulög- máluin né neinni tegund réttlætis. Kenningakerfi marxismans um starfshætti hin kapitaliska þjóð- félags er að vísu þéttsetið villum og firrum, en engu að síður hafa þessar kenningar sett fram á sann- færandi hátt hina merkilegu staðreynd um öfl efnahagsframvindunnar ofar áhrifamætti einstak- 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.