Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 8
A F A N G A R fíjörn Eiríksson liefur verið ráðinn fulltrúi við innheimtu- deild Verzlunarbanka Islands h.f. Björn er fæddur á Nesi við Norð- fjörð 1(). október 1931. Hann lauk stúdentsprófi frá M. A. 1952. Starfaði um skeið sem skrif- stofumaður hjá Olíufélaginu h.f. og dvaldist síðan við nám í Bret- landi, þar til hann réðist til Verzlunarsparisjóðsins 1953. Björn starfaði fyrst í vixladeild stofnunar- innar og síðan í innheimtudeild hennar. þcga í verzlunarstétt. Hlutverk sjóðsins er, svo sem annarra hliðstæðra sjóða, að tryggja efnalega af- komu sjóðfélaga með eftirlaunum, örorkubótum, maka- og barnalífeyri. Sjóðurinn hefur nú starfað í rösk 5 ár við vaxandi skilning, bæði launþega og atvinnurekenda, og eflzt svo sem frekast stóðu vonir til. Vegna þess hve sjóðurinn er ungur, hefur ekki komið til neinna verulegra bótagreiðslna úr Iionum ennþá, nema hvað greiddur er barnalífeyrir vegna sjóðfélaga, er látizt hafa. Aftur á móti hafa sjóð- félagar þegar notið sjóðsins í ríkum mæli, þar sem um 300 þeirra hafa fengið fasteignaveðslán, samtals að upjjhæð um 17 milljónir króna. Hefur ]>etta ver- ið ómetanlegur styrkur fyrir launþega, sem unnið hafa að því að eignast eigið húsnæði. Sjóðurinn telur nú um 25 milljónir króna, og það af honum, sem ekki er bundið í föstum lánum, hefur verið ávaxtað í Verzlunarsparisjóðnum, enda hafa þessar tvær stofnanir frá öndverðu verið í nánum tengsl- um. Lífeyrissjóður verzlunarmanna flytur nú með Verzlunárbanka íslands h.f. i hin nýju húsakynni í Bankastræti 5 og fær þar skrifstofu á 3. hæð. Mun lausafé sjóðsins nú eftir stofnun bankans verða ávaxtað í honum. Stjórn sjóðsins skipa: Hjörtur Jónsson, formaður, Guðmundur Arnason, Barði Friðriksson, Guðjón Einarsson og Gunnlaugur J. Briem. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Ingvar N. Pálsson. Halldór Júlíusson hefur verið ráðinn fulltrúi í hlaupareiknings- deild Verzlunarbanka íslands h.f. Hann starfaði áður hjá Raf- tækjaverzlun Júlíusar Björnsson- ar, en réðist til Verzlunarsþari- sjóðsins í apríl 1960 og var skip- aður fulltrúi frá 1. nóvember sama ár. — Halldór cr fæddur í Reykjavík 28. júní 1928 og lauk stúdentsprófi Margrét Arnórsdóttir er fædd í Reykjavík 7. maí 1940. Ilún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Rcykjavík 1957. Síðan vann hún eitt ár á vegum Barnavina- félagsins Sumargjafar. — Mar- grét hóf starf í Verzlunarspari- sjóðnum í janúar 1959 og var ráðin fulltrúi sparisjóðsdeildar í nóvember 1960. Gísli V. Einarsson hefur ver- ið ráðinn skrifstofustjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur hf. Gísli er fæddur í Reykjavík 14. júní 1931. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands 1952, og prófi í viðskiptafræðum frá II. í. vorið 1956. Gísli stundaði framhaldsnám í Danmörku og Bandaríkjunum um eins árs skeið. — Gísli starfaði í mörg ár í verzluninni Pfaff hf. Að loknu námi réð- ist hann til Verzlunarráðs íslands og varð jafn- framt framkvæmdastjóri félagsins Sölutækni, sem m. a. hefur haldið uppi merkri fræðslustarfsemi fyrir verzlunarfólk. Auk þess hefur Gísli stundað kennslu á námskeiðum við Verzlunarskólann og kennt bókfærslu við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar undanfarin þrjú ár. ☆ 8 FRJÁl/8 VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.