Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 14
í framkvæmd, hafa háskólar, rannsóknastofnanir og sjálfstæðir fræðimenn prófað sig áfram með nýjar kenningar og svokölluð módel, vaxtarmódel og fjöl- greinamódel. Margt merkilegt kemur fram í þessum rannsóknum, er varpar ljósi á orsakasamhengi efna- hagsmálanna, en þó fátt, er nefna mætti kenni- setningar eða algild lögmál. Enda er miklu síður að vænta slíkra niðurstaðna frá nútíma hagfræði heldur en hins, að smíðuð séu haggreiningartæki, er auðvelda mönnum hagstjórn út frá grundvallar- forsendum, er menn velja sér. Allsherjarjafnvægi Keynesismans er orðið of gróft og myndar ekki út af fyrir sig óyggjandi vísindalegan stefnugrundvöll fremur en fyrri jafnvægiskenningar. 1 hagkerfinu ríkja ekki ein jafnvægisskilyrði, heldur mörg mis- munandi eftir atvinnuvegum og landshlutum. Stöð- ugar umbreytingar, samsetningarbreytingar eru í gangi, mishraðar, einkum eftir hraða hagvaxtarins, og verða af þeim sökum gagnverkanir milli hinnar þríþættu flokkaskiptingar þjóðarframleiðslunnar; eftir ráðstöfunarflokkum, eftir atvinnugreinum og eftir tekjuskiptingu milli stétta, starfshópa og ann- arra aðstöðuhópa. Þetta kemur ekki sízt fram í því, að vandamál landshlutajafnvægis er víðast talið brýnt vandamál, en þó vantar í rauninni fræðilegan grundvöll til lausnar því máli. Sam- kvæmt eldri kenningum og samsuðu þeirra við Keynesismann ætti að láta þau mál eiga sig til þess að tryggja beztu ráðstöfun framleiðsluafla og vcrkaskiptingu þeirra. En nú er talið fullt eins víst, að þessir innanlandsþjóðflutningar eflist af sjálfum sér, jafnframt þvl að hafa aðlögunargildi svo sem áður var gert ráð fyrir. Krafan um fulla atvinnu í einhverju landi er félagsleg krafa. En hvað er eitt land í þeim skilningi, ef því er að skipta? Er það t. d. Skotland eða Bretland allt, Austurland eða ísland? Félagsleg krafa gerir ráð fyrir einhverri félagsheild, sem er lögð til grund- vallar. Svarið er því að nokkru komið undir styrk- leika hinnar félagslegu samkenndar og áhrifasvæði hennar. Sennilega er betra að viðurkenna, að þarna sé einhver stigsmunur til, heldur en að viðurkenna allt eða ekkert. Tímabundið jafnvægi Þótt sleppt sé margbrotnum skilyrðum lands- hluta og atvinnuvega, heldur aðeins rætt um fyrir- bæri á landsmælikvarða, er hægt að ræða um tímabundið jafnvægi í ýmsum skilningi. Einkum er átt við eftirtalin atriði: að athafnastig haldist. óbreytt, helzt við fulla atvinnu eða sem næst því, að hagnaður haldist hlutfallslega óbreyttur, eða með öðrum orðum hvorki myndun né hjöðnun dýrtíðar, að kaupgjald haldist stöðugt, eða loks að verðlag haldist stöðugt, en því skilyrði fylgir raun- ar það, að hækkunarviðleitni kaupgjalds fái nokkra útrás, eftir því sem framleiðniaukning og möguleg hjöðnun hagnaðar leyfir. Engin leið er að skil- greina framvindujafnvægi, þ. e. allt annað en jafn- vægi í stöðnun, með einni saman skírskotun til heildarframboðs og eftirspurnar eftir vörum og þjónustu eða eftir fjármagni, án skírskotunar um leið til ofangreindra atriða. Er því betra að skil- greina jafnvægisskilyrðin svo sem hér er gert, og skilja frá því til sérstakrar meðferðar, hvort að- eins framboð á og eftirspurn eftir vörum og þjón- ustu vegast á um þessi mörk eða fleiri öfl koma til skjalanna. Jafnvægishugtakið er öflugt haggreiningartæki. einkum þegar ekki leikur vafi á um hvaða öfl vegast á. En það er ekki markmið í sjálfu sér, og er því réttara að setja markmiðin fram með skírskotun til framþróunar og festu, svo sem gert er í upphafi þessarar greinar. Síðustu tvö framangreindra jafn- vægis.skilyrða stangast á við venjuleg skilyrði, en hvort þeirra gæti farið saman við hin tvö. Þó er engan veginn hægt að fullyrða, án þess að frekari rök komi til, að þau hljóti að fara saman. ÖII jafnvægisskilyrðin eru leidd af kröfunni um festu og öryggi, hið fyrsta í atvinnu, hin þrjú í verð- fyrirbærum. Ef ekkert lægi meira á bak við, væri ef til vill auðvelt að uppfylla þau í sameiningu. En kröfuna um framþróun er ekki auðvelt að binda í jafnvægisskilyrði. Setjum svo, að skilyrði fullrar atvinnu leysi úr læðingi sterkar framþró- unarkröfur, bornar fram af samtakamætti. Þar með eru á burtu líkindin fyrir því, að hægt sé að sain- eina kosti fullrar atvinnu og verðfestu með stjórn eftirspurnar og markaðsafla einni saman, og sami vafi leikur á, að hægt sé að sameina öran hagvöxt og örugga verðfestu með þeim aðferðum einum saman. Nú orðið er lítill ágreiningur um það, að verð- lagið myndist á grundvelli þess kaupgjalds, er greiða þarf, þar sem það er hinn eini sanni takmarka- kostnaður (breytilegi kostnaður). Af þessu ætti jafnframt að leiða það, að kaupgjaldsbaráttan sé þýðingarlaus fyrir launþegastéttina í heild, nema að því leyti að eyða undirborgun í greinum, er gætu 14 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.