Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 17
Alsír hefur aldrei verið sjálfstætt ríki, í ströng- ustu mcrkingu þess hugtaks. Og varla er hægt að segja, að tilraunir hafi verið gerðar til að mynda slíkt ríki þar, fyrr en þá nú. Uppreisnin gegn Frökkum hefur staðið yfir í 6 ár, en búast má við, að samkomulagsumleitanir muni leiða til þess, að landinu verði veitt a. m. k. einhver sjálfstjórn. Verður nú gerð nokkur grein fyrir Alsír og íbúum þess. Lctndslag og úrkoma Atlasfjöllin liggja eftir landinu frá austri til vest- urs og skiptast þau í tvo aðalfjallgarða. Strand- héruðin suður að fjöllunum eru mjög þéttbýl, enda er úrkoma þar um 750 mm á ári (um 900 mm í lleykjavík). Iíandan nyrðri fjallgarðsins dregur mjög ur úrkomunni, og þar er steppugróður ríkj- andi. í norðurhlíðum syðri fjallgarðsins er svo aftur nokkru meiri úrkoma, en þar fyrir sunnan tekur Sahara-eyðimörkin við. Hafa þá fjöllin tekið við öllum raka, sem er í loftstraumunum, er blása frá Miðjarðarhafinu. I’eir hlutar landsins norðan fjalla, sem ekki eru ræktaðir, eru vaxnir sígrænum runnum, sem ein- kenna lönd, þar sem Miðjarðarhafsloftslag ríkir.. En sunnar, í fjallshlíðunum, vex eik, fura og sedrus- viður. Og síðan tekur við steppan á hásléttunni, eins og áður er sagt. Þessi landsvæði skiptast í þrjú héruð: Oran, Alsír og Constantine. Meira en tveir þriðju hlutar lands- ins eru eyðimörk, og er henni skipt í tvo hluta, „Oases“ (Vinjarnar) og „Saoura“. íbúar af ólíkum uppruna Áætlað er, að í Alsír búi nú um 10 milljónir manna, þar af eru 9 milljónir múhameðstrúar og 1 milljón, sem kennd er við hinn evrópska upp- runa sinn. En skiptingin er mun flóknari en þessar tölur gefa til kynna. Hinir evrópsku eru alls ckki allir franskir. Fólk af öðru þjóðerni hefur verið hvatt til að setjast að í landinu. Einkum var það gert á öldinni sem leið. í dag heyrist nær því eins mikil spænska töluð í Oran-borg og nágrenni eins og franska, og ítalir eru fjölmennir í Constantine- héraði. Auk þess hafa margir frönsku landnemanna komið frá lvorsíku og hafa því talað ítalska mál- lýzku. Einnig hafa komið innflytjendur frá Möltu, Þýzkalandi, Sviss og írlandi. Við manntalið 1886 voru Frakkarnir taldir 220 þúsund og innflytjendur frá öðrum löndum Evrópu 203 þúsund. En síðan hefur verið erfitt að skilja á milli þessara hópa, þar sem önnur kynslóð landnemanna fékk yfirleitt franskan borgararétt. Skiptingin liefur þó enn þá mikilsverðu þýðingu, að verulegur hluti evrópsku ibuanna hefur aldrei litið a Frakkland sem fyrrver- andi eða hugsanlegt heimaland. Meðal múhameðstrúarmanna er einnig um skipt- ingu að ræða. Arabar réðust inn í Alsír á 7. öld og síðan aftur og aftur. fbúunum, sem fyrir voru, var snúið til fylgis við Kóraninn, en arabísk tunga og siðir náðu ekki sama árangri. Berba-mál, sem eru óskyld arabísku, eru enn töluð af fjórðungi íbú- anna í landinu, og margir Berbanna hafa sérstöðu gagnvart trúarbrögðunum. FRJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.