Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 26
Akranestraktorinn. Fyrsti traktor ó íslandi. Fluttur inn af Stefóni B. Jónssyni bróðir hans, er var söðlasmiður þar í borginni. Winnipeg var landnemaborg og ekki stór um þetta leyti, íbúarnir nokkuð innan við 30 þúsund. En þar var allt á ferð og flugi, — þar var umferðarmiðstöð, 12—15 járn- brautarlestir fóru í gegnum bæinn á hverjum degi. Þar var verið að leggja borgargötur og akvegi, grafa neyzluvatnsbrunna, byggja íbúð- arhús, skóla og kirkjur og gera skemmtigarða. Það stóð ekki á því að smiður- inn ungi fengi atvinnu í fagi sínu. Iíóf hann fyrst ákvæðisvinnu hjá meisturum, en ekki leið á löngu, þar til hann tók sjálfur að sér að byggja hús í Winnipeg og einnig úti á landsbyggðinni. En jafnframt aðal- starfi sínu tók hann að vinna að ýmsum öðrum hugðarefnum. Hann var félagslega þenkjandi, svo að segja má, að hvar sem hann dvaldist, spryttu upp ýmiss konar félög fyrir hans atbeina. Þá var hann með ýmsar uppfinningar á prjónunum. Og loks ber að geta þess, að liann kynnti sér ýmsar atvinnugreinar fjarskyldar fagi sínu, svo sem land- búnað, vélaiðnað, ishúsarekstur, mjólkurbú og smjörgerð. Og enn var það, að hann fékkst tals- vert við ritstörf, flutti erindi í félögum, skrifaði fréttabréf í Þjóðólf, og tók loks að gefa út tímarit með almanaki, er nefndist Stjarnan. Tvær af endurbótum hans á tæknisviðinu náðu viðurkenningu, svo að hann fékk einkaleyfi á þeim í Kanada. Annað var endurbót á sláttuvél eða ný tegund sláttuvélar. Þessi sláttuvél hlaut viðurkenn- ingu verkfræðingafélags í Bandaríkjunum, sem „hin bezta af því tagi, er þeir hefðu kynnzt“, (The best of the kind we have ever come across), svo sem lesa má í Heimskringlu þeirra daga. Stefán fékk einkaleyfi á þessari gerð sláttuvéla. Hann fékk einnig einkaleyfi á gluggalás, sem hann fann upp. Þótti sá lás taka fram þeim, er áður voru notaðir, og seldist hann vel. En þrátt fyrir þetta, varð Stefán undir í sam- keppninni. Sláttuvélin gaf honum ekki það fé, sem hann hafði vænzt, enda komu nú milljónafélög fram með ýmsar tæknilegar nýjungar á þessum sviðum. En þar eð Stefán kynnti sér ýmsar vélar, sem voru að ryðja sér til rúms til almennrar notkunar, sneri liann að mestu baki við smíðunum, en tók að verzla mcð vélar, svo sem prjónavélar, skilvind- ur, saumavélar, plóga og enn fleiri búnaðarvélar og heimilisvélar. Verzlun hans var með pöntunar- sniði, þannig, að hann hafði hin fjölbreyttustu sýnishorn véla, heimilistækja og varahluta. Mun hann hafa verið fyrsti fslendingurinn vestanhafs, sem tók upp þessa verzlunarhætti í stórum stíl. En auk þess tók hann að læra að gera sjálfur við þær vélar, er hann pantaði eða seldi. II. Jafnframt því sem Stefán kynnti sér nýjungar tímans og drakk í sig fróðleik um óskyldustu grein- ar, hafði hann takmarkalausa þörf fyrir að kynna löndum sínum allt það. er þeim gæti orðið til gagns og farsældar. Ilann gekk á mannfundi til þess að efla þar fé- lagsanda og framfarahug. Hann tók íslenzku smá- börnin að knjám sér til þess að kenna þeim að lesa móðurmálið og fræddi þau um ættlandið aust- an hafsins, hann starfaði í stúkunni Heklu í Winni- peg og var cinn af stofnendum ÍJnitarasafnaðar- ins. Þá stofnaði hann málfundafélag til þess að ræða um nauðsynjar fólksins og auka þekkingu manna á hinum nýju og breyttu viðhorfum í um- hverfi þeirra. Og loks tók hann að gefa út tímarit með alinanaki, sem fyrr er getið. Undirtitill þess var: Lítið ársrit til fróðleiks og leiðbeiningar um verkleg málefni. 26 FRJÁLS VBRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.