Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 28
Ein hugmynd hans var sú, að fengið yrði stórt gufuskip til að vera til verndar og aðstoðar báta- flotanum, en jafnframt vœri þetta skip fljótandi fiskverkunarstöð. Þetta hjálparskip átti að veita bátunum „hverskonar mögulega aðstoð, einkum þegar brim og ofviðri ógnuðu þeim á hinum, erf- iðu og hættulegu sjósóknarleiðum þeirra. Hver veit nú nema síðar kunni að verða eitthvað hugsað út í þetta. af einhverjum“, sagði hann. Og hvað hef- ur skeð? Á þessum árum nokkru fyrir aldamót, skrifaði hann frá Winnipeg landsstjórn íslands, og skýrði henni frá „nýrri gerð opinna báta, er væru svo út- búnir (með lofthólfum og vatnshólfum, er mætti Stefán innleiddi skilvindur á Islandi tæma og fylla að vild, hvenær sem væri), að þeir gætu ekki sokkið eða af kjöl farið í hvaða ósjó eða ofviðri, er fyrir kæmi, ef þeir væru ekki ofhlaðnir, — ekki hlaðnir umfram fastákveðinn hlcðsluþunga. — Þeir skyldu hafa centrumborð (niður úr kjöln- um), eins og tíðkast í Ameríku, er tryggja það, að þeim „tekur“ betur og „þola“ mikið betur á sigl- ingu en annars.“ Yið bréfi þessu átti landsstjórn íslands ekkert svar. Þá Imgleiddi Stefán, „hvernig takast mætti með orku Lagarfljótsfossins að flytja alls konar vörur á skipi eftir Lagarfljóti endilöngu. Um þetta skrif- aði ég blaði til Seyðisfjarðar, en án svars“, segir hann. Árið 1902 hóf Stefán að gefa út í Reykjavík tímarit, er hann nefndi Hlín. Því var ætlað að vera „til eflingar verkfræðilegs og hagfræðilegs fram- kvæmdalífs á íslandi“. Segja má, að undir þessu kjörorði hafi Stefán unnið alla tíð. Skömmu eftir heimkomuna gerði hann tilraun til að lcoma upp mjólkurbúi í Dölum og vildi stofna til félagsskapar meðal bænda í því skyni. Var málið komið á nokk- urn rekspöl, en fyrir innbyrðis ósamkomulag fór þetta út um þúfur. Fór þannig um fyrstu tilraun til stofnunar rjómabús hér á landi. En þar eð Stefán hafði fengið í Ameríku umboð fyrir ýmis fyrirtæki, er verzluðu með heimilisvélar og landbúnaðarverkfæri, tók hann sér nú far með strandferðaskipi umhverfis landið til þess að kynna mönnuni vélar þessar og taka pantanir á þeim. Það var árið 1900. En vélarnar, sem hann sýndi og seldi, voru Alexandra, verðlaunaskilvindan fræga, og sennilega fyrsta skilvinda hér á landi, — hringprjónavélar, sem þóttu góðar heimilisvélar og hétu Dundas, — og svo var það „Patent“-strokk- urinn, sem náði ca. 10% meira af smjöri úr rjóm- anum en gamli bullustrokkurinn. Svo mátti að orði kvcða, að eftir þessa för Stefáns breyttist hljóðið í umhverfi fólksins, einkum í sveitunum. Skilvindudynurinn var hið nýja hljóð tímans, ásamt prjónavélakliðnum, sem að vísu var eins og lágrödd í hinum sterka hvini búvélanna nýju. En þessi lágrödd kom frá verkfæri, sem boðaði algjör aldahvörf í heimilisvinnu fólksins. Hún greip sem sagt bandið af snældunum og skilaði prjónles- inu á hraðvirkan og hagkvæman hátt. Og jafn- framt boðaði hún, að innan tíðar væri liðin undir lok hin almenna linnulausa seta kvenna yfir prjóna- skapnum, svo sem verið hafði um aldir. Fólk var orðið vant því, að frá Ameríku kæmu því nær eingöngu agentar til þess að fræða fólkið um farmfarirnar í nýja heiminum, og jafnframt til þess að gylla fyrir því ævintýralega vclmegun þar vestra. En hér var öðru máli að gegna. Þessi maður stakk í stúf við alla predikara. Hann kom og boðaði nýja tímann á íslandi, trúna á landið og þjóðar- stofninn, og hvatti til uppbyggingar og menningar- starfa. Hann rétti fólkinu hjólin og vélarnar í hcnd- urnar, fyrst skilvindurnar og prjónvélarnar, þá ný- tízku stignar saumavélar, og loks landbúnaðartæk- in og heimilisvélarnar. Stefán var sífellt fræðandi í ræðu og riti um nýt- ingu afurða landsmanna. Og á árunum 1901—1905 gaf hann út tímaritið Hlín, er flutti geysifjölbreytt- an hagnýtan fróðleik og hvatningargreinar. 28 FRJALS VKRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.