Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Page 6

Frjáls verslun - 01.04.1961, Page 6
Yerzlunarbankinn tekur til starfa Hér fer á eflir ræða, er Egill Guttorms- son flutti á l’undi með fréttamönnum 7. apríl 1901 í tilefni af opnun Verzlunar- banka íslands h.f. Síðan er birt ávarp Iljartar Jónssonar við sama tækifæri. Verzlunarbanki íslands h.f. er stofnaður fyrir forgöngu ábyrgðar- manna Verzlunarsparisjóðsins, samkvæmt heimild í lögum nr. 40 frá 10. júní 1960. Hlutafé bank- ans er 10,2 milljónir króna, en sam- kvæmt ákvörðun stofnfundar bankans hinn 4. febrúar sl. er bankaráði heimilt að bjóða út auk- ið hlutafé, að upphæð 2 milljónir króna á fyrsta starfsári bankans, og mun það útboð verða gert næstu daga. Hlutverk Verzlunarbankans verður að styðja verzlun lands- mánna og greiða fyrir fjármála- viðskiptum þeirra einstaklinga og fyrirtækja, er hafa innflutning og vörudreifingu innanlands að at- vinnu. Bankinn mun annast alla innlenda bankastarfsemi, svo sem innlánsviðskipti í sparisjóð og hlaupareikning, kaup og sölu víxla, tékka og ávísana og inn- heimtustörf. Enda þótt bankinn hafi eigi enn heimild til erlendra viðskipta, er það skoðun forráða- manna hans, að það sé eðlilegt og nauðsynlegt að verzlunarbanki hafi slíka starfsemi með höndum, og mun verða stefnt að því að afla slíkrar hcimildar. Um leið og Verzlunarbankinn Á efstu myndinni er siarfsfólk í innlóns- deildum Verzlunarbankans og sú næsta er einnig tekin í sama afgreiSBlusal ó 1. hæð. Neðsta myndin sýnir afgreiðslusal innheimtudeildar á 2. hæð 6 FR J Á LS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.