Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Qupperneq 3

Frjáls verslun - 01.07.1961, Qupperneq 3
Beiriasta leiðin til að leita svars við spurning- unni um þjóðhagslegt gildi iðnaðarins er að kanna samkeppnisaðstöðu hans gagnvart erlendunr vörum, sem til landsins eru fluttar. Sé hann fær um að standast slíka samkeppni án sérstakrar aðstoðar, þarf ekki frekari vitna við um þjóðhagslegt gildi hans. Njóti hann hins vegar verndar í einu eða öðru formi, fer málið að vandast, og crfitt eða jafn- vel ókleift getur reynzt að gefa ákveðið svar. Er þá um það eitt að ræða að kanna, hve mikill vernd- in er og reyna að færa líkur að því, hvernig við- komandi grein mundi farnast án hennar. Niður- staðan varð því sú, að athygli nefndarinnar beindist, frá upphafi mjög að því að kanna samkeppnisað- stöðu iðnaðarins og tollvernd lians. Kom hér einnig til að fríverzlunarmálið fyrra, þ. e. a. s. urnræð- urnar um allsherjarfríverzlunarsvæði Evrópu, stóðu sem hæst, þegar nefndin hóf aðalstarf sitt haustið 19;58. Þótti því cðlilegt, að hi'in beindi athugunum sínuni að því, liver áhrif fríverzlunin mundi geta haft á íslenzkan iðnað, og liver samkeppnisaðstaða hans væri gagnvart erlendum iðnaðarvörum. Eftir þennan inngang mun ég nú snúa mér að því að rekja nokkur meginatriði nefndarálitsins. Fjöldi iðnverkafólks Fyrsta viðfangsefni nefndarinnar var að kanna fjölda þess fólks, sem starfar að iðnaði. Síðustu manntalsskýrslur um það efni eru frá árinu 1950. Samkvæmt þeim hafði 21% þjóðarinnar þá fram- færi sitt af hvers konar iðnaði, eða 30.200 manns. Af þessum fjölda hafði 9390 eða 0,5% af heildar- fjölda þjóðarinnar framfæri af iðnaði úr sjávaraf- urðum og landbúnaðarafurðum, en athugun á þeim iðnaðargreinum taldi nefndin utan við verksvið sitt. Innan verksviðs síns taldi nefndin hins vegar allar iðnaðargreinar, sem vinna að meira eða minna leyti úr innfluttum hráefnum, en af þeim höfðu 20.810 manns eða 14,5% þjóðarinnar framfæri sitt árið 1950. Til þess að reyna að fá nýrri upplýsingar kann- aði nefndin tölur um fjölda vinnuvikna í iðnaði eftir skýrslum um tryggðar vinnuvikur bæði 1950 og 1957, en það voru nýjustu tölur, sem þá lágu fyrir. Samkvæmt því hafði verið um að ræða 10,7% fjölgun starfsfólks í þessum iðnaðargreinum á ár- unum 1950—1957, en miðað við óbreytta hlutfalls- tölu framfærðra og óstarfandi fólks og með tilliti til fjölgunar þjóðarinnar, benti þetta til þess að starfandi fólki í iðnaði hafi fækkað hlutfallslega miðað við aðrar atvinnugreinar á árunum 1950— 1957, eða úr 14,5% í 13,8%. Á sömu árum fjölgaði fólki gífurlega í þeim iðnaði, sem vann úr innlend- um afurðum, en það mun hafa stafað af aukningu frystiiðnaðarins fyrst og fremst. Fjölgaði vinnuvik- um í þessum greinum iðnaðar um 66,1% á árunum 1950 til 1957. Hin hlutfallslega fækkun fólks í iðnaðinum, sem þessar tölur benda til, virðist ekki renna stoðum undir þá skoðun, að iðnaðurinn hafi á þessum ár- um verið að bæta aðstöðu sína á kostnað annarra atvinnugreina. — Það skal tekið fram, að þegar ég nú og síðar tala um iðnaðinn, á ég aðeins við þann hluta hans, sem athuganir nefndarinnar náðu til, þ. e. allan iðnað annan en vinnslu sjávarafurða og landbúnaðarafurða. Það vill svo vel til, að þessi notkun hugtaksins er í samræmi við það, sem al- mennast mun vera. Til þess að fá frekari grundvöll til þess að rniða við athuganir varðandi vinnuaflsnotkun iðnaðarins, var horfið að því ráði, að gera sérstakt manntal í iðn- aðinum, er byggðist á launamiðum skattstofunnar, en þar á að vera tilgreindur bæði aldur og kyn alls starfsfólks. Náði þetta manntal eingöngu til Reykjavíkur, Ilafnarfjarðar og Akureyrar, en á þeim stöðurn eru um 80% iðnaðarfólks. Niðurstaða þessarar talningar var sú, að fjöldi starfsfólks í þessum hluta iðnaðarins væri árið 1957 10474, þar af 6941 karlmaður og 3533 konur. Einnig fengust tölur um aldursskiptinguna, sem ég mun ekki rekja. Samkeppnisaðstaða iðnaðarins Nú var það næsta verkefni nefndarinnar að kanna, hvort unnt væri að skipta iðnaðinum og þar af leiðandi starfsfólki hans eftir samkeppnisaðstöðu einstakra iðnaðargreina. í þessu skyni flokkaði nefndin iðnaðargreinar í tvo flokka. 1. Náttúrlega verndaðan iðnað og iðnað, sem er nægilega samkeppnishæfur til að þurfa ekki toll- vernd. 2. Iðnað, sem ekki nýtur náttúrlegrar verndar, en er verndaður af tollum eða höftum. Það er ástæða til þess að ræða þessa skiptingu nokkru nánar. Með náttúrlega vernduðum iðnaði er átt við þann iðnað, sem vegna staðsetningar sinnar hér á landi nýtur nægilegs liagræðis í samkeppni um við- skipti á íslenzkum markaði til þess að geta staðizt erlenda samkeppni án frekari verndar. Náttúrleg vernd getur legið í ýrnsu. í fyrsta lagi flutningskostnaði. Á sunium vörum er hann nægilega hár til að útiloka samkeppni er- lendis að. Til dæmis má taka framleiðslu gos- drykkja. Hliðstæðar ástæður gilda einnig um flestar viðgerðir. 2) Sumar vörur eru svo forgengilegar, t. d. nýtt brauð, að það útilokar samkeppni. 3) Oft er nálægð við markaðinn nauðsynleg af ýmsuin hagkvæmnisástæðum, t. d. varðandi prent- un. FHJÁLS VEHZLUN 3

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.