Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.07.1961, Qupperneq 10
Dr. Jakob Sigurðsson: Mér skildist, þegar fyrst var á það minnzt við mig að taka þátt í þessum um- ræðum, að ætlunin væri að fjalla um skipulag útflutn ingsverzlunarinnar yfirleitt, fremur en aðeins um sölu á frystum fiski, svo sem síðar mun hafa verið ákveðið og um er getið í fundarboði. Sannleikurinn er líka sá, að í sumum öðrum greinum útflutningsins hagar svo til, að ég hefði talið, að ekki væri síður ástæða til þess að um þau mál væri rætt. — Iíins vegar má auðvitað segja, að svipuð grundvallarsjónarmið gildi að vissu leyti, hver grein útflutningsins sem í hlut á, og það, sem teljast verði hagkvæmast að því er snertir eina vörutegund, hljóti að einhverju og oft að verulegu leyti að eiga við um aðrar. Það þarf tæplega að lýsa því hér, hvernig skipu- lag sölunnar á helztu útflutningsafurðum okkar er í höfuðdráttum. Eftir vörutegundum er þetta tals- vert breytilegt, allt frá algerri, lögverndaðri einka- sölu á saltsíld og vissum öðrum síldarafurðum; og einkasölu, sem þó er ekki að forminu til lög- vernduð sem stendur, svo sem er um saltfisk; og til algjörs frelsis, sem þó er háð útflutningsleyfum og ákvæðum um lágmarksverð, eins og gildir um fiski- mjöl, skreið og vmsar smærri vörutegundir. Sölu á frysta fiskinum annast, svo sem kunnugt er, tveir aðilar, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Samband ísl. samvinnufélaga. Lagalega njóta þessi samtök engra sérréttinda, en einhvern veginn hafa þau eigi að síður svo sterk ítök í hjörtum þeirra, sem með útflutningsmál fara af hálfu hins opinbera, að vægast sagt verður að telja mjög erfitt fyrir aðra að fá leyfi til þessa útflutnings. Það má auðvitað deila um það endalaust, hvert sé hið hentugasta skipulag útflutningsverzlunarinn- ar. Hver hlutur hefir til síns ágætis nokkuð, og hægt er að færa rök með og á móti flestum þeim skipulagsformum, sem til greina koma. Ég fyrir mitt l^yti vil strax slá því föstu, að ég tel ýmiss konar samtök framleiðenda og útflytjenda bæði eðlileg og sjálfsögð. — Þessi stétt manna hér á landi er talsvert sundurleitur hópur. Margir þeirra eru dreifðir út um strendur landsins og hafa ærn- um störfum að gegna við sjálfa framleiðsluna. Þess utan hafa þeir af öðrum ástæðum enga aðstöðu til þess að fylgjast með því, sem gerist í hinum ýmsu markaðslöndum né möguleika til þess að stunda erlend viðskipti. Samtök þeirra inubyrðis eru þeim, auk þessa, grundvöllur til vissrar valda- aðstöðu í þjóðfélaginu, gagnvart ríkisvaldinu og gagnvart öðrum stéttum, hagsmunasamtökuin o. s. frv. — Og ekki sízt veita slík samtök þeim aðstöðu til beitingar sameiginlcgs fjármagns á allt annan og víðtækari hátt en annars væri um að ræða. Ég held meira að segja að færa mætti sterk rök fyrir því, að algjör einkasala á liverri vörutegund væri, gagnvart viðskiptamönnum, langsterkast.a fyrirkomulagið, svo framarlega sem slík einkasala neytti aðstöðu sinnar að öllu leyti á ákjósanlegasta máta og án alls tillits annars en þess að vinna landi og lýð allt það gagn, sem hún framast mætti, — og ef henni væri jafnframt stjórnað af mönnum, sem örugglega væru öðrum færarimn að ná því háleita takmarki. — Það er nú hins vegar rótgróin cðlis- hvöt manna, eða kannskc ávani, byggður á nauð- syn og reynslu, að vantreysta óskeikulleika náung- ans, og meðal annars þess vegna munu a. m. k. hér vera fáir formælendur slíks fyrirkomulags. — Við höfum þetta einkasölufyrirkomulag, eins og ég sagði áðan, formlega í síldarútflutningnum, og gengur það jafnvel svo langt, að þegar einstaklingur hefir hafið framleiðslu á nýrri vörutegund, sem áður hef- ir ekki verið flutt út, og fundið fyrir hana álitlega markaði, þá er honum snögglega bannað að halda slíkum útflutningi áfram, og svo fyrir mælt, að annaðhvort feli hann sig föðurlegri forsjá hinna vísu stjórnenda einkasölunnar eða hætti öllum að- gerðum! — Og þetta gerist jafnvel nú, á tímuvn „frelsis“ og „viðreisnar“. í saltfiskinum er málum svo komið, og hefir verið að mestu leyti síðan Sölusamband ísl. fisk- framleiðenda var stofnað, að ég held upp úr 1930, að það hefir einkasölu á saltfiski, oftast að form- inu til algjöra og opinberlega staðfesta, en t. d. nú sem stendur ekki beinlínis staðfesta, en þó þannig tryggða í verki, að aðilar, sein óskað hafa eftir leyfi til að flytja út saltfisk, jafnvel á verulega hærra verði en fengizt hefir annars staðar þá stund- ina, hafa ekki fengið slíkt leyfi. Stofnanir þær, sem hafa með höndum útflutning á frystum fiski, hafa ekki lagaleg sérréttindi til þess- arar starfsemi, en í rauninni mun það þó oftast hafa verið svo, að öðrum hefir reynzt erfitt eða ógerlegt að fá lcyfi til þessa starfs, og tel ég þá ekki undan- tekningartilfelli, þar sem um hefir verið að ræða 10 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.