Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Page 16

Frjáls verslun - 01.07.1961, Page 16
sölustarfinu væri lokið, þcgar búið var að afskipa vörunni í framtíðinni mun það verða skilyrðis- laust nauðsynlegt að fylgja vörunni eftir alveg til smásalans eða neytandans. Til J)ess að það sé hægt, verður maður að hafa nægilega gott söluskipulag og nægan fjölda starfs- manna til þess að árangursríkt samstarf geti átt sér stað í dreifingarkerfinu, sem maður notar. Það fólk í dreifingarkerfinu, sem á að selja vör- urnar, verður að Jiekkja vel hinar dönsku vörur og ])á kosti, sem þær hafa fram vfir aðrar vörur.“ Ennfremur segir hinn þekkti, danski markaðs- fræðingur: „Fyrri reynsla hefur kennt okkur hversu auðvelt er að Ienda í árekstrum við framleiðendur hliðstæðrar vöru í þeim löndum sem við þurfum að selja, þegar við höfurn náð Jreim árangri að vera töluveiður þáttur í að annast útvegun á nauðsyn- legum matvörum. Við reyndum þetta í sambandi við Bandaríkin, ostalögin, tollahækkanir og J)ess háttar í Þýzkalandi, Ítalíu og Frakklandi. Þess vegna verðum við umfram allt að reyna að forðast slíka árekstra, með því að dreifa útflutningi okkar til svo margra markaða sem mögulegt er, en það mun að sjálfsögðu þýða aukhm kosfnað við sötustarfið. Það er auðvitað ekki hægt að ná þeim árangri í einni svipan. Það verður að vinna upp markaðina fyrir frosnar afurðir, sem eiga að koma í staðinn fyrir hráefnisafurðir, svo sem nú á sér víða stað. En ég tel, að J)að væri skynsamlegt að gera nauð- synlegar ráðstafanir hið fyrsta vegna þeirrar þró- unar, sem cnginn vafi er á að muni eiga sér stað.“ I umræddri grein, þar sem Rydeng ræðir um út- flutning á tilbúnum matvælum, leggur hann nijög mikla áherzlu á, að danskir framleiðendur taki þátt í sölu hinna dönsku matvæla til neytandans erlendis. Hér er vitnað i óvilhallan mann, erlendan, og má því ætla, að menn geti lagt trúnað á orð hans. Heilbrigð gagnrýni er ágæt eins og dr. Jakob Sigurðsson minntist á, en því miður cr sá galli á móVgiím ok.hr, aS VÍS látlllll OÍl lllllt 0Í{ skoðanir á ákveðnum mönnum trufla heilbrigða dómgi'eind okkar í sambandi við þýðingarmikil mál- efni. Hvað svo sem skoðunum og áliti á ein- stökum mönnum líður, ])á er það skylda okkar að kanna til hlítar hvort starfsemi eða fyrirkomulag á rétt á sér eða ekki. Það, sem máli skiptir, er að það sölufyrirkomulag, sú starfsemi, sem höfð er vegna útflutningsins, gefi okkur öllum sem mestan af- rakstur. Það er ekki nokkur vafi, að það var og er skylda íslenzkra frystihúsaeigenda að reyna að fara þá leið, sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur far- ið á undanförnum árum. Hvort hún tekst eða ekki, verður tíminn að skera úr. Það er of snemmt að dæma um endanlegan árangur þessar.ar stefnu, eftir að hún hefur aðeins verið sannreynd í nokkur ár. Það þarf áratugi til ])ess að hún santii fullkomlega ágæti sitt. 1 þessum efnum standa fslendingar á þrcpskildi nýs tíma, og er þess að vænta, að þeir skilji þróun þá, sem á sér stað á þeim mörkuðum, sem við helzt viljum skipta á. Mörkuðum, sem gefa þjóðinni mest í aðra hönd fyrir útflutningsafurðir hennar. Sigurður Helgason: Það er öllum kunnugt, að 90% af útflutningi okk- ar er fiskafurðir, en þar af er freðfiskurinn langstærsti liðurinn í útflutningnum. Það varðar því sérhvern þegn miklu, að allt sé gert til þess að fá sem hagkvæm- ast verð erlendis fyrir hann. Það sjónarmið hljóta fram- leiðendur freðfisksins einn- ig að hafa að leiðarljósi. Sölu á freðfiskinum ann- ast Sölumiðstöðin, saintök frystihúsaeigenda, en þeir selja 70—80% af aflanum, og S.Í.S., samtök frystihúsa í eigu kaupfélaga. Því er ekki að leyna, að mikillar óánægju hefur gætt meðal kaupsýslu- manna með fyrirkomulagið á sölu freðfisksins, svo og sölu annarra fisksölusamtaka, en á þessum fundi er eingöngu lil umræðu sala á freðfiskinum. Því ber vissulega að fagna, að þessi mál eru rædd opinberlega á milli þessara aðila, enda ber þeim að vinna saman, og leysa ágreiningsmálin í bróðerni. (Athafna- og) Kaupsyslumenn hafa margsinnis lýst því yfir, að eitt aðalmarkmið þeirra er að inn- fhitimgumn sé frjáls, Mcö pví tcjjum yjð, m) bezt reknu fyrirtækin njóti sín og að neytendum verði tryggð hagkvæmust kaup. Er þetta og reynsla allra frjálsra þjóða. Það hlýtur því að verka mjög annarlega og tortryggilega á okkur, að þegar kem- ur að sölu á mikilsverðustu vörum okkar, er því slegið föstu, að hagkvæmast sé, að framleiðendur myndi sjálfir með sér sölusamtök, er annist alla sölu á framleiðslu þeirra. Elías Þorsteinsson form. S. H. hefur í grein í tímaritinu Frost minnzt á tildrög þess, að ráð- 10 PRJÁLS v e h z l u n

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.