Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Page 18

Frjáls verslun - 01.07.1961, Page 18
1. Það er einn dag, vordag. Þarna synda þeir áfram, svartir, litlir skuggar í grænum sjó. Þeir eru að vísu af mismunandi stærð- um, en allir smávaxnir. Ótöluleg gengd þeirra mynztrar hafsbotninn skrautlega. Það væri fallegt málverk. — Höfnin er alveg svört af smáufsa. — Það eru strákar að dorga á öllum bryggjum, dingl- andi Jöppunum fram af bryggjubninunum eða liggj- andi á maganum, starandi niður á ufsatorfurnar í hafnar-sjónum. En enginn veiðir bröndu. „Hann er ekki við,“ segir einn. Annar segir: „Hann er ekki til viðtals.“ Þó er vissulega rétta veiðiveðrið í dag, logn, dumbungur, smáúði. „Það fer að falla að, og hann kemur með flóðinu,“ segir lítill, bláeygur bjartsýnissnáði. „Djöfuls dellan í þér,“ segir sá elzti í hópnum, sem er með stórar, skrámaðar hendur. „Hann tekur bara ekki, af því það er svo mikil áta í höfninni. Við verðum að húkka þá.“ „Hverju beitið þið?“ spyr ég. „Bara slori og síldardrullu,“ svarar sá stóri, og spýtir karlmannlega í sjóinn. „Ég er viss um, að liann myndi taka, ef við ætt- um augu,“ leggur litli kúturinn varfærnislega til málanna. „Beitið þið augum?“ spyr ég. „Já, augun eru albezta beitan, Bara að maður ætti augu,“ andvarpar litli bláskjárinn. „Það er andskotans sama, hverju maður beitir í dag,“ segir foringinn, vindur upp færið sitt og spýtir aftur í sjóinn. 2. Það er á öðrum vordegi. Þeir eru átta og allir Ijóshærðir, sumir hreinir glókollar, aðrir ljósskollit- við höfn og fjörn aðir. Flestir eru þeir í bláum nankinsbuxum, mcð ísaumaðan indíánahaus á rassvasanum, á gúmmí- sólaskóm, með rauðum eða bláum leggingum. Sumir hafa hnífkuta í skeiðum við hlið. Þeir segjast heita Flóki, Örn og Rúnar og ýmsum nýstárlegum nöfn- um. Enginn er þar Gvendur eða Nonni. Þeir veiða af bryggju og úr bát, — eru fiski- mannslegir, hafa rekið hníf með rauðu skefti í borðstokkinn. Færin þeirra eru sum græn, en önnur brún og þrædd á spýtukubba eða smáhespur. Ýmist eru þeir mcð blýsökkur eða bara skrúfurær. Þeir eru með alls konar beitu, liafa flakað kola, sem þeir beita, og svo gaf liann þeim lifur, kallinn í drag- nótabátnum. 3. Svo er það þriðji vordagurinn, og nú tekur hann. Aflinn liggur þarna, feitir sandkolar, fáeinar rauð- sprettur, líka ufsi og marhnútur. „Andskotans massadóninn, það er nóg af honum, og svo fékk ég líka krabba-djöful. — Ég spýti alltaf upp í massadónana, þá skammast þeir sín og koma ekki aftur,“ segir einn, sem borar í nefið með vinstri hendi. — Hann er sennilega örvhentur. „Má bölva fiskinum?“ verður mér að orði. „Já, massadónum og smátittunum," svarar einn kímilega. — „Annars gefum við tíkartittunum vcnjulega líf, en þennan rotaði ég, þcgar ég dró hann í þriðja sinn,“ bætir hann við og bendir á ufsasíli, sem liggur á bryggjunni með klessumarinn haus. Haun er harður af sér þessi, hugsa ég, enda með glóðarauga. Þeir hreyfa færið upp og niður og eru viðbragðs- snöggir, þegar tekur. Því fylgir líka stundum nokk- ur ys og handagangur. Fiskurinn kemur upp í sjó- lokin. „Sá tók nú í!“ 18 FR.TÁPS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.