Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Síða 23

Frjáls verslun - 01.07.1961, Síða 23
útvarps. í nefnd þessari skulu eiga sæti: Landssímastjóri, einn maður tilnefndur af stjórn „Félags viðvarpsnotenda“ og þriðji maður valinn af ríkisstjórninni. Alit og tillögur nefndarinnar leggist fyrir næsta þing“. Var tillagan samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. í nefndina voru skipaðir Gísli J. Ólafsson , lands- símastjóri, Páll Eggert Ólafsson og Lúðvík Guð- mundsson. Jón Eyþórsson tók síðar sæti Lúðvíks Guðniundssonar vegna fjarvistar hans. Nefndin skilaði áliti um útvarpsrekstur hér á landi, og á grundvelli tillagna hennar var samið frumvarp til laga um heimild til handa ríkisstjórn- inni til ríkisrekstrar útvarps á íslandi, sem lagt var fyrir Alþingi 1928. Frumvarp þetta var sam- þykkt sem lög frá Alþingi, nr. 31, 7. maí 1928, og eru þau fyrstu lög um útvarpsrekstur hér. í lögum þessum er sala viðtækja ekki nefnd, og nefndin hefur ekki tekið afstöðu til hennar að öðru leyti en því, að í áliti hennar segir: „Nefndin hefir hugleitt aðrar leiðir til að afla viðvarpinu tekna. Næst lægi þá að taka t. d. 10% aukatoll af viðtækjum og varahlutum til þeirra. Ef gert er ráð fyrir að 5000 tæki verði keypt á 5 árum og meðalverð þeirra 100 kr. í innkaupi, mundi þessi tekjuliður gcta orðið alls 50 þús. kr. á því tímabili. En þess ber að gæta, að aukatollur þessi mundi koma tvöfaldur fram í álagningu ;i tækin og auka verð þeirra svo að tafið gæti fyrir viðgangi viðvarpsins. Mundi þá tollurinn ekki ná tilgangi sínum og verða vafasöm tekjugrein. Auk þess þykir nefndinni árgjaldið, sem notendum er ætlað að grciða svo hátt, að ekki sé rétt að íþyngja þeim með auknu tækjaverði. Nefndin vill ]>ví heldur ráða frá, að þessi tekjustofn verði notaður“. Ríkisstjórnin fól síðan landssímastjóra að hefja rekstur útvarps, og skyldi stöðin rekin sem hliðar- grein landssímans. Var og ætlunin, að forstjórn og tæknileg umsjá yrði í höndum landssímans. En árið 1929 skipar Tryggvi Þórhallsson, þáverandi forsætisráðherra. Jónas Þorbergsson, forstöðumann hins íslenzka útvarps. Skyldi útvarpið nú vera sjálfstæð stofnun, og var Jónasi Þorbergssyni falið að semja nýtt frumvarp um útvarpið. Fór hann síðan utan í ársbyrjun 1930 til að kynna sér út- varpsrekstur í nágrannalöndunum og undirbúa stofnun litvarpsins. í marz 1930 var svo lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um viðauka og breyting á lögum nr. 31, 7. maí 1928 um heimild handa ríkisstjórninni til ríkisrekstrar á útvarpi. Flutningsmenn frumvarpsins voru Bjarni As- geirsson og Lárus Helgason. Frumvarp þetta kom fram á Aljnngi skömmu áður en því skyldi lokið þetta vor, og virðist rnikið hafa legið við að hraða afgreiðslu málsins fyrir Jnngslit, en megintilgangur frumvarpsins var sá, að ríkisstjórnin fcngi heimild til einkasölu á útvarps- tækjum. í greinargerð með frumvarpinu, sem flutt var samkvæmt beiðni atvinnumálaráðherra, Tryggva Þórhallssonar, segir: „Um einkasölu á útvarpstækj- um er það að segja, að hún er í fyrsta lagi nauð- synleg og hagkvæm leið til Jress að tryggja not- endum góð útvarpstæki, en í öðru lagi getur hún orðið stöðinni allmikil tekjulind“. í umræðum um málið á Alþingi kom Jrað fram í ræðu Jóns Þorlákssonar, að stjórnin hefði í huga að stofna enn eitt einokunarhreiðrið til Jress að koma fyrir gæðingum sínum. Svo sem að framan segir, kom frain í álitsgerð þáverandi landssímastjóra, að viðtæki voru seld hér á lægra verði en í Danmörku. Tilgangurinn mcð stofnun Viðtækjaverzlunar ríkisins mun og ekki hafa verið sá að lækka verð á viðtækjum hér, enda er þá vafasamt, að rekstur hennar hefði orðið nokkur tekjulind fyrir útvarpið. Samanburður á verði viðtækja hér og erlendis hefur ekki verið gerður síðan, svo vitað sé. En á undanförnum árum hafa viðtæki vafalaust verið tiltölulega mun dýrari hér en erlendis, enda hafa þau verið í flokki hátollavara síðan bátagjaldeyris- kcrfið var tekið upp á sínuin tíma. Þar við bætist, að Viðtækjaverzlunin hefur ekki verið háð verðlagsákvæðum eins og þan hafa verið á hverjum tíma og fer því sínar eigin leiðir, að því er verðlagningu viðtækja og varahluta snertir, enda mun álagning hennar á viðtæki og varahluti vera mun hærri en sú álagning, sem öðrum innflytj- endum er heimiluð á hliðstæðar vörur samkvæmt gildandi verðlagsákvæðum. A sínum tíma var því haldið fram sem rökuni fyrir því að taka skyldi upp einkasölu á viðtækjmn, að hún mundi líklegri til að tryggja útvarpsnot- endum betri tæki en verða mundi, ef innflvtjendur önnuðust innflutning og drcifingu viðtækja í sam- keppni hver við annan. Reynslan hefur sýnt, að Viðtækjaverzlunin liefur aðallega flutt til landsins viðtæki frá Jreim fram- leiðendum, sem J)egar hiifðu haslað sér völl hér, er Viðtækjaverzlunin var stofnuð, svo sem Philips og Telefunkcn, sem þá J)cgar höfðu hér umboðs- menn. Viðtækjaverzlunin hefur siðan farið með umboð fyrir J)essar verksmiðjur. En hitt vita þeir, sem til þekkja, að Viðtækjaverzlunin hefur ekki alltaf farið þann gullna meðalveg að flytja aðeins til landsins fáar og viðurkcnndar tegundir viðtækja. FH.TÁLS VERZI.UN 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.