Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Síða 25

Frjáls verslun - 01.07.1961, Síða 25
áu tillits til liagsmuna útvarpsnotenda í landinu og allt skipulag hennar verið mjög laust í reipum. Hún hefur alls ekki t.ryggt útvarpsnotendum betri eða ódýrari viðtæki en einkafyrirtæki hefðu gert miðað við þá reynslu, sem fengin var, þegar hún tók til starfa og hirti umboð þeirra fyrirtækja, sem þá störfuðu hér að innflutningi og dreifingu viðtækja við mjög erfið skilyrði. Viðtækjaverzlunin hefur oftast vanrækt að sjá svo urn, að öflun varahluta væri í því horfi, scm nauðsynlegt hefði verið, og varahlutainnkaup hafa jafnan verið mjög af handahófi og ófullnægjandi. Viðtækjaverzlunin hefur jafnan mjög misniunað viðskiptamönnum sínum, og kom það oft áþreifan- lega í Ijós á stríðsárunum, þegar skortur var á við- tækjum. Viðtækjaverzlunin er nú laus úr öllum tengslum við Ríkisútvarpið, síðan hagnaður af henni var tek- inn af því árið 1950. Viðtækjavinnustofa útvarpsins hefur nú verið lögð niður, sökurn margra ára taprekstrar, sem Ríkisútvarpið hefur borið. Þjónustuldutverki því, sem Viðtækjavinnustofu útvarpsins var ætlað að inna af höndum í samvinnu við Viðtækjaverzlun- ina, er þannig lokið. En viðtækjaverzlun er vart mögulegt að reka án einhverrar þjónustu í viðgerð- um, eftirliti og uppsetningu tækja. Vinnustofum útvarpsvirkja er ætlað að taka við hlutverki Viðtækjavinnustofu útvarpsins. Enda þótt fæstar þeirra annist sölu viðtækja scm um- boðsmenn Viðtækjaverzlunarinnar, mumi þær flest- ar reknar án rekstrarhalla, þrátt fyrir ströng verð- lagsákvæði og tíðan s.kort á nauðsynlegum vara- hlutum til viðgerða á viðtækjum. Einkaframtakið hefur þannig sannað yfirburði sína yfir opinberan rekstur á þessu sviði. En hefur nú ekki einnig Viðtækjaverzlun ríkisins lokið hlutverki sínu í þjónustu útvarpsnotenda í landinu? Viðtækjaverzlunin hefur skilað nokkrum hagnaði árlega, og er það að sjálfsögðu eðlilegt, þar sem álagning hennar hefur verið mun hærri en sú álagning, sem verðlagsyfirvöldin mundu hafa heim- ilað einkafyrirtækjum á sama tíma, enda ætlunin að fram komi einhver ágóði, þar sem um cr að ræða einkasölu, sem stofnað var til í hagnaðarskyni. Hagnaður af rekstri Viðtækjaverzlunarinnar hefur runnið til Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar- innar síðan árið 1950, en fram til þess tíma hafði hann runnið til Ríkisútvarpsins. Það er augljóst mál, að ef æskilegt eða réttlátt þykir að innheimta sérstakan skatt af útvarpsriot- endum til handa Þjóðleikhúsinu eða Sinfóníuhljóm- sveitinni, þá er slík innheimta framkvæmanleg með mun hagkvæmari og ódýrari hætti fvrir ríkissjóð en FIIJÁLS VERZLUN nú er gert. Viðtækjaverzlun ríkisins er algerlega óþarfur milliliður í sambandi við slíka innheimtu, en hins vegar mætti spara ríkissjóði þó nokkur útgjöld með því að leggja hana niður. Það væri mun heppilegra fyrir ríkissjóð að fela tollstjóra innheimtu sérstaks gjalds af viðtækjum og lilutum til þeirra, ásamt aðflutningsgjöldum, og væri það sennilega framkvæmanlegt án nokkurs aukakostn- aðar. Þyrfti slíkt viðtækjagjald sennilega ekki að vera nema um 12% af c. i. f. verðmæti viðtækja og hluta til þeirra, sem flutt væru til landsins, ef miðað er við núverandi gengi og innflutning við- tækja og hluta til þeirra síðustu þrjú árin, til þess að tryggja ríkissjóði svipaðar tekjur til handa Þjóð- leikhúsinu og Sinfóniuhljómsveitinni og til þessara stofnana hafa runnið á undanförnum árum frá Við- tækjaverzluninni. Einnig má búast við því, að inn- flutningur viðtækja muni eitthvað aukast frá því, sem verið hefur, og að tekjur af slíku viðtækja- gjaldi mundu vaxa að sama skapi með blómlegri viðskiptum í þessari grein undir frjálsri samkeppni. En það er að sjálfsögðu komið undir gjaldeyris- öflun landsmanna og öðrum aðstæðum á markað- inum á hverjum tíma. Það er svo önnur saga, hvort nokkur sanngirni er í því, að útvarpsnotendur skuli sérstaklega styrkja rckstur Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljóm- sveitarinnar hér með slíkum óbeinum skatti. Flest mælir gcgn því, enda þótt menn sætti sig ef til vill við það, þar sem í hlut eiga merk menningartæki. Þá er það ekki heldur sanngjarnt, að innflytj- endur séu látnir bera þetta viðtækjagjald af þeirri hígu álagningu, sem þeim er skömmtuð af verð- lagsyfirvöldunum, eins og þó hefur verið í fram- kvæmdinni á undanförnum árum, að því er snertir innflutning annarra aðila en Viðtækjaverzlunarinn- ar á þessum vörum, en frarn til þessa hefur hún 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.