Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 33
staðar verið rutt ofan af og al- staðar tekið upp fjarska-mikið grjót, sem svo hefir verið notað í garða kringum blettina, en þess- ir garðar bera þá ofurliði, svo það dregur úr þeirri prýði, sem ann- ars væri að þessum ræktuðu ekr- um. Enginn hefir víst ræktað eins mikið og síra Þórhallur, enda hef- ir hann heilmikið bú, og mundi hann vera kallaður „mjólkurmað- ur“ hér í Ameríku, því hann sel- ur mjólk í bæinn. Svo mikill kostnaður hlýtur að standa í sam- bandi við þessa túnrækt, að lengi er hún sjálfsagt að vinna hann upp. En ánægjulegt væri það, ef hægt væri að græða upp mikið af íslenzku urðinni og breyta henni í tún. Iíefir þessi túnrækt færst út frá Reykjavík til annarra bæja víðs vegar um landið, og má það heita stórmikil framför, og betur, að vér ættum mikið af þeirri ætt- jarðarást, sem þannig kemur í ljós. Nýja bankann var verið að reisa og er hann skrautlegasta hús- ið á landinu og mjög myndarlegt í alla staði. Hefir Tryggvi Gunn- arsson, bankastjóri, víst ráðið mestu um hann, enda er honum annara en flestum öðrum um, að öll mannvirki í almennings þarfir séu með nokkrum myndarbrag. Því nær öll hús í Reykjavík eru uppnefnd og kemur þar fram sú dæmalausa tilhneiging til að upp- nefna alla skapaða hluti, sem ein- kennir íslendinga. Bankann nýja var þá búið að uppnefna og kalla „tómthúsið“, af því lítið þótti um peninga og tregara um lánin en að undanförnu. Bankastjórinn hafði þá svo sem að sjálfsögðu verið skírður „tómthúsmaðurinn“ um leið. íshúsið í Reykjavík er eitt af hinum mörgu framfarafyrirtækj- um Tryggva Gunnarssonar og hef- ir það heppnast prýðilega. Það voru menn úr hópi Vestur-íslend- inga, sem gáfu honum hugmynd- ina og smíðuðu húsið; fluttust tveir þeirra heim aftur í því skyni og stýrir annar þeirra íshúsinu í Reykjavík og hefir alla umsjón yfir því. Nú eru komin íshús út um alt, hringinn í kring um land- ið, og þykja hin mesta nytsemd- arstofnun, til mikilla framfara fyr- ir sjávarútveginn. Frá íslandi er sagt, að Wathne heitinn hafi flutt þessa amerísku íshúsgerð til Nor- egs, þar sem hún var áður ökl- ungis óþekt, og að þaðan sé hún komin til Danmerkur. Það er ánægjulegt, að geta einu sinni bcnt á það, að íslendingar verða til þess að flytja slík fyrirtæki land úr landi. Fáir núlifandi menn hafa annars starfað jafn-ótrauð- lega að framförum íslands og Tryggvi Gunnarsson. Það eru eftir hann Grettistök hingað og þangað um landið og Reykjavík ber sann- arlega margar og merkilegar menj- ar hans. Garðurinn á bak við al- þingishúsið sýnir bæði áhuga og smekkvísi. Það er fallega gjört af íslenzkum bónda. að komast það, sem hann hefir komist. En nú er hann tekinn að eldast, og liver tekur þá við með jafn-einlægan vilja og annarri eins ósérplægni? Ein af framförunum, sem maður verður var við í Reykjavík, er garðræktin. Það var fyrverandi landlæknir Schierbeck, sem kendi mönnum hana. Berjarunnar þríf- ast þar ágætlega og ýmsar trjá- tegundir, sem reynt hefir verið með. Garðurinn bæjarfógetans er orðinn Ijómandi fallegur, og þarf enginn sá, sem þar kemur inn, að örvænta um, að ýmislegt megi vaxa í íslenzkum jarðvegi, ef al- úð er við það lögð. Enda var nii þessi garður upphaflega hinu gamli kirkjugarður bæjarins, svo engan þarf að furða, þótt jarðvegurinn sé þar óvanalega frjór. Auk húsakynna þeirra, sem þeg- ar hafa nefnd verið, mætti benda á barnaskólahúsið, sem nýlega hefir verið reist og er bænum til mikils sóma. Þar ganga eitthvað 300 börn í skóla, en kennarar sagð- ir 19. Aðalkennarinn, Morten Hansen, kandídat frá prestaskól- anum, er talinn ágætur kennari: annars eru kennararnir, bæði karl- ar og konur, flest aðeins tíma- kennarar. Mjög sjá menn nú eftir því, að ekki var settur kjallara- ofn í Iiúsið til að hita það alt upp, sem bæði hefði orðið eldiviðar- sparnaður og þægilegri hiti. — Þar næst má telja iðnaðarmannahús- ið, þar sem bæjarbúar halda nú flestar almennar samkomur; meðal annars er það notað fyrir leikhús á vetrum, — til fundarhalda og til fjölmennra samkvæma árið um kring. Þar er líka matreiðsluskól- inn, svo nærri má geta, að þar fái maður vel að borða, þegar svo stendur á. Mörg hús einstakra manna í bænum eru stór og reisuleg, enda hafa þau kostað stórfé. Ekki er hægt að segja, að lögun þeirra að utan sé smekkleg; þar vantar alt, sem kallað er „stíll“. Sést það, að ísland á enn engan húsameist- ara og er bráð nauðsyn á, að ráð- ist bót á J)ví. Helzt ætti hann að koma héðan frá Ameríku, því hvergi eru prívathús gerð með meiri smekkvísi og betra fyrir- komulagi en hér. Sprettur það af því, að hér kemur hver maður, sem nokkuð getur, upp húsi fyrir sjálfan sig. Fyrir það hcfir til- breytnin og smekkvísin þroskast svo mikið í húsgerðarlistinni. Að ytri lögun leizt mér bezt á tvö ný hús, sem þeir höfðu látið reisa, Jón Jensson, yfirdómari, og Jón Magnússon, landritari, enda voru þau eftir Norðmenn. Smiðunum áo FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.