Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Side 34

Frjáls verslun - 01.07.1961, Side 34
íslenzku er undur-ábótavant. Það er eg viss um, að ekki hefðu am- erískir smiðir getað stilt sig um að brosa, ef þeir hefðu séð reist hús í Reykjavík. Bæði tekur það óra- langan tíma, — er þó mannsöfn- uður vanalega mikill, — og virð- ist ganga fremur óhönduglega. Verða húsin fyrir það miklu dýr- ari en vera skyldi og fyrirkomu- lagið óhentugra. Enda kosta hús á íslandi fram úr öllu hófi. Jafnvel í vönduðum Iiúsum eru stigarnir oft svo slæmir, að furðu gegnir. Sést bezt á því, hve skamt. ,smið- irnir eru komnir í list sinni. — Híbýlaskipun í helztu húsunum má annars heita góð. Herbergin eru stór og rúmgóð, húsbúnaður góður og prýðilega fer um mann, að öllu leyti eins vel og hvar sem helzt annarstaðar í heiminum. Iikki er þar eins tíðkað, að liafa dúka á gólfum og hér. Enginn sanngjarn maður getur annað sagt, en að inni í húsunum sé hinn mesti menningarbragur á öllu. Það er eins og maður sé kom- inn til Kaupmannahafnar, þegar inn fyrir dyrnar kemur, og er ekki með því lítið sagt, því Danir kunna manna bezt að láta fara vel um sig. Samt mundu hitun- aráhöldin þykja nokkuð úrelt og fornleg hér í Ameríku; við erum komnir svo skamt í því, að kunna að fara með eldinn. Enginn vatns- lyftingaráhöld á lleykjavík enn þá, svo ekki er unt. að veita vatni þar inn í nokkurt hús, hvorki til daglegra afnota, né heldur til að lauga sig; en það cr, eins og kunn- ugt er, eitt af hinum stærstu og mikilsverðustu þægindum lífsins. Kunnáttuna vantar, en ekki vilj- ann. Flestum er ant um að hafa alt sem myndarlegast hjá sér og lagfæra það, sem þarf. En iðn- aðarmennina vantar. Það eru eng- ir ,,tinsmiths“ til að setja upp ofnana og koma þeim hentuglega fyrir, engir „plumbers“ til að búa út vatnsrennur o. s. frv. Það er tækifæri fyrir íslenzka iðnaðar- menn hér í Ameríku, að fara lieim og kenna mönnum þetta; á þann hátt mundu þeir vinna fóstur- jörð sinni þarft verk ekki síður en íshúsasmiðirnir. Eitt er það, sem gjörir Reykja- vík ólíka öðrum jafn-fólksmörgum bæjum í öðrum löndum, og það er, að maður verður þar lengi vel ekki var við nokkra sölubúð. Ekki svo að skilja, að ekki sé nóg til af þeim; það er einmitt mesti urm- ull. En að vita, hvar þær eru nið- ur komnar, það er vandinn meiri. Það er enginn hluti bæjarins, þar sem sölubúðir standi lilið við ldið og sú hliðin, sem að göt.unni snýr, úr gleri, þar sem ölln, er nöfnum tjáir að nefna, er tildrað upp með svo miklum hagleik, að það er til að líta eins og einhver töfrahöll, og svo viturlega, að það, sem mann vanhagar um í hvert skifti, verður óðara fyrir auganu. Slíkar sölu- búðir eru stórbæjanna mesta prýði, — og ekki einungis stór- bæjanna, heldur og smábæjanna, sem færri hafa hundruð íbúa en Reykjavík þúsund. En sölubúð- irnar þar eru hingað og þangað, svo óhrcinar, að mann langar út aftur, þegar inn er komið; í stað Jiess, að þar sé bjart, er þar skugg- sýnt. Ekki sér maður eiginlega neitt, þó inn sé komið, heldur verður að grafast eftir þvi mcð mikilli fyrirhöfn. Eg er viss um, að það sé rétt athugað, að það, sem setur mestan kotungssvipinn á Reykjavík, eru sölubúðirnar. Þær eru að tiltölu ómyndarlegast- ar af öllu í höfuðstaðnum, líkar því, sem þær voru á fyrri öldum, en alls ólíkar því, sem þær gjör- ast nú með siðuðum þjóðum. Mér féll þetta illa, ekki sjálfs mín vegna, heldur mest vegna útlend- inganna, sem voru að skoða sig um og dæmt hafa framtakssemi og dugnað landsmanna mjög mik- ið eftir þessu. Hið sama er að segja um bóksölubúðirnar. Vér íslendingar erum bókmentaþjóð. 1 því liggur mesta frægð vor fólg- in. En ekki lítur út fyrir, að vér séum mikið fyrir það gefnir, að hampa því framan í menn. Vér liggjum þar á auðlegð vorri eins og ormar á gnlli og er það mjög ólíkt því, sem annarstaðar gerist í heiminum. Bóksölubúðirnar eru vanalega ákaflega ginnandi og glæsilegar. Þar standa höfundarnir, klæddir pelli og purpura, hver við hliðina á öðrum. Maður á vissu- lega von á einhverju þess konar í Reykjavík, — að sjá íslendinga- sögurnar og ljóðabækur helztu skálda vorra í skrautbandi í gluggum bóksalanna að minsta kosti. En það er öðru nær. Maður sér þar helzt enga bók í neinum glugga. Eg held eg hafi séð einar tvær íslenzkar bækur, sína hjá hvorum bóksala, tildrað fram í almenning á þennan hátt. En mig langaði til að sjá þar helzt alla vora auðlegð, þannig til fara, að hún hlyti að ganga í augun á hverjum útlending, svo hann hlyti að hugsa með sjálfum sér: Hér eru þó vissulega engir skrælingjar. Eg þarf ekki að taka það fram, að fólkið kemur alment mjög myndarlega fyrir sjónir á götun- um í Reykjavík. Þar má sjá hvern manninn öðrum gervilegri og marga fríða konu. Sanit veitir maður því fljótt eftirtekt, að það er eitthvað öðruvísi svipur yfir þessu fólki, sem gengur þarna fram og aftur um göturnar, en fólki í öðrum bæjum. Eg fór að spyrja sjálfan mig, hvað til þess kæmi. Karlmennirnir eru eins búnir og karlmenn annarstaðar; .‘54 FR.TÁI.S VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.