Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 4

Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 4
*4 FRJÁLS VERZLUN VIÐSKIPTAHEIMURINN BANDARÍKIN Dollarinn er úr hættu. Johnson forseti er talinn ætla að gera miklar breytingar á ríkisstjórninni fyrir forsetakosningarnar. Á förum er sagð- ur Goldberg aðalfulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, auk fjármála- og landbúnaðarráðherrans. Næsta skref stjórnmálamannsins Johnsons kann að vera, að gera upp taflið í Vietnam. Líkur benda til að fáir blökkumenn verði í sveit U.S.A. á næstu Olympíuleikum. Ástæðan: Blökkumannaleiðtogar heimta að svertingj- ar sniðgangi leikana vegna kynþáttabaráttunnar. BRETLAND Miklar sparnaðarráðstafanir eru fyrirhugaðar eftir gengisfallið. Bretar fengu 1.4 milljón dollara lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og nú á að skera niður herkostnað og gefa „Concorde-áætlunina“ upp á bátinn. Roy Jenkins, nú fjármálaráðherra, stjómar þessum aðgerðum og er sagður erfðaprins Wilsons. FRAKKLAND Stjórmnálaleiðtogar í hinum EBE-ríkjunum hafa fengið nóg og gagnrýna de Gaulle opinberlega fyrir þrjózku og óbilgirni við Breta. Eining EBE er í hættu. Væntanlegar eru á prenti í París „Hugsanir de Gaulle“. JAPAN Landið er í sívaxandi mæli að verða forysturíki í stjórnmálum Asíu. Stefna afskiftaleysis í alþjóðamálum er á undanhaldi. Sato for- sætisráðherra heimsótti Bandaríkin, og Chiang, sonur Chiang Kai-shek á Formósu heimsótti Japan nýverið. Vaxandi ábyrgð japanska iðnaðar- risans gæti haft geysimikla þýðingu í Austurlöndum. KÍNA Kínverjar hafa komið fyrir útbúnaði til að skjóta langdrægiun eld- flaugum í tveimur kafbáta sinna. Eldflaugarnar sjálfar eru þó ekki til- búnar, en eru taldar af sömu gerð og notuð var við síðustu kjarnorku- tilraun þeirra. Ringulreið ríkir enn í landinu og herinn talinn eina aflið, sem held- ur ríkinu saman. KÝPUR Tyrkir fóru með nokkurn sigur af hólmi í síðustu átökum. Grísku hermennirnir voru kallaðir heim frá eyjunni. Tyrkjum verða greiddar skaðabætur fyrir 20 þorpsbúa, sem Grikkir myrtu. Grivas hershöfðingi var kallaður heim til Aþenu. Makaríos erkibiskup kemur enn í veg fyrir, að nokkur lausn fáist á vandamálum eyjarinnar. SOVÉTRlKIN Rússar hasta nú á öfgafyllstu bandamenn sína í Arabalöndum og reyna að vinna að lausn deilumálanna við ísrael. Enduropnun Súez- skurðar er þeim mikið áhugamál vegna birgðaflutninganna til Norður- Vietnam.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.