Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Page 9

Frjáls verslun - 01.12.1967, Page 9
FRJALS VERZLUN 9 Fremst á þessari Ioftmynd er hin mikla bygging hraðfrystihúss Júpiters h.f. og Marz h.f. á Kirkjusandi. árabátum eingöngu frá Stöðvar- firði, Bakkafirði og Seyðisfirði. Á Bakkafirði má kalla að útgerðar- ferill hans hefjist, því að hann átti þar í félagsútgerð, þá ssytján ára. í vetrarvertíðarbyrjun árið 1916 fer Tryggvi á togarann Braga og er á honum þar til hann er seid- ur haustið 1917. Þá fer hann 1 Stýrimannaskólann og lýkur það- an prófi árið 1919 með hæstu eink- unn sem gefin var við skólann það ár. Þetta er þeim mun meira afrek þegar.haft er í huga að Tryggvi kom í skólann með mun minni undirbúningsmenntun en sumir skólafélagar hans. Á skólaárunum var hann á togaranum Snorra goða. Árin 1919—1920 er hann á togurunum Vínlandi og Ara. Um þetta leyti eða árið 1920 kvæntist hann Herdísi Ásgeirsdóttur Þor- steinssonar frá Kjörvogi á Strönd- um. Hann var skipstjóri í Reykja- vík og fyrsti formaður „Öldunn- ar“. Þau búa nú á glæsilegu heim- ili á Hávallagötu 9 í Reykjavík. Frú Herdís er virkur þátttakandi í ýmsum félagsmálum og hefur m. a. haft forystu um setningu lög- gjafar varðandi orlof húsmæðra og skipulagt velheppnaðar orlofs- dvalir húsmæðra í Reykjavík a góðum hvíldarstöðum, svo sem Laugarvatni. Árið eftir að Tryggvi kvæntist varð hann fyrst skip- stjóri. Hann tók þá togarann J. M. Reed frá Aberdeen, sem var í eigu Englendinga, en gerður út frá Hafnarfirði. Eftir þetta var hann bátsmaður á Geir, síðan stýrimað- ur á Walpole en skipstjóri á síld á sumrum, eitt sumar á mótor- báti en annað sumar á litlum tog- ara, Helga magra, sem Ásgeir Pet- ursson átti. Árið 1924 sigldi Tryggvi togar- anum Surprise upp til íslanas. Þessi togari var í eigu Einars Þor- gilssonar. Tryggvi fór tvær veiði- ferðir með togarann, en þá var hann ráðinn skipstjóri á Imperial- ist, nýjan togara, sem Hellyers- bræður áttu, og var þá í smíðum, þá stærsta togveiðiskip Englend- inga. Má af þessu marka í hvaða áliti Tryggvi var þá sem skip- stjórnarmaður og aflamaður. Hann hóf veiðar á Imperialist ver- tíðina 1925 en stundaði lúðuveið- ar við Grænland sumartímann 1926 og ’27 á Imperialist. Það var meira en tveimur áratugum áður en nokkur ísl. togari kom þangað. Tryggvi var með Imperialist þar til hann tók við skipstjórn á Júpíter í árslok 1929. Skipið var eign samnefnds hlutafélags. Það hafði verið stofnað um sumarið og átti Tryggvi þriðjung hlutafjár, eða rúmlega það, 112 þúsund krónur, en það var enginn smápen- ingur árið 1929. Mann hefur víða sagt hversu mikilsvirði honum

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.