Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 31
FRJAL5 VERZLUN 19 ÚR ÞINGSÖLUM GENGISFELLINGIN Fall sterlingsundsins breytti stefnu íslenzkra efnahagsmála. Hliðarráðstafanir til að tryggja gengi krónunar eru nauðsynlegar. UM nokkurn tíma hafa efna- hagsmál Bretlands verið að þró- ast í þá átt, að gengi sterlings- pundsins hefur riðað til falls. Eigi að síður kom það mönnum á óvart er tilkynnt var ákvörðun ríkis- stjórnar Wilsons, að gengi punds- ins yrði fellt um 14,3%. Með þess- ari ákvörðun tók úrlausn íslenzkra efnahagsmála aðra stefnu en ráð var fyrir gert í þingbyrjun, og gerði hið mjög svo umrædda efna- 'hagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar úrelt að verulegu leyti. Augljóst var, að ekki yrði með neinu hugsanlegu móti hægt að komast hjá því að fella gengi ís- lenzku krónunnar. Hefði það ekki verið gert, er ekki ólíklegt, að út- flutningsatvinnuvegirnir hefðu komizt í þrot. Ekki aðeins vegna þess að um þriðjungur útflutnings- framleiðslu okkar fer til landa sem felldu gjaldmiðil sinn, heldur enn fremur af því að mjög' marg- ar þjóðir ákvarða viðskipti sín í sterlingspundum. Við slíkar að- stæður og með þessu sköpuðust, munu flestir þeir er skoða efna- hagsmálin af yfirsýn, hafa verið sammála um að rétt væri að skrá hið nýja gengi krónunnar í eðlileg- um tengslum við heildaraðstæð- ur í íslenzkum þjóðarbúskap. í þingbyrjun hafði það reyndar verið yfirlýst stefna ríkisstjórnar- innar að komast hjá gengisfell- ingu í lengstu lög. Vitanlega fylgja alltaf mörg vandamál í kjölfar gengisfellingar. Hún veldur mik- illi tilfærslu fjármagns og breytt- um högum, bæði einstaklinga og þjóðarheildar. 24,6%. Samkvæmt lögum er það Seðla- banki íslands sem fer með gengis- skráninguna og strax eftir að ljóst var að fella yrði gengið, hófust þar miklir útreikningar. Mikið lá við að sú vinna yrði framkvæmd á sem stytztum tíma, þar sem allt eðlilegt viðskiptalíf í landinu var nánast lamað á meðan. Það tók um það bil eina viku að ákvarða hversu mikil gengisfellingin skyldi vera, og var úrskurðurinn 24,6%. Er með þeirri ráðstöfun að fella gengið svo mikið, stefnt að því að hægt verði að reka útflutn- Vantrauststillagan Þegar þingmenn komu til fund- ar að ræða um ráðstafanir vegua gengisfellingar var útbýtt til þeirra tillögu til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjórnina. Flutningsmenn voru forystumenn stjórnarandstöðunnar. Ekki munu þeir þó hafa gert sér vonir um það að tillagan yrði samþykkt, heldur var ástæðan sú, að þeir vildu fá útvarpsumræðu um mál- ið, og töldu að með henni gætu þeir styrkt aðstöðu sína og kynt undir hugsanlegri óánægju al- mennings. Útvarpsumræðan. Það er sennilega að verða fleir- um og fleirum ljóst, að núverandi form á útvarpsumræðum frá AI- þingi er búið að ganga sér til húð- ar, og er ekki líklegt til að glæða áhuga fólks og skilning á stjórn- málum, né vekja traust á þeim mönnum sem á þingi sitja. Nauð- synlegt er, fyrr en síðar, að taka upp annað form á þessum um- ræðum og stytta þær til muna. Eru nú þingsköpin í endurskoðun og vonandi er alþingismönnum ljós þessi staðreynd. Út yfir tekur samt þegar dag- blöðin taka sig svo til að birta orð- réttar ræður þeirra stjórnmála- manna er þau fylgja að málum. Ekki væri ófróðlegt fyrir þau að kanna hve stór hluti lesenda þeirra les þessar ræður. Sjónvarpið lét heldur ekki sitt eftir liggja og tók upp þátt, þar sem fjármálaráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins ræddu um gengisbreyt- inguna. Var sá þáttur nánast berg- mál af því sem áður hafði verið þrautrætt í útvarpi. Útvarpsumræðan fór annars ekki eins og til var stofnað. Stjórn- arandstæðingar virkuðu ekki Gylfi Þ. Gíslason — hann „briller- aði“ í umræðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.