Frjáls verslun - 01.12.1967, Qupperneq 60
36
FRJALS VERZLUN
sælust og jólatréð er aftur komið
inn á stofugólf.
Áður fyrr voru íslenzku furu-
greinarnar einvaldar á markaðin-
um, en nú þykja þær vart nothæf-
ar lengur eftir að þingreinarnar
komu til sögunnar og notkun
þeirra minnkar stöðugt.
Verðið.
Smásöluverð 1,25 m) var: jólatrjáa (1
árið 1955 35 krónur
árið 1960 105 —
árið 1962 90 —
árið 1964 105 —
árið 1966 125 —
í fyrra kostaði sm. um eina
krónu í lægri trjánum, en um 1,20
kr. í hærri trjánum. Verðið í ár
hækkar um 25% miðað við verð-
ið í fyrra.
Jólagreinarnar eru seldar í kg.
og í fyrra kostaði fallegt greina-
búnt (um 500 g.) 25 til 35 krón-
ur.
Meðferð jólatrjáa.
Til að fá rétta ánægju af jóia-
tré sínu og þá um leið sem mest
fyrir peningana, er rétt meðferð
mikils virði. Nauðsynlegt er að
gegnbleyta tréð í vatni tveim til
þrem dögum fyrir jól, til að tréð
hafi tekið í sig sem mestan raka
áður en það er sett upp. Þar sem
um miðstöðvarkyndingu er að
ræða er heppilegast að láta tréð
standa í vatni og er hægt að fá
til þess þar til gerðan fót.
Hitann í herberginu, þar sem
tréð stendur, skal taka af á nótt-
unni svo að tréð þorni ekki upp.
Brunahættu ber ætíð að hafa í
huga. Þinurinn er mjög hættuleg-
ur hvað þetta snertir, því að hann
er eldfimur með afbrigðum, ef
hann nær að þorna eitthvað að
ráði.
Meðferð jólagreina.
Jólagreinar eru mjög auðveld-
ar í meðförum. Rétt er þó að vefja
furugreinar í sárið, þar sem .það
vill smita frá sér, einkum ef grein-
arnar eru hengdar upp á vegg.
Annars er það algengt að grein-
arnar séu aðeins notaðar einu
sinni, en aftur á móti eiga jóla-
trén að geta enzt lengur með
réttri meðferð.
ÖKUMENN
og aðrir
vegfarendur
Sérstök athygli er vakin á því, að samkvæmt
heimild í reglugerð frá 11. marz 1967, eru
umferðarmerki við þjóðvegi landsins nú
staðsett hægra megin við veg, miðað við
akstursstefnu.
Undantekning frá þessu eru þó umferðar-
merki á leiðinni Reykjavík — Keflavík, sem
ekki verða færð fyrr en að vori.
Þetta er einn liðurinn í undirbúningi að
breytingu yfir í hægri-umferð.
Framkvæmdanefnd hægri umferðar.