Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 62
3B
FRJÁLS VERZLUN
undir, og það fer nokkuð eftiv
smekk hvers og eins, hvað hann
notar, og svo koma sundfit, blý-
belti, gleraugu og ótal aðrir smá-
hlutir.
Menn kynnu að ætla, að með
allt þetta utan á sér sykki kaf-
arinn til botns og sæist ekki meir,
en þvi fer fjarri. Flotmagn í bún-
ingnum er svo mikið, að það veg-
ur upp á móti, og auk þess eiga
menn að hafa jafnan björgunar-
vesti, ef eitthvað óvænt kæmi fyr-
ir. Það er að sjálfsögðu mjög
skemmtilegt fyrir froskmenn, að
hafa bát til umráða, en þar kem-
ur peningaspursmálið aftur við
sögu. Þó er hægt að leigja báta
með hagstæðum kjörum, og það
þarf ekki að vera svo mikill kostn-
aður, ef margir eru um hann. Og
fyrst við erum alltaf að hugsa um
peninga, væri ekki úr vegi , að
minnast þess, að sífellt eru að ber-
ast fréttir utan úr heimi um kaf-
ara, sem hafa orðið auðkýfingar
á því að finna gamla fjársjóði á
hafsbotni. Nú viljum við ekki ráð-
leggja mönnum að leggja út í dýr
tækjakaup til þess eins að reyna
að verða millar á köfun hér við
strendurnar, en bendum þeim
hins vegar á, að hafa í huga, að
góð heilsa og skemmtilegar frí-
stundir eru fjársjóður út af fyrir
sig.
Þessi heimsfrægu merki mæla með sér sjálf:
Aqua Lung vörur frá U. S. Divers Co., U.S.A.
Poseidon-Cyclon vörur frá Aqua Sport, Svíþjóð.
Scubapro vörur frá Sport Industries Inc., U.S.A.
ATVINNUMENN — SPOKTMENN
Stærsta og bezta úrvalið í köfunarvörum er hjá okkur.
/
yjuum Sfyz,emm h.f
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavlk - Slmneíni; »Volverc • Slmi 35200
HANN
FYLGIST
MEÐ
í daglegu starfi er hann
háður þróun tímans —
þeim öru breytingum, sem
g e r a s t kringum hann.
Hann les Frjálsa Verzlun
— því hann er maðurinn,
sem fylgist með.
FRJALS
VEnZLUN