Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 29
FRJALS VERZLUN 25 SAMVINNA Á VINNUSTAÐ Hvernig getur góður Yfirraaður beitt sér fyrir auknu samstarfi innan vinnuhóps síns? Allir hafa orðið varir við aukna samvinnu í nútímaþjóðfélagi. Samvinnan hefur gert vart við sig í skólum, félagasamtökum og einnig á vinnustöðum, svo eitt- hvað sé nefnt. En hún hefur einn- ig skapað ný vandamál. Erfiðleikarnir kunna að eiga sér margar orsakir. Stundum höf- um við tekið eftir, — eða álitið okkur taka eftir, — ákveðinni or- sök við ákveðnar aðstæður. En síðan höfum við ef til vill áttað okkur á, að fleira kemur þarna til greina. Skaphöfn, uppeldisað- stæður, menntun, aldur og kyn- ferði eru meðal þeirra atriða, sem geta haft áhrif á viðbrögð manna. Gáfur, starfsreynsla og áhugi skipta einnig miklu máli. Góður yfirmaður reynir að starfa á frjálslyndan hátt og skapa samhug. Hann á að gefa gott fordæmi, bæði hvað snertir þekkingu og framkomu. Hann reynir t. d. að útbýta skýrslum um starfsárangur meðal undir- manna sinna, og hvetur þá þann- ig til að ná betri árangri. Hann er sanngjarn og hollur undir- mönnum sínum og tekur gjarnan á sínar herðar óhöpp, sem kunna að gerast. Fari hann eftir þessum reglum, þá er hann líklegur til að öðlast vinsældir. Yfirmaður, sem þekkir sjálfan sig gjörla, og hefur auk þess lesið um og kynnt sér á vinnustöðum hin ýmsu viðbrögð manna, á auð- veldara með að skilja og skynja aðstæður, atvik og mótmæli. Hæfi- leikar hans til samvinnu eru því miklir. Þjóðfélagsþegnum má skipta niður í ýmsa hópa, t. d. fjölskylda, kunningjahópur, áhugafélög eða starfshópur. Reglan er sú, að einn úr hópnum fer ávallt með ,,aðal- hlutverk“ að meira eða minna leyti. Auk þess eru mörg smærri hlutverk, eftir þvi sem til fellur, Það liggur því í augum uppi, að sá, sem fer með aðalhlutverkið, hefur meiri eða minni áhrif á þá, sem lúta stjórn hans. Til þess að áhrifin verði jákvæð, þá þarf leið- toginn að vera vinsæll. Og hvernig er nú vinsæll maður af Guði gerð- ur? Rannsóknir sýna, að hann er meðal annars: duglegur, ekki á of háu gáfncstigi þannig, að tengslin við samstarfsmennina rofni, hann hefur skipulagsgáíu, tekur á sig ábyrgð og stígur oft fyrsta skrefið við framkvæmdir og hann hefur áhuga á starfi sínu. Af þessu sést, að vinsæll maður, sem í langflestum tilfellum er einnig dugandi yfirmaður, er gæddur ýmsum kostum, svo sem kjarki og heiðarleika ásamt and- legum og líkamlegum styrk. Þegar yfirmaður veitir undir- manni upplýsingar, þá verður hann að gæta þess, að inntak upplýsinganna komi skýrt fram. Til þess að svo megi verða, þarf hann að nota mismunandi aðferð- ir við mismunandi einstaklinga. Hann þarf því að vera góður mannþekkjari og skynja, hvaða aðferð skal beita í það og það skiptið. Því greiðari upplýsingar, sem undirmaðurinn fær, þess lík- legri er hann til að ynna starf sitt betur og fljótar af höndum. Starfsmönnum verða stundum á skyssur. Þegar slíkt hendir, ber yfirmanni að kynna sér mistökin. Hann verður að dæma um, hversu alvarleg þau eru, og hvort nauð- syn beri til (eða hvort hægt sé) að leiðrétta þau. Mistökin skal leiðrétta í næði og á jákvæðan hátt. Sá, sem mistökin gerir, á sjálfur að fá tækifæri til að bæta þar um. Geti hann leiðrétt mis- tökin, þá á atvikið þar með að vera gleymt og úr sögunni. En oft eru mistök þess eðlis, að sá, sem þau gerir, er ekki starfi sínu vaxinn og kemur þar fleira til, svo sem hæfileikaskortur eðajafn- vel heilsufar (andlegt eða líkam- legt). Þá verður að grípa til ann- ara ráða, svo sem brottreksturs eða stöðubreytingar. Eðlilegt er, að karlmenn og konur bregðist á ólíkan hátt við sömu aðstæðum. Þau eru ólík að uppeldi og byggingu. Konan hef- ur aðeins 2/3 af líkamsstyrk karl- manns og ber því að varast að leggja of hart að henni. Því hún þreytist fyrr og eykur það hætt- una á, að hún geri mistök, verði fyrir óhöppum eða jafnvel slysi. I grein þessari hefur verið reynt að gera grein fyrir í sem skemmstu máli, hvernig góður yf- irmaður skal beita sér fyrir auknu samstarfi innan vinnuhóps síns. En það, sem hér hefur farið á undan, eru aðeins kennisetningar. Starfslegu hliðinni verða menn að kynnast af eigin raun. En menn hafa um aldaraðir, og munu um ókomin ár, komast að raun um, að hin algóða leið er vand- rötuð og þyrnum stráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.