Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 15
FRJÁLS VERZLUN' 11 opinberra afskipta Alþingis. ÞaL kom þá fram sú tillaga, að einung- is einu flugfélagi yrði leyfður flug- rekstur hérlendis, og hefðu það orðið endalok Loftleiða. Frum- varpið var þó fellt.“ Eftir að Loftleiðir höfðu keypt flugvél til millilandaflugs, var haldið uppi ýmsum óreglubundn- um flugferðum. Félagið leitaði fyrir sér um hópflug erlendis. Var einn þáttur þess flugs að flytja innflytjendur frá S-Evrópu til S- Ameríku. ,,Við þurftum að ganga á milli ferðaskrifstofa í Róm til að safna nægilega mörgum farþeg- um til að fylla vélina. Og þar sem ekki voru farþegar til baka, keypt- um við ýmsar vörur, svo sem ban- ana, og fluttum þá til íslands, ea þessi ávaxtategund hafði þá ekki sézt hér um árabil. Margt dreif á daga Loftleiða- manna í þessu leiguflugi erlendis. Eitt sinn lentu þeir í Venezueli með innflytjendur frá Evrópu cg brauzt þá út uppreisn sama dag. Var áhöfn vélarinnar tekin til fanga og varð hún að dúsa í stofu- fangelsi í nær tvo sólarhringa. HAGURINN VÆNKAST Líkt og rekstur flugfélagsins gekk erfiðlega hér heima fyrir í fyrstu (stundum kom það fyrir, að Alfreð þurfti að ganga milii farþega og fá lánað fyrir bensíni til að hægt væri að halda ferðinni áfram), þá skiptust á skin og skúr ir í millilandaflugsögu Loftleiða. Félagið reyndi með misjöfnum ár- angri að hasla sér völl í hini’i hörðu samkeppni um flugleiðirn- ar á N-Atlantshafinu. Fullyrða má, að ferð, sem farin var til Bandaríkjanna hinn 25. ágúst 1948, hafi markað tímamót. Hún var farin í tilefni þess, að fé- lagið hafði fengið heimild flug- málastjórna Bandaríkjanna og ís- lands til að halda uppi áætlunar- ferðum til og frá Bandaríkjunum, sem Loftleiðir hafa síðan byggt afkomu sína að miklu leyti á. Hyrningarsteinninn að vel- gengni Loftleiða eru þó tvímæla- laust hin lágu fargjöld, en þau komu til framkvæmda árið 1953. Voru þau grundvölluð á þann hátt, að vélar Loftleiða væru leng- ur á leiðinni en annarra flugfé- laga og því ekki nema sanngjarnt, að félagið byði lægri fargjöld. Hef- ur ísland nú milliríkjasamninj við Bandaríkin, Holland og Lux- emburg á þann veg, að fargjöldin geta verið nokkru lægri. í þessu sambandi hafa Loftleiðir notað orðatiltækið: „Slow but low“, og gefizt vel. Flugfélagið hefur oft verið IATA, Alþjóðasambandi flugfélaga, þyrnir í augum vegna sinna lágu fargjalda, en það er kannski kaldhæðni örlaganna, að þegar IATA var á sínum tíma á- sakað um brot á auðhringalögun- um í Bandaríkjunum, tókst þeim að bjarga sér frá málinu með því að benda á Loftleiðir, sem stæðu utan samtakanna, og hin lágu far- gjöld þeirra. Skrifstofur Loftleiða voru i byrjun í Vatnagörðum, síðan í hús- næði Kassagerðarinnar og þá höfðu þeir einnig aðgang að skrif- Alfreð á Vatnajökli við giftusam- lega björgun eftir Geysisslysið stofuherbergi Sigurðar Ólasonar, lögfræðings, en þaðan urðu Loft- leiðamenn að vera farnir kl. 5, þegar Sigurður kom. Síðan fluttu skrifstofurnar að Lækjargötu 2 og að Reykjanesbraut, en fyrir 5 ár- um fluttu Loftleiðir í núverandi skrifstofubyggingu á Reykjavík- urflugvelli, sem er þeirra fyrsta eigið húsnæði. Fyrsti afgreiðslusalurinn var smíðaður úr kassa utan af flug- vél, en nú er „kassinn“ félags- heimili starfsmanna Loftleiða í Brautarholti. Ferðamannastraumurinn til landsins er vaxandi, og á sl. ári vörðu Loftleiðir um 40 milljónum í auglýsingar og kynningu á landi og þjóð til að laða hingað ferða- menn. Nú á félagið fjórða hvein ferðamann hér sem áningarfar- þega, og þvi var brýn nauðsyn fyrir Loftleiðir á sínum tíma að byggja hótel til að geta sinnt þess- ari þjónustu. En hefur uppbygging Loftleiða verið of ör? Nei, ekki að dómi Alfreðs. Félagið hefði haldið sín- um hluta í Atlantshafsfluginu, sem væru 3—4%, og væri upp- bygging félagsins í samræmi við það. Loftleiðir hafa síðustu vikurnar enn verið mikið í fréttum, og að þessu sinni vegna flugfélagsins In- ternational Air Bahama. Tildrög- in voru þau, að á sl. ári fór þe^s að gæta, að Air Bahama væri far- ið að taka farþega frá Loftleiðum, þó einkum frá syðstu ríkjum Bandaríkjanna. Höfðu Loftleiðir þá um skeið íhugað að hefja flug til Karabíska hafsins, en í sama mund var þetta flugfélag stofnað. Var félagið með leiguþotu í ferð- um og bauð enn lægri fargjöld en Loftleiðir. Með þessu móti tókst þeim að ná nokkrum markaði, en hafa þrátt fyrir það átt við marg- víslega örðugleika að stríða, m. a. málaferli vegna eignaraðildar bandarískra flugfélaga. Hafa Loft- leiðir nú tekið að sér söluumboð þessa félags og verða þar með þátttakendur í rekstri þess. STARFIÐ Vinnudagur Alfreðst Elíassonar er ekki formfastur. Hann sækir laugar kl. 8 á morgnana, ef hann getur, kemur á skrifstofuna kl. 9 og les þá yfir póstinn og heldu ’ fund með stjórninni eða öðruin starfsmönnum. „Starfið verður áv- alt að vera í samræmi við ríkjandi aðstæður hverju sinni“, segir Al- freð. Við spyrjum hann um samvinn- una við íslenzk stjórnvöld. ,,ís- lenzkir stjórnendur hafa jafnan verið okkur hliðhollir. En það er nauðsynlegt, að íslenzk stjórnvöld skilji afstöðu okkar og aðstæður á hverjum tíma, því að við þurí- um mikið til hins opinbera aö sækja. Til að mynda er nú eitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.