Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.03.1969, Qupperneq 15
FRJÁLS VERZLUN' 11 opinberra afskipta Alþingis. ÞaL kom þá fram sú tillaga, að einung- is einu flugfélagi yrði leyfður flug- rekstur hérlendis, og hefðu það orðið endalok Loftleiða. Frum- varpið var þó fellt.“ Eftir að Loftleiðir höfðu keypt flugvél til millilandaflugs, var haldið uppi ýmsum óreglubundn- um flugferðum. Félagið leitaði fyrir sér um hópflug erlendis. Var einn þáttur þess flugs að flytja innflytjendur frá S-Evrópu til S- Ameríku. ,,Við þurftum að ganga á milli ferðaskrifstofa í Róm til að safna nægilega mörgum farþeg- um til að fylla vélina. Og þar sem ekki voru farþegar til baka, keypt- um við ýmsar vörur, svo sem ban- ana, og fluttum þá til íslands, ea þessi ávaxtategund hafði þá ekki sézt hér um árabil. Margt dreif á daga Loftleiða- manna í þessu leiguflugi erlendis. Eitt sinn lentu þeir í Venezueli með innflytjendur frá Evrópu cg brauzt þá út uppreisn sama dag. Var áhöfn vélarinnar tekin til fanga og varð hún að dúsa í stofu- fangelsi í nær tvo sólarhringa. HAGURINN VÆNKAST Líkt og rekstur flugfélagsins gekk erfiðlega hér heima fyrir í fyrstu (stundum kom það fyrir, að Alfreð þurfti að ganga milii farþega og fá lánað fyrir bensíni til að hægt væri að halda ferðinni áfram), þá skiptust á skin og skúr ir í millilandaflugsögu Loftleiða. Félagið reyndi með misjöfnum ár- angri að hasla sér völl í hini’i hörðu samkeppni um flugleiðirn- ar á N-Atlantshafinu. Fullyrða má, að ferð, sem farin var til Bandaríkjanna hinn 25. ágúst 1948, hafi markað tímamót. Hún var farin í tilefni þess, að fé- lagið hafði fengið heimild flug- málastjórna Bandaríkjanna og ís- lands til að halda uppi áætlunar- ferðum til og frá Bandaríkjunum, sem Loftleiðir hafa síðan byggt afkomu sína að miklu leyti á. Hyrningarsteinninn að vel- gengni Loftleiða eru þó tvímæla- laust hin lágu fargjöld, en þau komu til framkvæmda árið 1953. Voru þau grundvölluð á þann hátt, að vélar Loftleiða væru leng- ur á leiðinni en annarra flugfé- laga og því ekki nema sanngjarnt, að félagið byði lægri fargjöld. Hef- ur ísland nú milliríkjasamninj við Bandaríkin, Holland og Lux- emburg á þann veg, að fargjöldin geta verið nokkru lægri. í þessu sambandi hafa Loftleiðir notað orðatiltækið: „Slow but low“, og gefizt vel. Flugfélagið hefur oft verið IATA, Alþjóðasambandi flugfélaga, þyrnir í augum vegna sinna lágu fargjalda, en það er kannski kaldhæðni örlaganna, að þegar IATA var á sínum tíma á- sakað um brot á auðhringalögun- um í Bandaríkjunum, tókst þeim að bjarga sér frá málinu með því að benda á Loftleiðir, sem stæðu utan samtakanna, og hin lágu far- gjöld þeirra. Skrifstofur Loftleiða voru i byrjun í Vatnagörðum, síðan í hús- næði Kassagerðarinnar og þá höfðu þeir einnig aðgang að skrif- Alfreð á Vatnajökli við giftusam- lega björgun eftir Geysisslysið stofuherbergi Sigurðar Ólasonar, lögfræðings, en þaðan urðu Loft- leiðamenn að vera farnir kl. 5, þegar Sigurður kom. Síðan fluttu skrifstofurnar að Lækjargötu 2 og að Reykjanesbraut, en fyrir 5 ár- um fluttu Loftleiðir í núverandi skrifstofubyggingu á Reykjavík- urflugvelli, sem er þeirra fyrsta eigið húsnæði. Fyrsti afgreiðslusalurinn var smíðaður úr kassa utan af flug- vél, en nú er „kassinn“ félags- heimili starfsmanna Loftleiða í Brautarholti. Ferðamannastraumurinn til landsins er vaxandi, og á sl. ári vörðu Loftleiðir um 40 milljónum í auglýsingar og kynningu á landi og þjóð til að laða hingað ferða- menn. Nú á félagið fjórða hvein ferðamann hér sem áningarfar- þega, og þvi var brýn nauðsyn fyrir Loftleiðir á sínum tíma að byggja hótel til að geta sinnt þess- ari þjónustu. En hefur uppbygging Loftleiða verið of ör? Nei, ekki að dómi Alfreðs. Félagið hefði haldið sín- um hluta í Atlantshafsfluginu, sem væru 3—4%, og væri upp- bygging félagsins í samræmi við það. Loftleiðir hafa síðustu vikurnar enn verið mikið í fréttum, og að þessu sinni vegna flugfélagsins In- ternational Air Bahama. Tildrög- in voru þau, að á sl. ári fór þe^s að gæta, að Air Bahama væri far- ið að taka farþega frá Loftleiðum, þó einkum frá syðstu ríkjum Bandaríkjanna. Höfðu Loftleiðir þá um skeið íhugað að hefja flug til Karabíska hafsins, en í sama mund var þetta flugfélag stofnað. Var félagið með leiguþotu í ferð- um og bauð enn lægri fargjöld en Loftleiðir. Með þessu móti tókst þeim að ná nokkrum markaði, en hafa þrátt fyrir það átt við marg- víslega örðugleika að stríða, m. a. málaferli vegna eignaraðildar bandarískra flugfélaga. Hafa Loft- leiðir nú tekið að sér söluumboð þessa félags og verða þar með þátttakendur í rekstri þess. STARFIÐ Vinnudagur Alfreðst Elíassonar er ekki formfastur. Hann sækir laugar kl. 8 á morgnana, ef hann getur, kemur á skrifstofuna kl. 9 og les þá yfir póstinn og heldu ’ fund með stjórninni eða öðruin starfsmönnum. „Starfið verður áv- alt að vera í samræmi við ríkjandi aðstæður hverju sinni“, segir Al- freð. Við spyrjum hann um samvinn- una við íslenzk stjórnvöld. ,,ís- lenzkir stjórnendur hafa jafnan verið okkur hliðhollir. En það er nauðsynlegt, að íslenzk stjórnvöld skilji afstöðu okkar og aðstæður á hverjum tíma, því að við þurí- um mikið til hins opinbera aö sækja. Til að mynda er nú eitt

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.