Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 19
FRJALS VERZLUtsí 15 SOVÉTRÍKIN MINNKANDI HACVÖXTUR í SOVÉTRfKJUNUM Meiri áherzla lögð á að íramleiðslan sé gróðavœnleg en að hún sé mikil að vöxtum. Nýlega voru birtar efnahags- skírslur fyrir árið 1968 yfir Sovét- ríkin. Hagvöxtur hefur orðið 8,1%, en var 10% árið 1967. Þetta er minnsti hagvöxtur síðan Bresh- nev og Kosygin tóku við af Krus- chev 1964. Þá er það athyglisvert, að núverandi efnahagsáætlun fyr- ir árið 1969 gerir ekki ráð fyrir nema 7,3% hagvexti. Þessar tölur gefa til kynna, að Rússum hefur ekki tekizt að halda þeim mikla hraða í hagvexti, sem þeir höfðu fyrir um það bil tíu árum, þegar þeir spáðu, að þeir myndu fara fram úr Bandaríkjun- um innan skamms í auði og fram- leiðslu. Þó að vöxturinn sé nokkru hæg- ari, bendir margt til, að efnahags- líf þeirra sé að færast í meira jafnvægi en áður. Minni áherzla er nú lögð á vöxt i þungaiðnaði og meiri áherzla á vöxt í neyt- endaiðnaði og landbúnaði, sem hafa verið vanræktar greinarfram" að þessu. Oft hefur verið talað um að gera þessar breytingar, en núna virðist loks hafa orðið úr því. Mikil áherzla hefur verið lögð á það, að þróa háþróaðar tækni- greinar, svo sem raftækni og efna- iðnað, sjálfvirkni o. fl. Samkvæmt opinberum tölum jókst verðgildi þróaðra raftækja, sjálfvirknitækja og tölva um 16% á árinu. Þó að beinn samanburður sé erfiður, er ekki ósennilegt, að aukningin sé svipuð í prósentum í Bandaríkj- unum, en verðgildi þessara tækja er þar miklu hærra. Framleiðsla alls kyns efnavara jókst um 12%. Stöðugt breiðast út nýjungar í fyrirkomulagi, svo sem ýmis kon- ar leiðir til að greiða laun eftir afköstum, meiri áherzla er lögð á að framleiðslan sé gróðavænleg en að hún sé mikil að vöxtum, og stöðugt er forstjórum einstakra fyrirtækja veitt meira frelsi til að stjórna þeim eins og þeir telja hagkvæmt. Þessar rekstraraðferð- 15%, bílum um 10%, sjónvörpum um 16% og kæliskápum um 17%. Þó að meira sé nú gert fyrir neytendurna en fyrr, eru þeir langt á eftir Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Þegar nýja Fiat- bílaverksmiðjan verður komin í gang, en hún eykur bílafram- leiðslu þar um meira en helming, Samanburður á framleiðslu stcrveldanna: Fram- leiðsla Rússa Vöru- 1968 tegund (ímillj.) Stál (tonn) 118 Olía (bbl) 2.300 Plastefni (tonn) 1.4 Bílar 0.28 Sement (tonn) 96.5 Traktorar 0.4 Kjöt (tonn) 12.8 Sjónvörp 5.7 Kæliskápar 3.2 ir ná nú til um 72% allrar fram- leiðslu í Sovétríkjunum. Ekki hafa þó þessar breytingar haft veruleg áhrif í þá átt að auka framleiðnina. Má búast við, að ef þær ekki gera það á næstunni, verði vaxandi áhugi fyrir vest- rænni sölutækni. Verður þá erfitt að koma í veg fyrir, að forstjór- arnir taki hana í þjónustu sína, þar sem þeir hafa þegar hlotið frelsi á mörgum öðrum sviðum. Stál, sement og vélsmíðatæki voru miklar vaxtariðngreinar á dögum Stalins og Kruschevs, en á síðasta ári var vöxtur í þeim aðeins 2—4%. Hins vegar jókst framleiðsla á heimilistækjum um Aukning Fram- leiösla Bandar. Aukning í prós. 1969 í prós. frá 1967 (í millj.) frá 1967 4 131 3 7 3.300 3.8 16 7.8 19 11 8.8 19.4 3 77.7 6 5 0.2 0 0.3 17.4 3 16 11.4 6.8 17 6.3 8 verður framleiðsla Rússa af bíl- um aðeins um 10% af framleiðslu Bandaríkjanna, sem er álíka fjöl- menn þjóð. Enn er fátt um þenzínstöðvar, ,,motel“, veitingastaði við vegi og annað það, sem fylgir öld bílanna. Til dæmis voru í Moskvu til skamms tíma aðeins sjö bensín- stöðvar. Það er minna en í Reykja- vík, auk þess sem þær voru flest- ar minni en við eigum að venjast. Gæði margra neytendavara eru ekki næg ennþá, en þó er sjáan- leg framför. Veldur þar miklu, að valdhafar hafa gert sér grein fyr- ir, að þessar vörur eru nauðsyn- legar, ekki síður en þungaiðnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.