Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.03.1969, Qupperneq 56
4B FRJÁLB VERZLUN heimilið að Reykjalundi, en sá staður hefur að langmestu leyti verið byggður fyrir fé frá Vöru- happdrætti SÍBS. Á Reykjalundi er bæði sjúkraþjálfunardeild og stórar vinnustofur meðfjölbreytta framleiðslu, einkum úr plasti. Þar er húsakostur allur og búnaður af vönduðustu gerð, og hefur þessi stofnun ævinlega vakið aðdáun allra, er þangað hafa komið. MÚLALUNDUR. — Þá hefur happdrættið lagt fram mikið fé til byggingar og reksturs Múlalundar, sem er vinnustofurfyrir öryrkja í Reykja- vík. Á þessum tveim stofnunum hinum almenna vinnumarkaði á ný. Stofnun þá, sem ég á við, þekkja allir íslendingar, Vinnu- SÍBS er rúm fyrir 175 öryrkja í senn, og alltaf er þar fullsetinn bekkurinn og hvergi nærri unnt að sinna öllum beiðnum um vist. í fyrstu höfðu eingöngu berkla- sjúklingar aðgang að endurhæf- ingarstofnunum SÍBS, en með rénandi berklaveiki var inntöku- skilyrðum breytt, og er nú svo komið, að hvers konar öryrkjar eiga kost á dvöl þar. — Þetta eru þau tvö fyrirtæki, sem reist hafa verið og rekin að miklu leyti fyrir hagnað af Vöru- happdrætti SÍBS, en fé hefur ver- ið lagt fram til ýmissa annarra mála og má sem dæmi nefna vinnustofu í Kristnesi og einnig hefur öryrkjum verið veittur ýmis konar félagslegur og fjár- hagslegur stuðningur. Velta happdrættisins s.l. ár nam um það bil 44.5 millj. kr. og greiðir það rúmlega 60% veltunn- ar í vinninga. Fjöldi vinninga er 16.280, auk eins aukavinnings, sem er sportbíll af vandaðri gerð. Hæsti vinningur er 1 milljón kr. og sá lægsti kr. 1.500.00. Stjórn happdrættisins er hin sama og fyrir SÍBS, en happ- drættisráð, sem skipað er af Fjár- málaráðuneytinu, er skipað Ein- ari Bjarnasyni, ríkisendurskoð- anda, Baldri Möller, ráðnueytis- stjóra og Kristjáni Thorlacíus, deildarstjóra. HAPPDRÆTTI DVALARHEIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA. Baldvin Jónsson, forstjóriHapp- drættis DAS, sagði, að happdrætt- ið hefði verið stofnað með lögum árið 1954 fyrir forgöngu Sjó- mannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði, sem samanstendur af öllum yfirmanna- og undirmanna- félögum sjómanna á þessum stöð- um. Sala miða hófst á Sjómanna- daginn í júní 1954, sama dag og forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirs- son, lagði hornstein að Hrafnistu, en þá var fyrsti áfangi Hrafnistu fokheldur. — í upphafi voru gefnir út 30.000 miðar og þótti það djarft. Miðinn kostaði þá aðeins 10 kr. á Baldvin Jónsson. mánuði og aðeins einn vinningur, bíll, var í boði, en samt fór svo, að á fyrsta árinu seldust allir mið- ar upp. Á öðru ári var miðum síðan fjölgað í 50.000 og á því þriðja í 65.000, eins og enn er. Verð miða hefur aftur á móti verið breytilegt eftir því, sem vinningar í happdrættinu, bílar, íbúðir og einbýlishús hafa hækk- að í verði, og má geta þess, að hæsti vinningurinn í happdrætti ársins 1969 er einbýlishús að Garðaflöt 25 að verðmæti 2.5 millj. kr. — Velta happdrættisins árið 1968 nam tæpum 39 millj. kr. og nú við lok 15. happdrættisárs hafa selzt miðar fyrir um 340 millj. kr. og hafa greiddir vinningar numið um 215 millj. kr. Arði af happdrættinu hefur verið varið þannig, að til Byggingasjóðs aldr- aðs fólks í vörzlu Tryggingastofn- unar ríkisins eru gjaldfallnar tæpar 11 millj. kr. og framlag til Dvalarheimilisins hefur numið 54 millj. kr. af nær 80 millj. kr. fjárfestingu við Hrafnistu og Laugarásbíó. Fréttamaður F.V. spurði Bald- vin að því, hverja hann teldi aðal- ástæðuna fyrir hinni almennu þátttöku í happdrættum á borð við Happdrætti DAS: — Það hefur margoft sýnt sig, að þjóð okkar er fljót til að rétta hjálparhönd, þar sem þörf hefur knúið á, jafnt utanlands sem inn- an, og virðumst við vera þar framarlega meðal þjóða. Þessi furðu almenna þjóðarsamúðartil- finning eða „lífssársauki“ með einstaklingum sem hópum, er verða fyrir skyndilegri, sárri lífs- reynslu, tel ég, að sé með göfugri einkennum okkar þjóðar, og þessa hafa öryrkjar og aldraðir notið í ríkum mæli. — Ég ætla þó ekki að halda því fram, að þessi ,,lífssársauki“ sé allsráðandi fyrir hinni almennu þátttöku í happdrættum hér, er starfa að mannúðarmálum, að sjálfsögðu spilar vinningsvonin þar allmjög inn í, en mér segir svo hugur um, að án þessarar skilningsríku samúðar almenn- ings að undirstöðu hefði vart ver- ið unnt að stofna til t. d. Vöru- happdrættis SÍBS eða Happdrætt- is DAS, né ná þeim árangri með rekstri þeirra, sem orðið hefur.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.