Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 50
46 FRJALS VERZLUN BYGGINGARMAL MEÐ STÓRAUKNUM FRAMKVÆMDUM RÍKISINS HEFUR EINKAFRAMTAKIÐ ORÐIÐ ÚTUNDAN Skortur á íbúðarhúsnceði eí byggingarframkvœmdir dragast saman. Samdrátturinn í byggingariðn- aðinum nú síðustu mánuðina hef- ur orðið mörgum áhyggjuefni. Fyrir ekki ýkja löngu var mikið líf í þessari starfsgrein, en nú á skömmum tíma hafa orðið mikil umskipti þar á, verkefnaskortur hrjáir nú allmarga verktaka — bæði fyrirtæki og einstaka bygg- ingarmeistara — og mikið atvinnu- leysi hefur gert vart við sig í röð- um byggingariðnaðarmanna. Svo getur líka farið, að þessi samdráttur eigi eftir að skapa veruleg vandamál á öðru sviði, þegar fram líða stundir. Er hér átt við húsnæðisskort, sem vafa- lítið hlýtur að koma í ljós, breyt- ist viðhorfin í þessum málum ekki mjög fljótlega. Má í þessu sam- bandi benda á, að á undanförnum árum hafa verið byggðar um 600 íbúðir í Reykjavík á ári, og hefur það þó ekki nægt til að anna eftir- spurn. Gert er ráð fyrir, að til þess að fullnægja íbúðaeftirspurn- inni hér í borg þurfi um 7—800 nýjar íbúðir árlega, en vegna ástandsins í byggingariðnaðinum var einungis byrjað á 381 íbúð á sl. ári (1968), og búizt er við, að framkvæmdir hefjist við ennfærri íbúðir í ár. Horfurnar eru því eng- an veginn bjartar í þessum mál- um. Síðustu tvö til þrjú árin hefur helzta framkvæmdasvæðið í íbúða- byggingum í Reykjavík verið í Fossvogi og Breiðholti. Er allt út- lit fyrir, að næstu 7—10 ár verði byggingarframkvæmdir langmest- ar á Breiðholtssvæðinu, enda er það í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur. Að sjálfsögðu verð- ur að auki byggt víða um bæinn, en ætla má, að þar verði einungis um smáar einingar að ræða. — í Hafnarfirði mun ekki vera útlit fyrir miklar byggingarfram- kvæmdir, eins og stendur, — og jafnvel búizt við, að þar verði að- eins reist eitt stigahús og örfá ein- býlishús á næstunni. Flestum, sem starfa í bygging- ariðnaðinum, ber saman um, að ríkisframtakið á þessu sviði hafi haft neikvæð áhrif, en aðalat- hafnasvæði þess hefur sem kunn- ugt er verið í Breiðholti. Þessir aðilar telja, að byggingarfram- kvæmdir byggingaráætlunar rík- isins hafi haft það í för með sér, að stórfé hafi verið tekið frá öðr- um byggingaraðilum í landinu og starfsemi þeirra verið lömuð að verulegu leyti. Og þeir segja eitt- hvað á þessa leið: Við byggjum okkar framkvæmdir að langmestu leyti á lánsfé, og byggingariðnað- urinn er því háður þeimlánsmögu- leikum og lánakjörum, sem fást á hverjum tíma. Vegna þessara or- saka hefur þróunin orðið sú á undanförnum árum, að með stór- auknum framkvæmdum ríkisins í Breiðholti, hefur einkaframtakið orðið útundan og raunar verið haft í fjármagnssvelti. Ef vikið er nánar að lánamálum byggingariðnaðarins, þá hafa þau verið með þeim hætti, að á þessu ári hefur tæplega 100 milljónum króna verið veitt út í byggingar- iðnaðinn, og fengu þeir aðilar lán, sem rétt höfðu á framhaldslánum. I aprílmánuði mun svo enn út- hlutað í byggingarstarfsemina 50 milljónum króna, en þrátt fyrir þá búbót, skortir mikið á, að ýms- ir aðilar fái þá fyrirgreiðslu, sem þeim er nauðsynleg. Ennfremur er að geta um það, að byggingaraðilum hefur verið gefinn kostur á lánum út á óseld- ar íbúðir, og miðar þetta einnig að því að örfa framkvæmdir. Þessi lán eru þó háð þeim skil- yrðum, að Húsnæðismálastofnun ríkisins hafi áhrif á og samþykki fyrir sitt leyti kaupanda íbúðar- innar og verð hennar. Nokkuð greinir menn á um ágæti þessarar tilhögunar. Sumir telja, að slík- ar lánveitingar beint til fram- kvæmdaaðila í byggingariðnaðin- um muni tvímælalaust geta haft heillavænlega þróun í för með sér fyrir skipulagsbyggingu bygging- ariðnaðarins, þegarfrá líður, þann- ig að unnt verði að tryggja sam- fellda byggingarstarfsemi fram- kvæmdaaðilanna í þessum iðnaði, og draga úr ónauðsynlegum og ó- æskilegum sveiflum í byggingar- starfseminni. Aðrir segja á hinn bóginn, að það hljóti að teljast heldur vafasöm þróun, að hið opin- bera hafi úrslitaáhrif á svo stór- an þátt í byggingariðnaðinum — þ. e. síðasta þætti hans — söl- unni. Telja þeir þessi ákvæði lítt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.