Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 49
FRJALS VERZLUN 45 hefur verið fyrir tilraunastofum í efnafræði og eðlisfræði. Fyrirhug- að var, að reist skyldi hús yfir Náttúrugripasafn ríkisins, en síð- an varð úr, að fest voru kaup á 650 fermetra hæð að Laugavegi 105. Happdrættið tók þátt í bygg- ingu Háskólabíós, bæði með bein- um framlögum og lánum og fé hefur verið varið til Tannlækna- skóla, sem er til húsa í Landspítal- anum. Til Raunvísindastofnunar Háskólans hefur verið varið tæp- um 14 millj. kr. og til byggingar Árnagarðs hefur happdrættið þeg- ar varið um 20 millj. kr. Fé hefur einnig verið varið til Orðabókar Háskólans, til kaupa á húseign- inni Aragötu 9, þar sem eru til húsa lesstofur fyrir laga- og við- skiptafræðinema, og loks ber að geta þess, að happdrættið mun taka þátt í byggingu nýs stúdenta- garðs og félagsheimilis stúdenta. VINNINGAR. Fyrsta árið, sem Happdrætti Há- skólans starfaði, voru greiddar kr. 467.525.00 í vinninga, en á þessu ári mun upphæðin nema rúmlega 120 milljónum kr. Þar af eru 2 vinningar á 1 milljón, 22 á 1/2 milljón, 24 á 100.000 kr. og síðan tæplega 30.000 smærri vinningar. í stjórn happdrættisins, sem skipuð er af Háskólaráði, eru Ár- mann Snævarr, rektor, formaður, Þórir Kr. Þórðarson, próf. og Hall- dór Halldórsson, próf., en í happ- drættisráði, sem skipað er af Fjár- málaráðuneytinu, eiga sæti Björn Hermannsson, deildarstj., formað- ur, Rannveig Þorsteinsdóttir, hrl., Hallgrímur Jónasson, kennari, Bergþóra Guðmundsdóttir, frú og Höskuldur Jónsson, deildarstjóri. HAPPDRÆTTI S.Í.B.S. Ólafur Jóhannesson, forstjóri Happdrættis SÍBS, sagði, að happ- drættið hefði verið stofnað með lögum 1949 og á þannig 20 ára afmæli um þessar mundir. Á þess- um tveimur áratugum hefur hagn- aður SÍBS af rekstri þess numið um það bil 68 milljónum kr., og fórust Ólafi Jóhannessyni svo orð, er hann lýsti því, hvernig ágóð- anum hefði verið varið: Ólafur Jóhannesson. — Fyrir 30 árum var SÍBS stofnað. Það setti sér þegar í upp- hafi það markmið að koma á fót vinnuhæli fyrir berklasjúklinga útskrifaða af heilsuhælum. Hlut- verk þessa heimilis átti fyrst og fremst að vera endurhæfing, það er að segja að sjá þessum ný- útskrifuðu sjúklingum fyrir létt- um störfum hæfilega langan tíma á degi hverjum og annarri að- hlynningu og hjálpa þeim þannig til að ná sem mestri starfsorku, áður en þeir hyrfu til starfa á Framh. á bls. 48. „LJÍÍF OG MILD"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.