Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 58
50 FRJALS VERZLUN frá ritsf;jórn VILL VERKALÝÐSHREYFINGIN DREPA VERZLUNINA? Islenzku einkaframtaki er nú svo þröngur stakkur sniðinn, að bezt reknu fyrirtæki lands- ins eru rekin á þann hátt, að þau stórtapa, eða í bezta falli rétt bera sig. Þessi þróun er ískyggileg, þar sem öfiugur atvinnurekstur er eina tryggingin fyrir atvinnu- öryggi og velmegun almennings. Orsakar þess- arar þróunar er að leyta í þeirri aðstöðu, sem einkaframtakinu er gert að búa við. Á síðast- liðnum árum hefur verið vegið svo að atvinnu- rekstri, hvort sem er í byggingariðnaði, verzlun eða öðrum atvinnugreinum, að ekki verðurleng- ur við unað. Fjármagn fyrirtækja hefur og ver- ið stórlega skert með því að leyfa þeim ekki að selja vörur á endurkaupsverði og með því að lögskipa þau til að dreyfa vörum undir kostn- aðarverði. Þetta þýðir einfaldlega, að fyrirtæk- in verða févana og að þau verða rekin með rekstrai’halla og þess vegna enn báðari lána- stofnunum, sem eru flestar pólitískar og ófær- ar um að veita nauðsynlega fyrirgreiðslu. Eitt dæmi um það er vélin, sem fundin er upp á Reykjalundi, og sem getur gefið milljónir í aðra hönd. Okkur er ekki kunnugt um, hversu fast uppfinningamaðurinn leitaði nauðsynlegra lána hérlendis, en endirinn var sá, að uppfinn- ingin fór út fyrir landsteinana og þar kepptust bankarnir við að veita fyrirgreiðslu. Viðskiptamálaráðherra hefur oft bent á, að verðlagsákvæðin væru ekki bezta verðlagseftir- litið. Margir aðrir hafa tekið í sama streng, en þrátt fyrir það er haldið því kerfi í verðlags- málum, sem stórskaðar viðskiptalíf landsmanna og um leið hagsmuni allra neytenda. Hagsmun- ir neytenda og hagsmunir verzlunarinnar eru í rauninni einn og sami hluturinn og það er bæði furðulegt og gremjulegt, að mikill hluti almennings skuli emi líta verzlunina sömu aug- um og litið var á einokunarverzlunina á sínum tíma. I sjónvarpsþætti fyrir skömrnu benti Sigurð- ur Magnússon, frámkvæmdastjóri Kaupmauna- samtakanna, á þá staðreynd, að íslenzk verzlun getur alls ekki þrifist eins og nú er að henni húið. Hann sýndi nokkur einföld dæmi máli sínu til sönnunar. Með honum var Jón Sigurðs- son, sem lengi hefur átt sæli í verðlagsnefnd, og lians viðhrögð voru þau, að hann taldi hlut verzlunarinnar allt of mikinn. Þegar foi’ystu- menn verkalýðshreyfingarinnar eru svona skiln- ingssljóir, er varla við góðu að búast frá þeirn, sem fylgjast minna með málum, og mynda skoðanir sinar í samræmi við það, sem menn eins og Jón Sigui’ðsson segja þeim. Það hlýtur að vera krafa þeirra, sem lagt hafa fjármuni sína og stai’fsorku í að efla is- lenzkt einkaframtak, og þá um leið íslenzkt þjóðfélag, að þessum málum verði hreytt til hatnaðar. Ellegar lamast fyrirtækin gersam- lega, og ef möi'g þeirra hverfa, er liætt við, að allur almenningur fái að vita á fremur óþægi- legan hátt, hvaða þý’ðingu þau höfðu. Ástandið í atvinnumálum er ekki gotl, og atvinnuleysinu verður að útrýma. Það verður ekki gert nema á þann hátt að gefa íslenzku einkaframtaki möguleika á að starfa á eðlilegum og lxeil- hrigðum grundvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.