Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Qupperneq 58

Frjáls verslun - 01.03.1969, Qupperneq 58
50 FRJALS VERZLUN frá ritsf;jórn VILL VERKALÝÐSHREYFINGIN DREPA VERZLUNINA? Islenzku einkaframtaki er nú svo þröngur stakkur sniðinn, að bezt reknu fyrirtæki lands- ins eru rekin á þann hátt, að þau stórtapa, eða í bezta falli rétt bera sig. Þessi þróun er ískyggileg, þar sem öfiugur atvinnurekstur er eina tryggingin fyrir atvinnu- öryggi og velmegun almennings. Orsakar þess- arar þróunar er að leyta í þeirri aðstöðu, sem einkaframtakinu er gert að búa við. Á síðast- liðnum árum hefur verið vegið svo að atvinnu- rekstri, hvort sem er í byggingariðnaði, verzlun eða öðrum atvinnugreinum, að ekki verðurleng- ur við unað. Fjármagn fyrirtækja hefur og ver- ið stórlega skert með því að leyfa þeim ekki að selja vörur á endurkaupsverði og með því að lögskipa þau til að dreyfa vörum undir kostn- aðarverði. Þetta þýðir einfaldlega, að fyrirtæk- in verða févana og að þau verða rekin með rekstrai’halla og þess vegna enn báðari lána- stofnunum, sem eru flestar pólitískar og ófær- ar um að veita nauðsynlega fyrirgreiðslu. Eitt dæmi um það er vélin, sem fundin er upp á Reykjalundi, og sem getur gefið milljónir í aðra hönd. Okkur er ekki kunnugt um, hversu fast uppfinningamaðurinn leitaði nauðsynlegra lána hérlendis, en endirinn var sá, að uppfinn- ingin fór út fyrir landsteinana og þar kepptust bankarnir við að veita fyrirgreiðslu. Viðskiptamálaráðherra hefur oft bent á, að verðlagsákvæðin væru ekki bezta verðlagseftir- litið. Margir aðrir hafa tekið í sama streng, en þrátt fyrir það er haldið því kerfi í verðlags- málum, sem stórskaðar viðskiptalíf landsmanna og um leið hagsmuni allra neytenda. Hagsmun- ir neytenda og hagsmunir verzlunarinnar eru í rauninni einn og sami hluturinn og það er bæði furðulegt og gremjulegt, að mikill hluti almennings skuli emi líta verzlunina sömu aug- um og litið var á einokunarverzlunina á sínum tíma. I sjónvarpsþætti fyrir skömrnu benti Sigurð- ur Magnússon, frámkvæmdastjóri Kaupmauna- samtakanna, á þá staðreynd, að íslenzk verzlun getur alls ekki þrifist eins og nú er að henni húið. Hann sýndi nokkur einföld dæmi máli sínu til sönnunar. Með honum var Jón Sigurðs- son, sem lengi hefur átt sæli í verðlagsnefnd, og lians viðhrögð voru þau, að hann taldi hlut verzlunarinnar allt of mikinn. Þegar foi’ystu- menn verkalýðshreyfingarinnar eru svona skiln- ingssljóir, er varla við góðu að búast frá þeirn, sem fylgjast minna með málum, og mynda skoðanir sinar í samræmi við það, sem menn eins og Jón Sigui’ðsson segja þeim. Það hlýtur að vera krafa þeirra, sem lagt hafa fjármuni sína og stai’fsorku í að efla is- lenzkt einkaframtak, og þá um leið íslenzkt þjóðfélag, að þessum málum verði hreytt til hatnaðar. Ellegar lamast fyrirtækin gersam- lega, og ef möi'g þeirra hverfa, er liætt við, að allur almenningur fái að vita á fremur óþægi- legan hátt, hvaða þý’ðingu þau höfðu. Ástandið í atvinnumálum er ekki gotl, og atvinnuleysinu verður að útrýma. Það verður ekki gert nema á þann hátt að gefa íslenzku einkaframtaki möguleika á að starfa á eðlilegum og lxeil- hrigðum grundvelli.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.