Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 23
FRJALS VERZLUN 1*3 VÉLAR — TÆKNI ÖRT VAXANDI NOTKUN Á TÖLVUM Sjónarmið stjórnenda hafa tafið fyrir útbreiðslu tölva í Evrópu. Telja þeir kaup á tölvu óþarfa útgjöld, þegar Bandaríkjamenn telja það arðbœra fjárfestingu. Evrópumenn voru seinir tii að taka tölvur í notkun og voru þær svo til eingöngu notaðar í Banda- ríkjunum framanaf. Nú er að verða á þessu mikil breyting. Það er ekki fyrr en á síðustu fjórum til fimm árum, sem nokkur mark- aður að ráði var fyrir tölvur í Evrópu, borið saman við fimmtán til tuttugu ár í Bandaríkjunum. Árið 1967, um mitt ár, voru í notkun 3.400 tölvur í Vestur- Þýzkalandi og aðrar 2.000 í pönt- un. Á sama tíma voru 2.100 í notkun í Frakklandi, um 450 í Hollandi og 380 í Sviss. Eins og stendur er talið, að 12.000 tölvur séu í notkun í Evrópu, samanbor- ið við 40.000 í Bandaríkjunum. Þetta er mikill árangur, þegar haft er í huga, hversu stutt er síðan notkun þeirra hófst. Nú eru 22 ár síðan tölvan var fundin upp. Tölvur eru notaðar til að geyma upplýsingar og fram- kvæma margs konar reiknmg með gífurlegum hraða. Þær eru af tveimur megin gerðum, „ana- log“ tölvur og „digital“ tölvur. Digital tölvur eru miklu algeng- ari, enda fjölhæfari en analog tölvur, sem venjulega eru gerðar með eitt verksvið í huga, Segja má, að abacus reiknistokkar frá Austurlöndum og nútíma sam- lagningarvélar séu forfeður Digi- tal tölvunnar, en reiknistokkar séu forfeður analog tölvunnar. Tölvur eru nú orðnar svo mikil- vægar í iðnvæddum þjóðfélögum, eins og t. d. í Bandaríkjunum, að ef þær væru skyndilega teknar úr notkun, myndi framleiðsla og viðskiptalíf stöðvast. Flugferðir myndu truflast alvarlega, iðnaður myndi flestur leggjast nið'ur, bankar myndu fyllast af óbók- færðum pappír og margt af þeim þægindum, sem fólk telur sjálf- sagt að hafa, myndi ekki lengur vera fyrir hendi. Það, sem hefur tafið fyrir út- breiðslu tölva í Evrópu, eru sjón- armið stjórnenda, sem ekki hafa allir skilið gildi þeirra. Flestir þeirra líta á kaup á tölvu sem óþarfa útgjöld, þegar bandarískir starfsbræður þeirra telja það arð- bæra fjárfestingu. Annað, sem er ólíkt í Evrópu, er stærð markaðarins. Fyrir til- tekna tölvu er kannski markaður, sem skiptir tugum eða hundruð- um, samanborið við þúsundir í Bandaríkjunum. Þá hefur það nokkuð að segja, að fyrirtæki í Evrópu eru almennt minni. I Bandaríkjunum eru tölvur sjaldan keyptar eftir verðlista, heldur mótaðar að þeim notum, sem ætlunin er að hafa af þeim. Sem dæmi má nefna Roblin Steel Company. Forstjóri þess lét búa til tölvu eftir eigin fyrirsögn til að uppfylla viss skilyrði. Hann vildi hafa á borðinu sínu á hverj- um morgni upplýsingar um skuld- ir og inneign fyrirtækisins, pen- ingaeign, vöruafhendingu og vöru- móttöku, og framleiðslutöflur fyr- ir alla þætti framleiðslunnar. Þessar tölur þurfa að vera fyrir daginn áður, vikuna áður, mánuð- inn áður og árið áður. Segir sig sjálft, hversu mikið gildi slíkar upplýsingar hafa fyrir stjórnand- ann. Ein af ástæðunum fyrir, að Evrópumenn gera þetta ekki, er sú, að þeir hreinlega vita ekki, hvað tölvur geta gert. Þeir hafa sumir kynnt sér það, en hafa þá tilhneigingu til að nota þær við óbreyttar aðstæður, í stað þess að nota þær til endurskipulagningar. Þá er einnig mjögalvarlegur skort- ur á þjálfuðu fólki í meðferð á tölvum. Menntakerfi Evrópu hef- ur verið seint til að bregðast við þessu og árangurinn er sá, að meginhluti allra tölvu-verkfræð- inga verða að sækja menntun sína til Bandaríkjanna, þar sem fjöldi háskóla og tækniskóla hafa slíka kennslu. Til að finna lausn á vandanum með skort á starfsfólki, hefur ver- ið tekið upp kerfi, þar sem fyrir- tæki geta verið mörg saman um eina tölvu. Hver situr á sinni skrifstofu og hefur samband við tölvuna um símalínur. Hver hefur sitt leturborð, ekki ósvipað og er með Telex, og fær svar strax um hæl. Hefur þetta sérstaklega mikla þýðingu fyrir smærri fyrir- tæki, sem geta þannig ráðið við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.