Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 27
FRJÁLS VERZLUN 23 VERZLANIR ÓÐINSTORG H F. - NÝ SÉRVERZLUN Iðnfyrirtœki flytja söluþjónustuna frá verksmiðjunum. Nýlega var opnuð verzlun að Skólavörðustíg 16 undir nafninu Óðinstorg h.f. Verzlunin hefur á boðstólum vörur fyrir húsbyggj- endur og aðra, sem innrétta þurfa íbúðir, frá því að innveggjum hef- ur verið lokað. Verzlunin selur inni- og úti- hurðir, sólbekki, eldhúsinnrétting- ar, fataskápa, harðviðarveggi, raf- tæki í eldhúsið og eldhúsvaska, þ.e.a.s. eldavélar, eldavélasett, eld- húsviftur og ísskápa. Ennfremur selur verzlunin eldhúshúsgögn. Þeir aðilar, sem selja vörur sín- ar eru: Jón Pétursson, húsgagnaverk- smiðja, sem selur JP eldhúsinn- réttingar og fataskápa. Kaupfélag Árnesinga, trésmiðja, sem selur eldhúsinnréttingar, fata- skápa og inni- og útihurðir. Stáliðn h.f., Akureyri, sem sel- ur stálhúsgögn í eldhús. Inni- og útihurðir, sem selja inni- og útihurðir, ásamt bílskúrs- hurðum og sólbekkjum. Ofnasmiðjan h.f., sem selur stál- vaska og fleira. Jónas Sólmundsson, húsgagna- meistari, sem selur harðviðar- klæðningar. Hurðir h.f., sem selur bylgju- hurðir. Hingað til hafa húsbyggjendur orðið að verja miklum tíma til að kaupa það, sem þá vanhagar, á þessum og hinum staðnum. Einn- ig lætur verzlunin í té ókeypis að- stoð við að skipuleggja eldhús og skáparými og leiðbeinir í þeim efnum. Höfuðáherzla er lögð á, að innréttingar geti verið á sem beztu verði, án þess þó að slegið sé af kröfunni um gæði. Hafa verksmiðjurnar, sem selja vörur sínar þarna, reynt, í trausti ör- uggrar sölu, að stilla verði eins í hóf og unnt er, en jafnframt vinnst þeim mun meiri tími til að sinna framförum í framleiðslu, þar sem öðrum aðilum hefur ver- ið falin skipulagning og sala fram- leiðslunnar. Allt kapp hefur verið lagt á að gera verzlun þessa, sem er ein- stök að gerð, sem bezt úr garði til að sinna verkefni sínu. Ábyrgð er á öllum smíðahlutum og raftækjum. Fyrirtækið er sniðið að erlend- um fyrirmyndum, þannig að verk- smiðjurnar sjálfar hafi verzlunar- fyrirtæki, er annist söluþjónustu við viðskiptamenn fyrirtækjanna, en að salan fari ekki fram í hin- um ýmsu verksmiðjum. Mikið hagræði er fyrir viðskiptavininn að geta keypt allt á einum stað fyrir fast verð. TILBOÐ í stuttu máli gengur salan þann- ig fyrir sig, að ef húsbyggjand- inn kemur með hústeikningu í verzlunina, getur hann fengið fast verðtilboð í alla innréttingu húss- ins, hurðir, skápa og raftæki, enn- fremur hluta þess, ef hann óskar þess. Þannig getur húsbyggjand- inn fengið fastan samning um verð og afhendingu alls tréverks í húsinu. Fólk utan af landi getur einnig póstlagt teikningu og ósk- að eftir tilboði um verð og mynda- listum og þannig notfært sér skipulagsþj ónustu verzlunarinnar og fengið fast verðtilboð. Sýnis- horn af flestöllum gerðum innrétt- inga og raftækja er komið fyrir í verzluninni á smekklegan, að- gengilegan hátt og þannig geta viðskiptavinirnir séð og kynnt sér rækilega þar innréttingar og vél- ar, áður en kaup eru gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.