Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Side 27

Frjáls verslun - 01.03.1969, Side 27
FRJÁLS VERZLUN 23 VERZLANIR ÓÐINSTORG H F. - NÝ SÉRVERZLUN Iðnfyrirtœki flytja söluþjónustuna frá verksmiðjunum. Nýlega var opnuð verzlun að Skólavörðustíg 16 undir nafninu Óðinstorg h.f. Verzlunin hefur á boðstólum vörur fyrir húsbyggj- endur og aðra, sem innrétta þurfa íbúðir, frá því að innveggjum hef- ur verið lokað. Verzlunin selur inni- og úti- hurðir, sólbekki, eldhúsinnrétting- ar, fataskápa, harðviðarveggi, raf- tæki í eldhúsið og eldhúsvaska, þ.e.a.s. eldavélar, eldavélasett, eld- húsviftur og ísskápa. Ennfremur selur verzlunin eldhúshúsgögn. Þeir aðilar, sem selja vörur sín- ar eru: Jón Pétursson, húsgagnaverk- smiðja, sem selur JP eldhúsinn- réttingar og fataskápa. Kaupfélag Árnesinga, trésmiðja, sem selur eldhúsinnréttingar, fata- skápa og inni- og útihurðir. Stáliðn h.f., Akureyri, sem sel- ur stálhúsgögn í eldhús. Inni- og útihurðir, sem selja inni- og útihurðir, ásamt bílskúrs- hurðum og sólbekkjum. Ofnasmiðjan h.f., sem selur stál- vaska og fleira. Jónas Sólmundsson, húsgagna- meistari, sem selur harðviðar- klæðningar. Hurðir h.f., sem selur bylgju- hurðir. Hingað til hafa húsbyggjendur orðið að verja miklum tíma til að kaupa það, sem þá vanhagar, á þessum og hinum staðnum. Einn- ig lætur verzlunin í té ókeypis að- stoð við að skipuleggja eldhús og skáparými og leiðbeinir í þeim efnum. Höfuðáherzla er lögð á, að innréttingar geti verið á sem beztu verði, án þess þó að slegið sé af kröfunni um gæði. Hafa verksmiðjurnar, sem selja vörur sínar þarna, reynt, í trausti ör- uggrar sölu, að stilla verði eins í hóf og unnt er, en jafnframt vinnst þeim mun meiri tími til að sinna framförum í framleiðslu, þar sem öðrum aðilum hefur ver- ið falin skipulagning og sala fram- leiðslunnar. Allt kapp hefur verið lagt á að gera verzlun þessa, sem er ein- stök að gerð, sem bezt úr garði til að sinna verkefni sínu. Ábyrgð er á öllum smíðahlutum og raftækjum. Fyrirtækið er sniðið að erlend- um fyrirmyndum, þannig að verk- smiðjurnar sjálfar hafi verzlunar- fyrirtæki, er annist söluþjónustu við viðskiptamenn fyrirtækjanna, en að salan fari ekki fram í hin- um ýmsu verksmiðjum. Mikið hagræði er fyrir viðskiptavininn að geta keypt allt á einum stað fyrir fast verð. TILBOÐ í stuttu máli gengur salan þann- ig fyrir sig, að ef húsbyggjand- inn kemur með hústeikningu í verzlunina, getur hann fengið fast verðtilboð í alla innréttingu húss- ins, hurðir, skápa og raftæki, enn- fremur hluta þess, ef hann óskar þess. Þannig getur húsbyggjand- inn fengið fastan samning um verð og afhendingu alls tréverks í húsinu. Fólk utan af landi getur einnig póstlagt teikningu og ósk- að eftir tilboði um verð og mynda- listum og þannig notfært sér skipulagsþj ónustu verzlunarinnar og fengið fast verðtilboð. Sýnis- horn af flestöllum gerðum innrétt- inga og raftækja er komið fyrir í verzluninni á smekklegan, að- gengilegan hátt og þannig geta viðskiptavinirnir séð og kynnt sér rækilega þar innréttingar og vél- ar, áður en kaup eru gerð.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.