Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 20
16 FRJALS VERZLUN FYRIRTÆKI OSTA- OG SMJÖRSALAN Neytendaumbúðir nýjung í starfseminni. Þegar Osta- og smjörsalan hóf starfsemi sína 1. janúar 1959, voru það nokkuð margir aðilar, sem önnuðust dreifingu mjólkurvöru, og hlutverk hennar var því að sameina dreifingarkerfið undir einn hatt, ef svo má að orði kom- ast. Sá hattur er nú á höfði Ósk- ars Gunnarssonar, sem er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Osta- og smjörsalan var stofn- uð sem sameignarfélag og eiga SÍS og Mjólkursamsalan hana til helminga. Mjólkursamsalan kem- ur fram fyrir hönd Flóamanna og Borgfirðinga, en Sambandið fyrir hönd mjólkurbúanna á Norður- og Austurlandi. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið til húsa í gömlu mjólkur- stöðinni við Snorrabraut, sem var að nokkru leyti endurbyggð og innréttuð upp á nýtt. Aðstaða er þar mjög góð, en eins og með mörg önnur þjóðþrifafyrirtæki er húsnæðið heldur lítið orðið. Áður en það tók til starfa, voru það, — eins og áður er getið, — nokkrir aðilar, sem önnuðust dreifingu á smjöri og ostum, og þeir höfðu mismunandi góða aðstöðu, mis- munandi góðar geymslur. Nú er ástandið allt annað og nákvæmt gæða- og heilbrigðiseftirlit er haft með varningnum. Óskar segir okk- ur, að þeir leggi mikla áherzlu á að bæta gæðin og hvetja menn til að gera enn betur. Auk þess að hafa rannsóknarstofu, sem skoðar allan varning, sem til fyrirtækis- ins kemur, hefur það á sínum snærum leiðbeingarstarfsemi fyr- ir mjóikurbúin úti á landi, en þau eru nú orðin sjö, sem framleiða ost fyrir almennan markað. f Osta- og smjörsölunni er pakk- að nokkru af smjöri og skorpu- lausum osti, en að mestu leyti fer pökkunin fram í viðkomandi mjólkurbúum. Á næstunni tekur fyrirtækið þó upp þá nýjung að pakka osti í neytendaumbúðir og verður hann þá bæði vigtaður og verðmerktur. „Þetta er svona smá- vegis aukin þjónusta við viðskipta- vini okkar,“ segir Óskar. — Hversu mikinn hluta af heildarframleiðslunni sjáið þið um? — í rauninni má segja, að við höfum allt landið, en af hag- kvæmnisástæðum er ekki öll framleiðslan flutt hingað, það væri bara tvíverknaður. Við fáum þó langmesta hlutann, og undan- farin ár hafa farið um 1100 tonn af smjöri árlega um geymslurokk- ar. Heildarsalan fyrir landið hef- ur verið um 15—1600 tonn. Marg- ir vilja eigna okkur smjörfjallið, en í rauninni tökum við aðeins það, sem fer til dreifingar á Reykjavíkursvæðinu. — Þegar þú nefnir smjörfjall- ið, liggur næst að spyrja um út- flutningsmöguleika. — Já, við höfum flutt töluvert út af osti, 45 prósent skorpulaus- um, og einnig nokkuð af nýmjólk- urdufti og kaseini. Bandaríkin eru langstærsti ostakaupandinn, þang- að fóru 653 tonn á síðasta ári og svo 7 tonn til Englands. England keypti hins vegar 430 tonn af ný- mjólkurdufti. Kasein er hliðar- framleiðsla við smjör og úr því er m. a. búið til lím, plastefni o. fl. Á síðasta ári voru flutt út um 400 tonn af því til Danmerkur og Vestur-Þýzkalands. Nú er hins- Gamla mjólkurstöðin við Snorrabraut er aðsetur Osta- og smjörsöl- unnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.