Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 33
FRJALS VERZLUN
29
OR HAGVOXTUR I
EFNAHAGSBANDALAGINU
Frakkland er enn veiki hlekkurinn í Efnahagsbandalaginu og
samkeppnisstaða þeirra fer versnandi erlendis.
Þjóðir Efnahagsbandalags Evr-
ópu virðast stefna að nýjum met-
um í hagvexti á þessu ári. Er tal-
ið, að hagvöxturinn verði 5,5% á
árinu, sem er það mesta, sem talið
er, að efnahagskerfi þessara landa
þoli, án þess að til mikillar verð-
bólgu komi. Nokkur hætta er þó
talin á verðbólgu í Hollandi,
Belgíu og Frakklandi.
Hraðastur er vöxturinn á Ítalíu,
þar sem reiknað er með 8—9%
hagvexti. 6—7% raunverulegum
vexti, og það, sem eftir er, í verð-
hækkunum. Búizt er við, að laun
hækki almennt um 7,5%, þar sem
verkamenn á Ítalíu gera vaxandi
kröfur um þægindi og frístundir.
Hagfræðingar telja, að þetta geti
valdið nokkurri verðbólgu, en
telja það ekki skaðlegt.
í Hollandi er reiknað með 5%
verðhækkunum á árinu. Talið er,
að laun muni hækka um 8,5%, en
nokkuð vegur upp á móti því, að
framleiðni fer vaxandi. Seðla-
banki þeirra hefur hækkað for-
vexti og þrengt að lánsfjármark-
aðnum. Einnig er ýtt undir einka-
íjárfestingu með afslætti á skött-
um.
í Belgíu er reiknað með 4%
verðhækkunum á neytendavörum
og 8% launahækkunum á þessu
ári. Hafa þeir gripið til svipaðra
ráða og í Hollandi.
Hagur Þjóðverja er góður sem
fyrr, og þeir telja sig geta ráðið
við hraðan vöxt. Talið er, að fjár-
festing muni vaxa um 10,5%.
Verksmiðjur starfa flestar á há-
marksafköstum og nokkur skort-
ur er á vinnuafli. Reiknað er með,
að 6% launahækkanir verði nokk-
uð almennar, en opinberir starfs-
menn hafa þegar fengið slíka
hækkun.
Þrátt fyrir allan þennan vöxt
spáir efnahagsmálaráðuneytið að-
eins 2,5% verðhækkunum. Nokk-
urra efasemda gætir um það, að
þessi tala fái staðizt, en Karl
Blesing, bankastjóri Bundesbank,
sem er mjög andvígur allri verð-
bólgu, telur ekki ástæðu til að
breyta hinni frjálslegu stefnu í
lánamálum. Ein af ástæðunum er
sú, að ef þrengt yrði að lánsfjár-
markaðnum, myndi það koma í
veg fyrir, að drægi úr gjaldeyris-
varasjóðum. Varasjóðir þeirra
fóru hæst í 4.6 billjónir dollara í
fyrra og er reiknað með, að þeir
verði um 3 billjónir í ár. Ef ekki
tekst að draga úr varasjóðunum,
kann svo að fara, að hækka verði
þýzka markið, eða franski frank-
inn lendi i verulegum erfiðleik-
um.
Frakkland er enn veiki hlekk-
urinn í Efnahagsbandalaginu.
Samkeppnisaðstaða þeirra fer
versnandi erlendis, sem kemur
fram í því, að vöruskiptajöfnuð-
urinn hefur lengi verið óhagstæð-
ur. Stjórnin ætlar að reyna að
halda niðri eyðslu innanlands og
beina hagvextinum í útflutning.
Nýir samningar eru framundan í
vor við verkalýðsfélögin. Þau
fengu 10—12% hækkanir í fyrra
og telja sig þurfa annað eins núna.
Talið er, að verðlag hækki um 5%
í Frakklandi á þessu ári, sem er
jafn mikið og það hækkaði í fyrra.
Þessar keðjuverkanir valda því,
að enn er talið líklegt, að frank-
inn verði lækkaður, sennilega um
15% á næsta sumri.
„Jón, hvað á þetta að þýða?“