Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 33
FRJALS VERZLUN 29 OR HAGVOXTUR I EFNAHAGSBANDALAGINU Frakkland er enn veiki hlekkurinn í Efnahagsbandalaginu og samkeppnisstaða þeirra fer versnandi erlendis. Þjóðir Efnahagsbandalags Evr- ópu virðast stefna að nýjum met- um í hagvexti á þessu ári. Er tal- ið, að hagvöxturinn verði 5,5% á árinu, sem er það mesta, sem talið er, að efnahagskerfi þessara landa þoli, án þess að til mikillar verð- bólgu komi. Nokkur hætta er þó talin á verðbólgu í Hollandi, Belgíu og Frakklandi. Hraðastur er vöxturinn á Ítalíu, þar sem reiknað er með 8—9% hagvexti. 6—7% raunverulegum vexti, og það, sem eftir er, í verð- hækkunum. Búizt er við, að laun hækki almennt um 7,5%, þar sem verkamenn á Ítalíu gera vaxandi kröfur um þægindi og frístundir. Hagfræðingar telja, að þetta geti valdið nokkurri verðbólgu, en telja það ekki skaðlegt. í Hollandi er reiknað með 5% verðhækkunum á árinu. Talið er, að laun muni hækka um 8,5%, en nokkuð vegur upp á móti því, að framleiðni fer vaxandi. Seðla- banki þeirra hefur hækkað for- vexti og þrengt að lánsfjármark- aðnum. Einnig er ýtt undir einka- íjárfestingu með afslætti á skött- um. í Belgíu er reiknað með 4% verðhækkunum á neytendavörum og 8% launahækkunum á þessu ári. Hafa þeir gripið til svipaðra ráða og í Hollandi. Hagur Þjóðverja er góður sem fyrr, og þeir telja sig geta ráðið við hraðan vöxt. Talið er, að fjár- festing muni vaxa um 10,5%. Verksmiðjur starfa flestar á há- marksafköstum og nokkur skort- ur er á vinnuafli. Reiknað er með, að 6% launahækkanir verði nokk- uð almennar, en opinberir starfs- menn hafa þegar fengið slíka hækkun. Þrátt fyrir allan þennan vöxt spáir efnahagsmálaráðuneytið að- eins 2,5% verðhækkunum. Nokk- urra efasemda gætir um það, að þessi tala fái staðizt, en Karl Blesing, bankastjóri Bundesbank, sem er mjög andvígur allri verð- bólgu, telur ekki ástæðu til að breyta hinni frjálslegu stefnu í lánamálum. Ein af ástæðunum er sú, að ef þrengt yrði að lánsfjár- markaðnum, myndi það koma í veg fyrir, að drægi úr gjaldeyris- varasjóðum. Varasjóðir þeirra fóru hæst í 4.6 billjónir dollara í fyrra og er reiknað með, að þeir verði um 3 billjónir í ár. Ef ekki tekst að draga úr varasjóðunum, kann svo að fara, að hækka verði þýzka markið, eða franski frank- inn lendi i verulegum erfiðleik- um. Frakkland er enn veiki hlekk- urinn í Efnahagsbandalaginu. Samkeppnisaðstaða þeirra fer versnandi erlendis, sem kemur fram í því, að vöruskiptajöfnuð- urinn hefur lengi verið óhagstæð- ur. Stjórnin ætlar að reyna að halda niðri eyðslu innanlands og beina hagvextinum í útflutning. Nýir samningar eru framundan í vor við verkalýðsfélögin. Þau fengu 10—12% hækkanir í fyrra og telja sig þurfa annað eins núna. Talið er, að verðlag hækki um 5% í Frakklandi á þessu ári, sem er jafn mikið og það hækkaði í fyrra. Þessar keðjuverkanir valda því, að enn er talið líklegt, að frank- inn verði lækkaður, sennilega um 15% á næsta sumri. „Jón, hvað á þetta að þýða?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.