Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 17
FRJALS VERZLUNf 13 "GÆTU ÍSLENDINGAR FRAMLEITT LÚXUSVARNING MUNDU SOVÉTMENN ATHUGA UM FREKARI KAUP" Rœtt við verzlunarfulltrúa Sovétríkjanna. Nýr verzlunarfulltrúi Sovéf- ríkjanna kom hingað til lands á sl. hausti, en sú hefð er ríkjandi að skipta um fulltrúa þriðja hveit ár. Verzlunarfulltrúinn nýi heitir hr. Vladimir K. Krutikov, og er hann íslenzkum viðskiptum ekk' með öllu ókunnur, þar sem hann hefur m. a. átt sæti í samninga- nefnd um olíusölu til íslands a£’ hálfu Sovétríkjanna. Fréttamaður Frjálsrar verzlun- ar fékk tækifæri til að ræða við hr. Krutikov fyrir skömmu, á skrifstofu Bifreiða & Landbúnað- arvéla að Suðurgötu 14, en það fyrirtæki annast sölu á öllum rúss- neskum bifreiðum og varahlutum til þeirra, um viðskipti land- anna og þróun þeirra. Hr. Kruti- kov var að því spurður, hvort Is- lendingar mættu eiga von á breyttum markaðsaðstæðum í Sovétríkjunum á komandi áru.n, þar sem Sovétríkin hafa nú byggt upp mjög voldugan fiskiflota. Hr. Krutikov svaraði því til, að Sovét- ríkin væru stór markaður, og möguleikarnir þar margir. Miðað við núverandi ástand væri ekkert því til fyrirstöðu að kaupa aukiö magn íslenzkra sjávarafurða, er. það væri ekki fyrir hendi af hálfa íslendinga vegna aflatregðu og ýmissa annarra óviðráðanlegra or saka. Um aðild íslands að EFTA og áhrif hennar á viðskipti við Sovét- ríkin sagði hr. Krutikov, að þau áhrif væru algjörlega undir ís- lendingum sjálfum komin. Sam- kvæmt blaðafregnum hefði við- skiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, drepið í ræðum sínum einmitt á það, hvaða áhrif aðíld Islands hefði á þróun viðskipta við Sovétríkin ,og taldi ráðherrann, að áhrifin þyrftu alls ekki að vero neikvæð. Hr. Krutikov lét þó í ljós efasemdir um það, að slikt mat væri rétt. Mikið hefur verið rætt um það að undanförnu, hve mikil nauðsyn sé að selja meira af iðnaðarvör- um úr landi .Um markaðsmögu- leika þeirra í Sovétríkjunum sagði sovézki verzlunarfulltrúinn: „Hjá sovézkum aðilum er vissulega á- hugi fyrir hendi að kaupa meira magn af slíkum vörum, en haía verður í huga, að Sovétmarkaður- inn krefst góðrar vöru og að verð- ið sé sanngjarnt.“ Hann gat þess ennfremur, að íslenzkur iðnaður væri ekki gam- all að árum og hefði ekki langa þróun og reynslu að baki. Því væri ekki nema eðlilegt, að erfitt reyndist fyrir íslendinga að vera í samkeppni um vörur frá öðrum löndum, þar sem iðnaður væri gamalgróinn atvinnuvegur. Um gæði íslenzku framleiðsl- unnar sagði hr. Krutikov, að öil- um væri ljóst, að íslenzkar ullar- vörur, þ. e. peysur og teppi, væru ekki fluttar til hinna norðlægari héraða sem lúxus-vörur heldur sem skjólfatnaður. En hann sagði ennfermur, að gætu íslenzkir að- ilar framleitt lúxusvarning, sem ekki þyrfti einungis að selja t'l hinna norðlægu svæði, mundu So- vétmenn að sjálfsögðu athuga um Forstjóri B. & L., Guðmundur Gíslason, Vladimir K. Krutikov ásamt starfsmönnum sovéska sendiráðsins og starfsmanni B. & L., Gísla Guð- imundssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.