Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.03.1969, Qupperneq 50
46 FRJALS VERZLUN BYGGINGARMAL MEÐ STÓRAUKNUM FRAMKVÆMDUM RÍKISINS HEFUR EINKAFRAMTAKIÐ ORÐIÐ ÚTUNDAN Skortur á íbúðarhúsnceði eí byggingarframkvœmdir dragast saman. Samdrátturinn í byggingariðn- aðinum nú síðustu mánuðina hef- ur orðið mörgum áhyggjuefni. Fyrir ekki ýkja löngu var mikið líf í þessari starfsgrein, en nú á skömmum tíma hafa orðið mikil umskipti þar á, verkefnaskortur hrjáir nú allmarga verktaka — bæði fyrirtæki og einstaka bygg- ingarmeistara — og mikið atvinnu- leysi hefur gert vart við sig í röð- um byggingariðnaðarmanna. Svo getur líka farið, að þessi samdráttur eigi eftir að skapa veruleg vandamál á öðru sviði, þegar fram líða stundir. Er hér átt við húsnæðisskort, sem vafa- lítið hlýtur að koma í ljós, breyt- ist viðhorfin í þessum málum ekki mjög fljótlega. Má í þessu sam- bandi benda á, að á undanförnum árum hafa verið byggðar um 600 íbúðir í Reykjavík á ári, og hefur það þó ekki nægt til að anna eftir- spurn. Gert er ráð fyrir, að til þess að fullnægja íbúðaeftirspurn- inni hér í borg þurfi um 7—800 nýjar íbúðir árlega, en vegna ástandsins í byggingariðnaðinum var einungis byrjað á 381 íbúð á sl. ári (1968), og búizt er við, að framkvæmdir hefjist við ennfærri íbúðir í ár. Horfurnar eru því eng- an veginn bjartar í þessum mál- um. Síðustu tvö til þrjú árin hefur helzta framkvæmdasvæðið í íbúða- byggingum í Reykjavík verið í Fossvogi og Breiðholti. Er allt út- lit fyrir, að næstu 7—10 ár verði byggingarframkvæmdir langmest- ar á Breiðholtssvæðinu, enda er það í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur. Að sjálfsögðu verð- ur að auki byggt víða um bæinn, en ætla má, að þar verði einungis um smáar einingar að ræða. — í Hafnarfirði mun ekki vera útlit fyrir miklar byggingarfram- kvæmdir, eins og stendur, — og jafnvel búizt við, að þar verði að- eins reist eitt stigahús og örfá ein- býlishús á næstunni. Flestum, sem starfa í bygging- ariðnaðinum, ber saman um, að ríkisframtakið á þessu sviði hafi haft neikvæð áhrif, en aðalat- hafnasvæði þess hefur sem kunn- ugt er verið í Breiðholti. Þessir aðilar telja, að byggingarfram- kvæmdir byggingaráætlunar rík- isins hafi haft það í för með sér, að stórfé hafi verið tekið frá öðr- um byggingaraðilum í landinu og starfsemi þeirra verið lömuð að verulegu leyti. Og þeir segja eitt- hvað á þessa leið: Við byggjum okkar framkvæmdir að langmestu leyti á lánsfé, og byggingariðnað- urinn er því háður þeimlánsmögu- leikum og lánakjörum, sem fást á hverjum tíma. Vegna þessara or- saka hefur þróunin orðið sú á undanförnum árum, að með stór- auknum framkvæmdum ríkisins í Breiðholti, hefur einkaframtakið orðið útundan og raunar verið haft í fjármagnssvelti. Ef vikið er nánar að lánamálum byggingariðnaðarins, þá hafa þau verið með þeim hætti, að á þessu ári hefur tæplega 100 milljónum króna verið veitt út í byggingar- iðnaðinn, og fengu þeir aðilar lán, sem rétt höfðu á framhaldslánum. I aprílmánuði mun svo enn út- hlutað í byggingarstarfsemina 50 milljónum króna, en þrátt fyrir þá búbót, skortir mikið á, að ýms- ir aðilar fái þá fyrirgreiðslu, sem þeim er nauðsynleg. Ennfremur er að geta um það, að byggingaraðilum hefur verið gefinn kostur á lánum út á óseld- ar íbúðir, og miðar þetta einnig að því að örfa framkvæmdir. Þessi lán eru þó háð þeim skil- yrðum, að Húsnæðismálastofnun ríkisins hafi áhrif á og samþykki fyrir sitt leyti kaupanda íbúðar- innar og verð hennar. Nokkuð greinir menn á um ágæti þessarar tilhögunar. Sumir telja, að slík- ar lánveitingar beint til fram- kvæmdaaðila í byggingariðnaðin- um muni tvímælalaust geta haft heillavænlega þróun í för með sér fyrir skipulagsbyggingu bygging- ariðnaðarins, þegarfrá líður, þann- ig að unnt verði að tryggja sam- fellda byggingarstarfsemi fram- kvæmdaaðilanna í þessum iðnaði, og draga úr ónauðsynlegum og ó- æskilegum sveiflum í byggingar- starfseminni. Aðrir segja á hinn bóginn, að það hljóti að teljast heldur vafasöm þróun, að hið opin- bera hafi úrslitaáhrif á svo stór- an þátt í byggingariðnaðinum — þ. e. síðasta þætti hans — söl- unni. Telja þeir þessi ákvæði lítt

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.