Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 8
6 FRJÁLS VERZLUN UM ÞJÚÐARBtSKAPIM Höfundur: Pétur Eiríksson hacjfræöingur Launahækkanir fram yfir greiðslugetu Velt yfir í verðlagið í 5. hefti Frjálsrar Verzlunar var vikið að kjarasamningiuium, sem þá voru framundan. Látin var í ljós von um, að launahækkanir yrðu innan þeirra marka, sem atvinnuvegirnir almennt gætu borið án verðhækkana, og jafnframt, að nú yrði samið til lengri tíma en eins árs. Síðari óskin hefur að nokkru leyti ræzt. Samið var til óvenju langs tíma, miðað við íslenzk- ar aðstæður. Enn verður þó að telja samningstímahilið heldur stutt, þótt miðað hafi í áttina. Að hve miklu leyti atvinnuvegirnir geta risið undir launahækkununum, án hækkaðs verðlags, verður reynsla næstu mánaða að skera úr um. Flest bendir þó til, að launahækkanirnar hafi farið verulega fram úr greiðslu- getu atvinnuveganna. Ef litið er á einstakar atvinnugreinar verður niðurstaðan í fljótu bragði á þessa leið: Fiskiðnaðurinn mun í augnablikinu hafa bezta aðstöðu til að taka á sig launahækkun. Góður vertíðarafli og hagstætt útflutningsverð hafa haft sín áhrif. Hve lengi þessar liagstæðu ytri aðstæður haldast er hins vegar óljóst, og bregðist sá grundvöllur, er viðbúið, að við tökum eina kollsteyp- una enn. Ljóst er, að landbúnaðurinn getur ekki tekið á sig neina hækkun, án þess að velta henni áfram á neytendur. Framleiðniaukning í landbúnaði er að vísu nauðsynleg, en hún gerist ekki á einni nóttu, og ytri aðstæður liafa verið þessum atvinnuvegi mjög óhagstæðar. Á hinn bóginn nýtur þessi at- vinnuvegur víðtækrar verndar, og þarf einungis í litlum mæli að óttast erlenda samkeppni. Viðbúið er, að verzlun og aðrir þjónustuatvinnuvegir, sem reknir eru með hlutfallslega miklu vinnuafli, þurfi að velta miklum hluta Iaunahækk- ana yfir í verðlagið. Sum þjónustufyrirtæki ríkisins liafa gefið öðruin for- dæmi með ríflegum hækkunum! Er varla við að búast, að aðrir atvinnu- rekendur telji sér skylt að herða sultarólina, þegar þeim eru gefin slík for- dæmi. Iðnaðurinn verður sennilega í mestum vanda staddur. Launahækkanirn- ar koma í kjölfar lækkaðrar tollverndar vcgna aðildar íslands að EF"TA. Hætt er við, að framundan verði erfiðir tímar fyrir marga iðnrekendur. Sennilegt er, að kjarasamningarnir, og sú verðbólgualda, sem risin er í kjölfar þeirra, verði til að flýta þeirri þróun, sem af EFTA aðild verður. í heild verður að telja, að verulegum hluta launahækkananna verði vclt yfir í verðlagið. Verðhækkunarkapphlaup er þegar hafið, sem er enn al- varlegra fyrir þá sök, að full vísitölubinding hefur aftur verið tekin upp. Ef þróunin heldur áfram, sem nú horfir, mun takast að safna fljótlega upp í næstu gengislækkun, og hafa þá fljótt skipast veður í lofti frá því í vor, þegar rætt var um gengishækkun. Genqishækkun Viðbrögðin við tillögunni um gengishækkun verður raunar að telja til M ’ furðulegri atburða í íslenzkri efnahagssögu, þó þar sé um auðugan garð furðuleg a® gresja. Þegar borin er fram tillaga um raunhæfar kjarabætur, sem hefðu að öllum líkindum haft mjög heillavænleg áhrif á þróun verðlags og kjara- viðbrögð mála, ekki aðeins á þessu ári, heldur einnig á næstu árum, er henni ekki gefinn meiri gaumur en svo, að fulltrúar verkalýðsfélaga og atvinnurek-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.