Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 68
66 FRJALS VERZLUN Bætt reksturs- tækni; öryggi og meiri arður 1 viðtali við Ottó A. Michelsen forstjóra, hér í blaðinu, víkur hann m. a. að því, að tækni við stjórnun og rekstur stofnana og fyrirtækja sé langt á eftir tímanum, valdi því einkum smæð reksturseininga, og hafi langt um of fáir tök á að beita fullkominni tækni við reksturinn af eigin rammleik eingöngu, enda séu samruni og samstarf mikið til óþekkt fyrirbæri. Hér er mikill ljóður á ráði okkar Islendinga í þessum efnum. Þrátt fyrir og e. t. v. jafnvel vegna smæðar þjóð- félagsins, er okkur öðrum fremur nauðsynlegt að búa okkur beztu starfsaðstæður, sem þekkjast. Bætt reksturs- tækni, sem leiðir til öryggis og meiri arðs, ætti því að vera okkur meira kappsmál en raun ber vitni. Sá tími er liðinn, að Islendingar geti leyft sér hugsunarhátt veiði- mannsins í vinnubrögðum sínum. Það á ekki lengur við, að ganga með bókhaldið í rassvasanum. Nýlega gengu í gildi ný bókhaldslög, sem gera meiri og réttlátar kröfur til allra þeirra, er hafa með höndum rekst- ur af einhverju tagi. Aukið eftirlit á þessu sviði, t. d. eftir- lit með skattframtölum, er og til bóta. En við vorum svo aftarlega á merinni, að enn er langt í land. I viðtalinu við Ottó segir hann ennfremur, að tækni við stjórnun og rekstur fari nú ört í vöxt. Er ekki að efa að það sé jafn rétt. Engu að síður blasir sú staðreynd við, að við erum langt á eftir í stjórnunartækni og reksturs- tækni á öllum sviðum. Og viðleitni eða hreyfing einstakra aðila dugir skammt til að úrbætur vinnist á nógu fljótan hátt. Við okkur blasir nú viðskipta-umheimurinn frá al- veg nýjum sjónarhóli, með fyllstu kröfur í þessu efni. Stjórnunarfélag Islands hefur unnið margt gott til um- bóta. Starf þess hingað til réttlætir fyllilega, að stjórn- endur og aðrir ábyrgir starfsmenn stofnana og fyrir- tækja efli það til frekari og enn stærri verkefna, enda er þörfin brýnni en flestir virðast gera sér grein fyrir. Þekkingin hundsuð? frá ritstjórn 1 grein hér í blaðinu um kjararannsóknarnefnd, kem- ur m. a. fram, að aðilar að vinnumarkaðnum, sem skipa þessa nefnd, hafa iítið sem ekkert með hana gert. Kjara- rannsóknarnefnd er skipuð þrem fulltrúum atvinnurek- enda og þrem fulltrúum launþegasamtakanna, eins og þeim bauð við að horfa fyrir 7 árum. Nefndin rekur skrifstofu með 4 starfsmönnum. Kjararannsólínarnefnd var ætlað það hlutverk, að afla aðilum að vinnumarkaðn- um upplýsinga um kjaramál, greiðslugetu, kaupmátt o. s. frv. Þegar það er nú upplýst, hver örlög nefndarinnar og starfs hennar hafa orðið, vaknar óhjákvæmilega sú spurn- ing, hvort þekkingin hafi verið hundsuð við kjarasamn- inga undanfarinna ára. Ljóst er a. m. k., að hún hefur ekki verið í háum vegum höfð. Og er það þá nema von, að ekki er allt í sómanum? Það andvara- og alvöruleysi, sem lýsir sér í formgall- aðri skipun kjararannsóknarnefndar og þar af leiðandi hálfdauðu starfi hennar, er skammarleg staðreynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.