Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 28
26 FRJALS VERZLUN við orðið á að skipa starfsliði sem getur tekizt á herðar hin margvíslegustu verkefni, jafn- framt því að menntunarleiðir standa opnar hjá IBM, þar sem bezt hentar. Það er okkar á- nægja, að leiðbeina og aðstoða í þessum efnum, og eiga sem ríkastan þátt í batnandi rekstr- urstækni og stjórnun hér á landi. Þetta er sannarlega hugsjónamál um leið og það er viðskiptamál. FRAMLEIÐSLA HUGSAN- LEG F.V.: Nú hefur IBM með höndum margvíslega fram- leiðslu, sem deilt er niður á mörg lönd. Er hugsanlegt að einhver framleiðsluþáttur geti risið hér á landi? O. A. M.: Já, vissulega er það hugsanlegt. Við höfum talsvert gælt við þessa hugmynd. Ný- lega setti IBM upp verksmiðju í Svíþjóð, sem framleiðir yfir- breiðslur á IBM vélar fyrir heimsmarkaðinn. Þessi verk- smiðja framleiðir ekkert annað, en hún er þó stór á okkar mæli- kvarða. Hlutverk af þessu tagi væri okkur kærkomið. ÞRÍR DRAUMAR Það má eiginlega segja, að við eigum þrjá óskadrauma. í fyrsta lagi að eiga sem stærst- an þátt í umbótum á sviði reksturs og stjórnunar, almennt séð. f öðru lagi að eiga sem stærstan þátt í eflingu vísinda, rannsókna og tækni hér á landi. í þriðja lagi að gerast á einn eða annan hátt beinir þátttak- endur að framleiðslu IBM. Það má segja, að þetta séu stórir draumar, hver fyrir sig, en með hliðsjón af reynzlunni og þörfum okkar íslendinga, tel ég þetta hiklaust raunhæfa drauma og verðug markmið. ENGU FÓRNAÐ F.V.: En var það ekki fórn eftir á að hyggja, að leggja æðstu völd í hendur útlend- inga, þegar umboðið var lagt niður og útibú stofnað í stað- inn? O.A.M.: Nei, það var engu fórnað. Vissulega þurfum við að fara með gát í erlenda fjár- mögnun, en hræðsla við hana er algerlega óþörf, ef rétt er um hnútana búið. Ég hef þeg- ar talið upp helztu kostina, sem við hér hjá IBM á íslandi njótum, og við það má bæta, að enda þótt sá rammi sem okkur er sniðinn, sé talsvert strangur hvað vinnubrögð snertir, kemur það sérstaklega og fyrst og fremst fram í auknu öryggi. Ég fæ ekki séð, hvernig sú tækni, sem um er að ræða, hefði getað náð hér fótfestu að nokkru marki, nema með þess- um hætti. Hins vegar hef ég ekki orðið var við að nokkur hafi beðið tjón af, nema síður væri. Og þannig tel ég, að þessu sé varið á mörgum fleiri sviðum, þar sem um fjármagns- freka tækniþróun er að ræða, að við ekki aðeins getum haft gott af samvinnu við útlend- inga, heldur verðum að gera það, til þess að standa okkur í vaxandi og harðnandi sam- keppni um gæði lífsins. Þar er ekki um fórn að ræða, heldur sjálfsögð klókindi. ÖLL ELDIIINIARTÆKI FYRIR HÓTEL, MATSTOFUR OG SKIP • Ýmis konar „grill og griddle“. • Kartöflusteikarpottar. • Samlokuofnar. • Infra-rauð-geisla ofnar fyrir pylsur. • Örbylgjuofnar. • Hraerivélar. • Uppþvottavélar. • ísmo'Iavélar og kæliskápar ýmis konar. • Varmaborð. Ennfremur innanhússkallkcrfi og hátalarakerfi frá þekktum framleiðendum. Hafið samband við oss. (iEORtil ÁMUIVDASON & CO. SUÐURLANDSBKAUT 10 — IÍEYKJAVIK — SlMAR 81180-35277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.