Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Page 5

Frjáls verslun - 01.07.1970, Page 5
FRJÁLS VERZLUM 3 FRJÁLS VERZLUN 7. tbl., 30. árg. 1970. Mánaðarlegt timarit um viðskipta- og efnahags- mál — stofnað 1939. Gefið út i samvinnu við samtök verzlunar- og athafnamanna. Útgáfu annast: Frjálst framtak hf. Skrifstofa að Suðurlands- braut 12, Reykjavik. Pósthólf 1193. Símar: 82300, 82302. Framkvæmdastjóri: Jóhann Briem. Ritstjóri: Herbert Guðmundsson. Setning og prentun: Félagsprentsmiðjan hf. Myndamót: Rafgraf hf. Brot og hefting: Félagsbókbandið hf. Áskriftarverð á mán. kr. 65,00 til alm. áskrifenda, kr. 95,00 til fyrirtækja og stofnana. öll réttindi áskilin. Endurprentun að hluta eða öllu leyti óheimil, nema til komi sérstakt leyfi útgefanda. Meðal annarra orða... I þessu töluhlaði halda áfram þættirnir um efnahags- mál, kjaramál og lög og rétt, sem allir njóta mikilla vinsælda, enda fróðlegir og gagnlegir. 1 þættinum um efnahagsmál fjallar Pétur Eiríksson hagfræðingur um horfur í framhaldi af launahækkunum og verðhækkun- um síðustu mánaða. Þá koma fram upplýsingar um Kjararannsóknarnefnd, sem ekki hafa verið á almanna vitorði. Loks er fjallað um firmað og réttarvernd þess i tilel'ni af „Esju“-málinu. Stjórnun og reksturstækni er m. a. umræðuefni í við- tali við Oltó A. Michelsen forstjóra IBM á Islandi, en Ottó leggur mikla áherzlu á nauðsyn umbóta á þessu sviði, enda stjórnar hann forystufyrirtældnu í raf- reiknaþjónustu hér á landi, og er hnútum gjörkunnug- ur. I nýjum þætti, Á markaðnum, er rætl við fleiri for- stjóra, m. a. Einar J. Skúlason og Giumar Dungal, en Gunnar er líkast til yngsti forstjóri hér á landi, a. m. k. við meiriháttar rekstur. Þcssi nýi þáttur fjallar annars að þessu sinni um skrifstofuvélar og húsgögn. Það er ekki aðeins rætt við forstjóra í þessu tölublaði, þótt við þrjá framangreinda megi bæta öðrum þrem, sem vinna að ferðamálum. Tveir einkaritarar sitja fyrir svörum um starf sitt, þær Guðrún Kristinsdóttir og Áslaug G. Harðardóttir.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.