Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 27
FRJÁLB VERZLUN 25 Saklausir kassar að sjá: Tækni í smekklegum umbúðum. reynzlu annars staðar frá, full- komnustu skipulagningu og há- þrcuðustu tækni við starfsem- ina, sem um er að ræða í við- skiptaheiminum. STÓR SKATTGREIÐANDI Þá skiptir það miklu máli, að útibúið greiðir skatta af allri starfsemi IBM hér á landi, en á meðan umboðið annaðist hana, voru skattgreiðslur ein- ungis af þjónustustarfseminni. IBM á íslandi verður að líkind- um stór skattgreiðandi áður en langt um líður, eða þegar við höfum komizt yfir mikil geng- istöp, sem skullu á okkur í upp- hafi. STRANGAR REGLUR, AGI F.V.: Hvernig gengur að venja starfsfólkið við það kerfi, sem IBM krefst? O.A.M.: Það gengur yfirleitt vel. Víðast hvar, þar sem keppt er að verulegum árangri, tíðk- ast strangar reglur og agi á vinnustöðum og við verkefnin. Þannig er það hjá IBM. Við verðum að hlíta mjög ströngum viðskiptareglum, og hver starfs- maður verður að vaka á verð- inum og skila sínu hlutverki án undanbragða. Þetta er öllum sem hér starfa, ijóst frá upp- hafi, og þess vegna er það ekki vandamál. EKKI VÉLRÆNT F.V.: Verður starfið þá ekki vélrænt og þurrt? O.A.M.: Nei, alls ekki. Það er ekki svo að skilja, að við séum algerlega handjárnaðir. Við höfum okkar svigrúm til að laga okkur að aðstæðum. Og rafreiknar eru margbrotin tæki og viðfangsefnin margvísleg, þetta er eiginlega sífellt sköp- unarstarf, keppni að því marki að finna betri lausnir með nýj- um vinnubrögðum og háþró- aðri tækni. 13 RAFREIKNAR HÉR F.V.: Hvað eru margir raí- reiknar komnir í notkun hér á landi og hvernig eru þeir rekn- ir? O.A.M.: Þeir eru 13 talsins. Tvo þeirra rekur IBM sjálft, því fyrirtæki þurfa að vera nokkuð stór til þess að geta nýtt dýrari tækin á eigin spýt- ur. Með þessum tveim tækjum vinnum við úr gögnum frá 44 aðilum, sem hafa eigin götun- arvélar. Til þeirra skilum við margs konar uppgjöri. Að auki er svo rafreiknir Háskólans, sem einkum er not- aður við kennslu og vísinda- störf. Þá rafreikna, sem við rekum ekki sjálfir, leigjum við við- skiptavinum, en aftur á móti er nokkuð um að þeir kaupi ýmis hjálpartæki. EKKI HÁLFDRÆTTINGAR F. V.: Hvar erum við fslend- ingar staddir í notkun raf- reikna við rekstur, miðað við t, d. nágrannaþjóðirnar? O, A, M.. Við erum ekki nógu vel á vegi staddir, ætli við get- um talizt nerna hálfdrættingar. Stofnanir og fyrirtæki hér á landi eru í svo smáum eining- um, og samruni og samvinna nær óþekkt fyrir’bæri. Stjórnun og reksturstækni eru æði langt á eftir tímanum, þegar á heild- ina er litið. Undantekningar eru þó nokkrar, og nú er þetta að breytast mjög ört, sem betur fer. Ég tel það tvímælalaust undirstöðuatriði að við íslend- ar temjum okkur að meta meira reglu og öryggi í þessum efn- um og látum til skarar skríða á næstu árum, grípum þau tækifæri, sem rétt eru upp í hendurnar á okkur til úrbóta. Hugsum okkur til dæmis rekst- ur sveitarfélaganna og hvaða þýðingu það hefði fyrir stjórn- endur þeirra að hafa jafnan fullkomnar tölulegar upplýsing- ar um hvern þátt reksturs og framkvæmda. Það er skoðun mín, að skortur á upplýsingum og ónóg yfirsýn séu með alvar- legri orsökum margs konar rekstursvandamála, bæði hjá stofnunum og fyrirtækjum. Af því leiðir, að ég álít raf- reikna og þá tækni, sem í þeim felst, einhver nauðsynlegustu tæki við stjórnun og rekstur í nútímaþjóðfélagi, eins og við viljum að okkar þjóðfélag sé. AUGLJÓSAR FRAMFARIR F. V.: Nú sagðir þú, að stjórnun og reksturstækni væru langt á eftir tímanum, en jafn- framt að þetta væri að breytast ört til batnaðar. Þú sérð fram á næg verkefni fyrir IBM á íslandi? O. A. M.: Já, mikil ósköp! Við höfum greinilega orðið var- ir við mjög aukinn áhuga á að taka tækni rafreiknanna í notkun við æ fjölbreyttari verkefni, og ekki sízt stjórn- un almennt. Sá áhugi hefur vaknað með auknum kröfum, aukinni samkeppni út á við, og vaxandi skilningi á úrlausn- arefnum og nauðsyn hraða og öryggis í senn. Eins og ég tók fram áðan, höfum við nú greiðan aðgang að reynzlu og þekkingu innan vébanda IBM um allan heim, og nú höfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.